Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 46
46 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Brynjólfur Ingvarsson Geðlækningar á Akureyri Læknafélag Akureyrar er stofnað í nóvember 1934. Aðaltilgangurinn hefur að sjálfsögðu verið sá að efla samstöðu lækna svæðisins tii að veita íbúum meiri og betri þjónustu í samræmi við vax- andi þarfir og kröfur nýrra kynslóða, eða með öðrum orðum til að verða við kalli tímans um markvissari læknisþjónustu eftir því sem allri þekkingu fleygði fram. Síðan eru liðin 60 ár og margt er orðið gjör- breytt, sumt óþekkjanlegt. Saga félagsins verður ekki sögð í þessum pistli. Hér verður eingöngu fjallað um þróun geðheilbrigðiþjónustunnar og sjúkdómaflokkinn morbi mentales, geðsjúkdóma í víðri merkingu. Það virðist hrein tilviljun að sumt það eftir- minnilegasta í þeirri sögu gerist í áföngum og með áratugamillibilum eða því sem næst. Þannig er 1944 frægast fyrir stofnun íslenskra lýðveldisins, en sama ár segir fundargerðabók Læknafélags Akureyrar frá einstökum og mjög merkilegum orðaskiptum lækna um geðsjúklinga eins og síðar verður vikið að. Fyrsta heila starfsár lyflækninga- deildar FSA er 1954 og þá hefst þjónustutímabil sem lýst er í ritgerð um þátt lyflækningadeildar sérstaklega 1954-1973. Fyrsta bráðadeild FSA ætluð sjúklingum með geðræna sjúkdóma og kvilla hóf störf 1974. Geðlæknum á Akureyri fjölgaði um 100% árið 1984. Svona mætti halda áfram. Næst verður gripið niður í téða fundargerðabók og smákafli tekinn traustataki til birtingar hér með fullri virðingu fyrir þeim sem hlut eiga að máli. „Ar 1944, mánudaginn 5. júníhélt Lœknafélag Akureyrar fund í Gildaskála KEA.......1 símtali sem formaður átti nýlega við Helga Tómasson dr.med. hafði hann (það er doktor Helgi) beðið að heilsa collegum hér með tUmæium um að þeir hœttu við shocktherapi við manikölsku sjúkling- ana því að það gœti verið hœttulegt, en batahorfur lítið betri en við konservativa meðferð, therapían vœrietv. fljótvirkari, en aðþvískapi hœttulegri. Út Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum. af þessu urðu shockdoktorar vorir nokkuð fyrrtir og sögðu að best vœri þá fyrir doktor Helga að Itirðaþessa vitfirringa sína (leturbreyting undirrit- aðs), en hlaða þeim ekki á aðra og vœri von að lœknar hér notuðu öll ráð til að koma vitinu sem fyrst íþessa fáráðlinga með hvaða ráðum sem það svo vœri gert, til þess að lostta við þá“ (leturbreyt- ing undirritaðs). Almennum lesendum til upplýsingar má nefna að raflækningameðferð er komin til sögunnar tæpum 10 árum áður en þetta er talað á fundi Læknafélags Akureyrar, en nútímageðlyf koma ekki fyrr en nálægt 10 árum síðar. Það þarf því ekki mikil heilabrot til að reikna út hvers vegna læknar á Akureyri freistuðust til að beita þessari aðferð strax fyrir hálfri öld, því að hún er enn í fullu gildi bæði á Akureyri og í Reykjavík og réyndar öllum nágrannalöndum okkar. Að vísu notuð eingöngu gegn djúpri, hættulegri geðlægð (sjúklegu þunglyndi) alls stað- ar þar sem undirritaður þekkir til. Það er alls ekki útlit fyrir að hún hverfi á næstunni þrátt fyrir vaxandi fjölda lyfjategunda í geðlyfjaskóginum. Það er líka skiljanlegt að læknum mislíki þessi kveðja frá höfuðstaðnum. Hins vegar eru hrollvekjandi þau viðhorf lækna til þessara sjúklinga sem lýsa sér best í orðalagi fundargerðarinnar og þarfnast ekki nánari skýr- ingar. Að veikjast á geði í þá daga var nánast mannréttindamissir. Stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944 var stór stund, en þó voru til þeir íslendingar sem ekki náðu að samfagna með öðrum. Sumir drógu sig í hlé sjálfir. Öðrum var ýtt til hliðar. Sjúkrahúsið á Akureyri reisti sérstakt hús yfir nokkra sjúka ut- angarðsmenn á næstu árum. Við höfum heyrt það nefnt Litla-Klepp. Brekkudeild og Sólbrekku og þó oftast geðdeild FSA við Spítalaveg. Næst verður staldrað við „tímabil lyflækninga- deildar“ 1954-1973. Þá veitti deildin fjölbreytta þjónustu sem ekki var einskorðuð við hefð- bundna lyfjadeildarsjúklinga ef svo má að orði komast. Samantekt sýnir að heildarinnlagnafjöldi á þessu tímabili var 12.410. Innlagnir vegna geð- rænna sjúkdóma og kvilla voru 2608 eða 21%. Ein innlögn af hverjum fimm.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.