Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Steingrímur Matthíasson, héraðslæknir (1908- 1936). höfuðið á hliðstólpa. Steingrímur gerði aðgerðina í chloroform æther svæfingu með aðstoð Sigur- mundar Sigurðssonar, læknis á Breiðumýri og hjúkrunarstúlku frá Húsavík. Hann opnaði gat gegnum höfuðkúpubeinið framanvert vinstra megin með handbor, meitli og hamri og náði út með teskeið og skefli meira en hálfum lítra af dökku blóði og lifrum. Hinn slasaði fékk fljótt mál, ráð og rænu á eftir. Steingrímur þakkaði öðrum jafn mikið og sjálfum sér, að allt gekk vel, kvaðst þess vegna hafa orðið bumbult af öllu því oflofi, sem hann sagðist hafa fengið ómaklega fyrir þessa aðgerð, sem var lögð upp í hendurnar á honum. Um jólin á eftir fékk hann smákvæði frá eiginkonu Sigurðar Bjarklind, Unni Benedikts- dóttur, það er Huldu skáldkonu, og í því eru þessar línur: Slíkt verður aldrei launað það veit ég og skil, en margt byrgir þögnin í hugarins yl. Góðar dtsir hafa þér veitt í vöggugjöf að vernda og bjarga frá þjáning og gröf. Steingrímur sagðist hafa viknað við að lesa kvæðið, því að það hefði snortið hans helgustu tilfinningar. Sigurður Bjarklind varð albata eftir áverkann og aðgerðina innan tiltölulega skamms tíma. Saga eftir stofnun félagsins Stofnfundur félagsins var haldinn á heimili Steingríms Matthíassonar læknis á Spítalavegi 9 hér í bæ, hinn 6. nóvember 1934. Þar voru mættir sjö læknar í starfi, búsettir og virkir hér á Akur- eyri en áttundi læknirinn, yfirlæknirinn á Krist- neshæli kom ekki á fundinn og ekki heldur sá níundi, sem hafði snúið sér alfarið að tannlækn- ingum. Aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins var Steingrímur Matthíasson, þáverandi sjúkra- hús- og héraðslæknir á Akureyri, hann átti hug- myndina og frumkvæðið að því að kalla læknana saman á fund. Hann tók fyrstur til máls á fundin- um, kvað það lengi hafa vakað fyrir sér að gangast hér fyrir félagsskap fyrir lækna, en efaðist framan af um að það mætti takast á meðan þeir væru ekki fleiri en þá voru í bænum, það er fjórir til fimm læknar talsins. Á árunum 1933-1934 bættust við þrír læknar í bæinn, þar af tveir í október 1934 og þá hófst Steingrímur handa um stofnun félagsins. Hann gat þess í upphafi máls síns, að það væru mörg mál sem læknar þyrftu og ættu að ræða sín á milli. Fyrst væri það taxtamálið, en þágildandi gjaldskrá héraðslækna væri mismunandi fyrir sama læknisverk eftir því hvaða læknir ætti í hlut. Það væri gjaldskrá héraðslækna, sem ætlast væri til að praktiserancji læknar færu eftir í starfi sínu, en hún væri bæði ruglingsleg og erfið að muna. Þá væri það næturvarsla, sem þyrfti að skipuleggja og taldi Steingrímur að Iæknar ættu að skiptast á um að hafa næturvörslu. Einnig kvað ræðumaður það vaka fyrir sér, að læknar flyttu öðru hvoru á fund- um félagsins erindi um læknisfræðileg efni og miðluðu þannig hverjir öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Að öllu samanlögðu myndi þessi fé- lagsskapur, ef vel væri haldið á honum, leiða til aukinnar læknisfræðilegrar fræðslu, innbyrðis viðkynningar og starfsbræðratengsla meðal lækna og vinna gegn þeirri einangrun, sem ætíð væri hætta á hjá þeim læknum sem störfuðu í fámenni. Minna má á, að þá átti enginn læknir í bænum bíl. Á eftir ræðu Steingríms var leitað til allra við- staddra um viðhorf þeirra til stofnunar félagsins og voru allir því meðmæltir. Þessu næst fór fram stjórnarkjör. Formaður var kjörinn Steingrímur Matthíasson, ritari Helgi Skúlason og gjaldkeri Jón Steffensen. Aðrir félagsmenn voru Árni Guðmundsson, Jón Geirsson, Pétur Jónsson og Valdemar Steffensen. Með því að um stofnfélaga er að ræða þykir ástæða til að greina lítillega frá hverjum og einum þeirra út af fyrir sig, en enginn þeirra er nú á lífi og síðastur þeirra sem lést var Jón Steffensen. Hann dó 21. júlí 1991, 86 ára að aldri. Steingrímur Matthíasson var ötull og fær skurð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.