Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 47 Sundurliðun sýnir: 1954-1963 1964-1973 sturlanir (psykósur) 151 513 taugaveiklanir (neurósur) 663 674 aðrar geðrænar orsakir 223 384 Samtals 1037 1571 Alls 2608 Ef fólk „á besta aldri“ er tekið út úr (20-50 ára) má sjá enn meiri hlutdeild innlagna vegna geðrænna sjúkdóma eða nálægt 33%. Með öðrum orðum ein innlögn af hverjum þremur. Það eru sérstakar skýringar á því hvers vegna lyflækningadeild FSA veitti þessa þjónustu, og hlið- stæðar tölur mátti sjá sums staðar við rannsóknir í öðrum löndum. Samanburðarrannsóknir hafa ekki farið fram hér á landi. Rétt er að geta þess að yfirlæknir lyflækninga- deildar þennan tíma var Olafur Sigurðsson, og stefna deildarinnar var fljótt tekin í átt til nútíma- legri sjónarmiða en verið hafði á Akureyri 1944, ef ályktað er út frá orðalagi fyrmefndrar fundargerðar. Víkjum nú sögunni til ársins 1973. Undirritaður kom þá tii starfa við FSA. fyrst sem ráðgefandi geðlæknir í hlutastöðu, en frá 1. september 1973 í fullt starf sem sérfræðingur í geðlækningum. Fyrstu fimm til sex mánuðina var rekið fjögurra rúma deildarkríli á B-deildargangi þriðju hæðar FS A. Frá 1. mars 1974 var T-deild starfrækt, fyrst með átta legurýmum (að Alfabyggð 13), síðan 12 og loks aftur átta (að Skólastígur 7) fyrir bráðainnlagnir geðsjúklinga. Deildin var ætluð öllum nema þeim allra erfiðustu sem þörfnuðust innlagna á lokaðar deildir í Reykjavík. Deildin hætti störfum 1. sept- ember 1983. Árið 1984 tók stjóm FSA tímamótaákvörðun um stóreflingu sjúkrahúsþjónusm fyrir geðsjúka þessa landshlutar. Fleiri hafa reyndar notið góðs af. Nýr yfirlæknir Sigmundur Sigfússon var ráðinn að stofn- uninni í fullt starf. P-deild sett á laggimar og rekstur hennar hafinn í núverandi húsnæði í mars 1986 með sín 10 legurými. Starfsmannahald stórefldist. Auk stöðu sálfræðings og félagsráðgjafa fékkst heil staða aðstoðarlæknis, síðan stöður iðjuþjálfa og sérkenn- ara. Með ámnum hafa fleiri merkir áfangasigrar unn- ist og má nefna sambýlið í Alfabyggð sem dæmi. Það er mjög freistandi að skoða og bera saman tvö 20 ára tímabil, 1954 til 1973 annars vegar og 1974 til 1993 hins vegar. Það vill svo skemmtilega til að fyrra tímabilinu vom gerð nokkuð ítarleg skil í grein sem birtist í Læknablaðinu 1974 og nefndist Innlag- ningar vegna geðrœnna sjúkdóma á Lyfjadeild FSA 1954-1972, og seinna var árinu 1973 bætt við. Tíma- bilið 1974-1993 bíður rannsóknar. Það má þó geta þess að heildarinnlagnafjöldi í 20 ár á T-deild og P-deild er 2645, og er þá 1994 tekið í staðinn fyrir 1984 af þeirri ástæðu fyrst og fremst að FSA rak ekki bráðageðdeild 1984. Og eins og til að staðfesta kenningar um endurtekningar var aftur starfrækt bráðageðdeildarkríli fyrir þrjá sjúklinga inni á handlækningadeildargangi á annarri hæð FSA í 15 mánuði frá desember 1984. Þriðji geðlæknirinn er nú kominn til starfa á svæðinu, það er Páll Tryggvason sérfræðingur í barnalækningum og bama- og unglingageðlækning- um. Þriðja staða sérfræðings í fullu starfi á P-deild er í sjónmáli en lokasprettinn vantar, það er form- lega stöðuheimild til frambúðar frá heilbrigðisráðu- neyti. Því miður hafa sést skref aftur á bak síðustu árin. Sérkennarinn missti stöðuheimildina í fyrra vegna breytinga innan fræðsluumdæmisins og óljóst hvort úr því verður bætt. Einnig er útlit fyrir að nýbygg- ingaframkvæmdir FSA spilli vemlega starfsaðstöðu P-deildar, að minnsta kosti um tíma, og menn fara kannski að taka undir með Jóni skáldi og prófessor Helgasyni sem bjó lengst af í Kaupmannahöfn: „Innan við múrvegginn átti e'g löngum mittsœti“ og svo framvegis. Fyrir utan sjúkrahúsþjónustuna ber að nefna margt annað sem hefur þokast í rétta átt á Akureyri á síðustu áratugum, svo sem stofurekstur geðlækna og sálfræðinga, eflingu heilsugæslustöðvar með til dæmis fjölskylduráðgjöf, einnig Félagsmálastofn- un, sálusorgarastörf presta og djákna, sálfræðideild skóla, Geðvemdarfélag Akureyrar og önnur félög. SAA Norðurlandsdeild hefur stóreflt þjónustu við áfengissjúka og aðstandendur þeirra á seinustu ár- um. Loks er rétt að minnast á stórmerkileg störf leikmanna, meðal annars í útgáfumálum. Nýjustu dæmin eru átakið Stöðvum unglingadrykkju og bæklingurinn Geðhvörfktí Geðverndarfélagi Akur- eyrar. Að endingu verð ég að fá að fagna mikilvægum skrefum í framfaraátt í fötlunarþjónustunni. Van- gefnir sem síðar vom endurskírðir þroskaheftir, áttu lengi vel engan rétt til þjónustu frá velferðarkerfinu. Jafnvel fræðslukerfið reyndi að úthýsa þeim. Svo kom Sólborg til sögunnar, samtök aðstandenda, foreldra- samtök, styrktarfélög, þá lög um fatlaða, svæðisskrif- stofur og loks sambýli. FTið almenna skólakerfi hefur verið að opnast þótt hægt gangi. Þjóðfélagið sýnist ekki líklegt hér eftir til að gleyma þeim sem minnst mega sín. Og í stað þroskaheftra koma nú þroskast- erkir einstaklingar í kjölfarið inn á Sólborgarsvæðið ef rétt er hermt að Háskóli Akureyrar sé að búa sig undir að flytjast þangað.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.