Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 50
50 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Geir Friðgeirsson Næring barna og unglinga Með aukinni þekkingu á gildi næringar hafa ráðleggingar um mataræði breyst verulega á síð- ustu árum. Vaxandi þekking á eðli meltingar, þýðingu næringarskorts á framtíðarheilsu og möguleg áhrif næringar á vissa sjúkdóma síðar meir hefur orðið til þess meðal annars að komið hafa fram leiðbeiningar, sem í eðli sínu eru bylt- ingarkenndar. Nægir þar að nefna ráðleggingar Amerísku barnalæknasamtakanna (American Academy of Pediatrics) 1992 um að gefa börnum á fyrsta ári hvorki kúamjólk né ójárnbættar þurr- mjólkurblöndur. Melting Kynging, melting og efnaskipti eru að mestu leyti vel þroskuð hjá fullburða nýburum. Hins vegar er efra magaopið eftirgefanlegt fyrstu vikurnar og er því algengt að börn séu með bakflæði upp í vélindað fyrstu þrjá til fjóra mán- uðina. Við kyngingu tæmist matur úr aftari hluta munnholsins niður í vélindað. Fyrstu tvo til þrjá mánuðina spýta börn út úr sér fæðu úr fremri hluta munnsins og er það meðal annars orsök þess að ekki þýðir að gefa þeim að drekka úr könnu fyrstu þrjá til fjóra mánuðina. Hvatar í meltingarveginum eru að sumu leyti tilbúnir hjá fullburða börnum, en eru að þroskast á fyrstu mánuðum lífsins og má segja að þeir ráði ekki við erfiðar næringareiningar fyrr en eftir fjögurra til sex mánaða aldur. Má þar nefna sam- sett prótein og ýmis konar kolvetnasambönd. Fituefni meltast yfirleitt betur, fullburða nýburar geta melt og fullnýtt allt að 90% af vissum fituefn- um og fjögurra til sex mánaða börn geta nýtt urn eða yfir 95% fitunnar í fæðunni. Nýrnastarfsemin er ekki fullþroskuð hjá nýbur- um. Fæða eins og til dæmis kúamjólk, sem inni- heldur mikið af söltum og próteinum, er því afar óheppileg fyrir nýburana. Næringarráðgjafar Bandarísku barnalækna- samtakanna mæla með því að börnum sé ekki Höfundur er sérfræðingur í barnalækningum. gefin kúamjólk fyrsta árið vegna hættu á járn- skorti, hættu á þurrki vegna of mikilla salta, auk- innar hættu á ofnæmi og ntögulegrar vannæring- ar. Brjóstamjólkurgjöf Best er ef mögulegt er að gefa eingöngu brjóstamjólk fyrstu mánuðina. Fyrstu sex mánuð- ina nægir hún sem eina fæðan, en gefa þarf víta- mín frá nokkurra vikna aldri. Sérstaklega er D- vítamín mikilvægt þar sem ekki ersólríkt. Móður- mjólkin inniheldur minna prótein en mjólk flestra spendýra. Samsetning hennar er þannig að hún nýtist barninu fyllilega. Steinefni, sölt og fita nýt- ast vel. Þó ekki sé mikið af þessum efnum í móð- urmjólkinni þá n^egja þau. I móðurmjólkinni eru mótefni sem verja börnin fyrir sýkingum og of- næmi. Omega-3 fitusýrur eru þar einnig, en þær eru mikilvægar til verndar æðakerfinu. Mjög sjaldan þarf að ráða mæðrum frá því að hafa barn á brjósti. Það kernur þó fyrir og eru ástæðurnar helst vissar sýkingar hjá móður, með- fæddir sjaldgæfir efnaskiptasjúkdómar hjá barn- inu og lyfjataka móður. Bæði getur móðirin verið á lyfjameðferð vegna sjúkdóms og einnig getur verið um lyfjamisnotkun að ræða. Getnaðarvarnarpillur sem innihalda östrogen og progesteron í litlum skömmtum hafa lítil sem engin áhrif á mjólkurframleiðsluna eftir að hún er kornin í gang og hindra ekki að hafa megi barn á brjósti. Afengis, kaffis og tes má aðeins neyta í hófi meðan barn er á brjósti. Mæður sent eru grænmetisætur þurfa að neyta mjólkurmatar og taka B12 vítamín, sem nær eingöngu er í dýrarík- inu. Þurrmjólkurblöndur Þegar ekki var mögulegt að gefa brjóstamjólk, hefur verið gripið til þess ráðs að gefa kúamjólk. Þessi mjólk hefur verið blönduð með vatni og jafnvel kolvetnum (sykri). Hins vegar kom í ljós að börn sem fengu þessar blöndur, veiktust oft af þeirra völdum það er með truflunum á salt- og vökvabúskap og efnaskiptum. Því var farið að gefa blöndur sem líkjast sem mest brjóstamjólk.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.