Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 42
42 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Stefán Yngvason Endurhæfíng Frá fyrstu tíð hefur mannkynið þurft að glíma við fötlun af völdum slysa og sjúkdóma. Menn reyndu að bjarga sér sem best þeir gátu með frum- stæðum hjálpartækjum og þeirri samhjálp sem tíðkaðist í þjóðfélagi hvers tíma. Það var ekki fyrr en á þessari öld, nánar tiltekið eftir seinni heims- styrjöldina, að verulegar framfarir urðu í endur- hæfingu, fyrst og fremst á Vesturlöndum. Kom þar ýmislegt til. I fyrsta lagi urðu mjög margir fatlaðir vegna styrjaldarinnar og síðan brutust út lömunarveikifaraldrar sem skildu eftir sig stóran hóp fatlaðra. Þessi þörf ásamt bættum efnahag og tæknilegri framþróun varð til þess að í Banda- ríkjunum voru stofnaðar sérstakar endurhæfing- ardeildir. Vestur-Evrópulöndin fylgdu þar á eftir, hvert með sínum hætti, en Norðurlöndin hafa verið þar í farabroddi líkt og á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu. Til varð sérgrein innan læknisfræðinnar sem á ensku kallast Physical medicine and rehabilita- tion, á sænsku Rehabiliteringsmedicin og á ís- lensku Orkit- og endurhœfingarlcekningar. Hugtakið endurhæfing hefur víðtæka merkingu í íslenskri tungu. Það er þó ungt og kom fyrst á prenti í tímaritinu „Sveitastjórnarmál" árið 1959. I þessari grein er hugtakið endurhæfing notað um hverskonar þjálfun sem miðar að því að koma einstaklingi í betra líkamlegt og andlegt ástand og auka þannig færni hans til sjálfsbjargar við at- vinnu, heimilisstörf og frístundir. Þörfin vex Þörfin fyrir endurhæfingu hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Astæðurnar eru marg- ar meðal annars eftirfarandi: Bætt heilbrigðisþjónusta og lífskjör hafa aukið lífslíkur okkar og því geta margir vænst langrar ævi þrátt fyrir sjúkdóma og fötlun. Öldruðum hefur fjölgað af þessum sökum. Framfarir í endurlífgun og gjörgæslu ásamt bættri læknisfræðilegri meðferð fyrirbura hafa gefið mörgurn líf sem ekki var unnt að veita áður. Höfundur er sérfræðingur í orku- og endurhæfingar- lækningum. Ekki sleppa allir heilir úr þeirri baráttu og hefur orðið nokkur fjölgun í hópi mikið fatlaðra ein- staklinga af þessum ástæðum. Fólk óskar oftar en áður að fá að búa á heimili sínu eins lengi og hægt er. Pólítískur vilji er fyrir slíku þar sem dvöl sjúklinga á eigin heimili með aðstoð er mun ódýrari fyrir samfélagið en dvöl á stofnun. Slíkt krefst oft umtalsverðrar þjónustu af hendi heilsugæslu en einnig viðeigandi endurhæf- ingar sem ntiðar að því að bæta eða viðhalda færni einstaklingsins. Endurhæfingardeildir eru að þessu leyti bakhjarl heilsugæslunnar. Reynt er að stytta legutíma á bráðadeildum sjúkrahúsanna. Góður aðgangur að endurhæf- ingu tryggir að sjúklingar liggi ekki á bráðadeild- um lengur en þörf krefur. Almenningur er sér betur meðvitaður en áður um endurhæfingarmöguleika, og leitar því meira eftir slíkri aðstoð en áður. Verkefni margra Breið samstaða er meðal almennings og heil- brigðisstétta um að veita einstaklingum þá endur- hæfingu sem nauðsynleg er og skilningur á því að ekki sé nóg að bæta árum við lífið heldur þurfi einnig að bæta lífi við árin, með öðrum orðum að auka lífsgæði þeirra sem við fötlun búa. Margir aðilar koma að þessum málum. Auk opinberra aðila eru samtök sjúklinga og félög ým- iss konar mjög virk til dæmis SÍBS, Náttúrulækn- ingafélögin, Sjálfsbjörg. MS félagið og fleiri. Framtak slíkra aðila er ómetanlegt og hefur skilað okkur langt fram á veginn. Ákveðin verkaskipting hefur átt sér stað á und- anförnum árurn. Þróunin hér á landi er með svip- uðurn hætti og í mörgum nágrannalanda okkar. Geðdeildir hafa séð um endurhæfingu geðfatl- aðra og SÁÁ og fleiri um endurhæfingu áfengis- sjúkra. HL-stöðvarnar í Reykjavík og á Akureyri hafa séð um viðhaldsþjálfun hjarta- og lungna- sjúklinga. Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra hafa séð um hæfingu og umönnun þroskaheftra og hafa í seinni tíð einnig reynt að sinna þörfum annarra sjúklingahópa til dæmis fullorðinna sem skaðast hafa á heila, ásamt vinnuendurhæfingu og starfsþjálfun. Öldrunarlækningadeildir hafa ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.