Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 41 dæmis á tveggja til þriggja vikna fresti, þannig að á sex mánuðum náist reglubundin þjálfun í 60 mínútur daglega. Flestir endast lengur við reglu- bundna þjálfun ef þeir hafa félagsskap, menn draga hvern annan með til skiptis. Einnig er að- hald í að læknir eða annar aðili fylgist reglubundið með árangrinum. Sterkur leikur Hættumerki: • Brjóstverkir og verkir í hálsi eða neðri kjálka, • mikil mæði, • verulegir verkir í vöðvum eða liðum, • ákafur hjartsláttur, • svimi og yfirliðskennd, • ógleði eða uppköst, • mikil þreytutilfinning. Ef slík hættumerki gera vart við sig við þjálfun ber að leita læknis. Að lokum Samantekt á því sem unnt er að gera til að tefja fyrir hrörnun í ellinni: • Vera dugleg að hreyfa sig og þjálfa bæði huga og hönd. • Forðast einveru og einangrun finna sér hlut- verk að lokinni starfsævi við tómstunda- og félagsstörf. • Forðast ofneyslu áfengis. • Forðast reykingar, sem skaða hjarta, blóðrás- arkerfi, lungu og húð, flýta tíðahvörfum og beinþynningu. • Leggja sig fram í baráttu við sjúkdóma sem menn kunna að fá. Hár blóðþrýstingur er al- gengt dæmi en farsæl meðferð hans minnkar til mikilla muna hættu á hjartasjúkdómum, heila- blóðfalli og þeirri tegund heilabilunar sem or- sakast af blóðrásartruflun í heila.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.