Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 48
48 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Magnús Stefánsson Stiklað á stóru í sögu barnalækninga Árið 1765 kom út í Svíþjóð bókin Underattelser om Barn-sjukdomar och deras Bote-Medel. Höf- undur bókarinnar, Nils Rosén von Rosenstein (1706-1793), hafði þá kennt „almenna bóklega og verklega læknisfræði" við Uppsalaháskóla í tæp- an aldarfjórðung, en hugur hans hneigst meir og meir að sjúkdómum barna. Þessi bók er fyrsta frumsamda verkið um barnasjúkdóma, sem þekkt er. Stundum er því upphaf barnalækninga miðað við árið 1765 og Rosenstein talinn faðir þessarar fræðigreinar. Málið er þó engan veginn svo einfalt og finna má umfjöllun um sjúkdóma hjá börnum allt frá því ritun hins talaða máls hófst. Þeirra er getið í papýrushandriti (Berlínar- papýrus) frá 1450 f. Kr., og skoðanir Soranosar frá Efesos (Róm, 78-117) um barnasjúkdóma voru taldar sígildar fram á 15. öld. Þá er barna- sjúkdóma getið í áttundu aldar handriti frá Ind- landi. í hart nær tvær aldir áður en Rosenstein skrifaði bók sína, sem vissulega markar þáttaskil í sögu læknisfræðinnar, höfðu menn verið að glíma við sjúkdóma nýbura og ungbarna, en smám sam- an færðist áhuginn yfir á sjúkdóma eldri barna. Beinkröm (ensku veikinni) var lýst í Bretlandi þegar árið 1650, meðfæddum þrengslum í neðra magaopi 1777, líka í Bretlandi. Barnaveiki sem sérstökum sjúkdómi var lýst í Bandaríkjunum 1771. Þannig mætti lengi telja, en næsti stóri áfangi gerðist 1784, þegar bókin Treatise on the discases of children kom út í London. Höfundur hennar, Michael Underwood (1735-1781), var mikilsvirtur læknir í Bretlandi, sem líkt og Rosen- stein varð hugfanginn af sjúkdómum bernskunn- ar. Þessa tvo menn má því með nokkrum rétti kalla fyrstu barnalæknana. Á þessum árum var ungbarnadauði ógurlegur um allan heim og smitsjúkdómar hvers konar hjuggu stór skörð í barnahópana, yngri sem eldri. Það skal því engan furða þótt barátta frumkvöðl- anna hafi að verulegu leyti snúist um þessi tvö svið. í bók Rosensteins er langur kafli um gildi Höfundur er sérfræðingur í barnalækningum. brjóstamjólkur og þýðingu hennar fyrir veika nýbura, en hann eyðir aðeins 14 línum í pelagjöf. Sagan um varnir gegn stóru bólu er heillandi. Þá eru lyfjaforskriftabækur þessara karla ekki síður fróðlegur vitnisburður þess hvernig menn þreif- uðu sig áfram. Til að mynda ráðlagði enski lækn- irinn Charles West (1816-1896) blásýrusamband eitt í örsmáum skömmtum gegn kíghósta. En læknarnir voru börn síns tíma og langt fram á 20. öldina voru börn talinn vera smávaxnir einstak- lingar. Þarfir þeirra, þrár, kröfur og viðbrögð í sjúkdómum voru sem lokuð bók, jafnt læknum sem leikum. Viðbrögð barna við sjúkrahúsinn- lögn voru talin stafa af ofdekrun og óþægð. Nær- vera foreldra var ekki aðeins álitin óþörf heldur beinlínis óæskileg og heimsóknir til barna á sjúkrahúsum því oftast nær bannaðar eða veru- lega takmarkaðar. Það var fyrst upp úr síðari heimsstyrjöld sem þessi hugsunarháttur fór að breytast verulega og hefur í dag algerlega snúist við. George Armstong, breskur læknir (1735-1781), setti árið 1769 á fót í London hjálparstöð (dispens- ary) fyrir veik börn. Þar var á ferðinni brautryðj- andastarf, sem því miður leið undir lok við dauða stofnandans. Það var ekki fyrr en 1802 sem Hosp- ital des enfants nialades var opnað í París. Þetta sjúkrahús, aðeins ætlað börnum, var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, sem hélt velli. En fleiri fylgdu á eftir, Berlín 1830, Vínarborg 1837, Pétursborg sama ár. London 1839. Fyrsti barna- spítali á Norðurlöndum mun hafa verið Börn- ehospital i Rigensgade í Kaupmannahöfn, sem tók til starfa 1850. í New York var opnað barna- sjúkrahús við N.Y. Medical Collage 1860. Merki- legur kapítuli í sögu barnaspítala eru spítalaskipin í Boston. Á fyrri hluta 19. aldar var barnadauði af völdum „barnakóleru“ gífurlegur, einkum á sumrin. I Boston gripu menn til þess ráðs að fjarlægja börn og mæður þeirra úr borginni og setja á skip, sem sigldu með þau sumarlangt um og utan við höfnina. Mér er ekki alveg ljóst hvenær regluleg kennsla íbarnalækningum hófst ígamla heiminum. Senni-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.