Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 56
56 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Hjálmar Freysteinsson Heilsuvernd Hér á eftir verður fjallað um heilsuverndarstarf frá sjónarhóli heilsugæslulæknis. Hinir mismun- andi þættir starfseminnar verða skoðaðir ögn nánar, bent á styrkleika hennar og veikleika og þróunar- og vaxtarmöguleikar hugleiddir. Oft er vitnað til skilgreiningar forvarna, þar sem þeim er skipt í þrjú stig. Fyrsta stigs forvarnir eru aðgerðir sem koma í veg fyrir eða draga úr líkum á sjúkleika hjá einstaklingi eða hópi ein- staklinga. Annars stigs forvarnir felast í því að greina og meðhöndla sjúkdóma eða forstig sjúk- dóma áður en varanlegt heilsutjón hefur orðið. Þriðja stigs forvarnir eru sérhver sú meðferð sjúk- dóma sem dregur úr heilsutjóni eða fyrirbyggir frekari áföll. Þessi skilgreining forvarna er augljóslega afar víðtæk og innifelur í raun nær alla meðferð sjúk- dóma eða með öðrum orðum alla starfsemi heil- brigðiskerfisins. Hún er hins vegar ágæt áminning um það, að öll meðferð sjúkdóma er að stórum hluta fyrirbyggjandi, þar eð hún miðar að því að koma í veg fyrir að enn verr fari og draga úr fötlunaráhrifum sjúkdómsins. Allri meðferð sjúk- dóma hlýtur líka að fylgja fræðsla um eðli þeirra og orsakir, fræðsla sem oft á tíðum hefur gildi sem forvarnarstarf. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu ber að veita fjölþætta heilsuvernd á heilsugæslustöðv- um eins og fram kemur í töflu. Þó þessum þáttum sé flestum í einhverjum mæli sinnt á heilsugæslu- stöðvum er sú þjónusta verulega misjöfn og engan veginn fastmótuð. Ekki er ætlun mín að ræða sérstaklega um hverja grein heilsuverndar heldur fjalla um sameiginlega meginþætti heilsuverndar- starfs og vísa sérstaklega til þeirra greina heilsu- verndarinnar sem eru nokkuð fastmótaðar og rót- gróinn þáttur í starfi allra heilsugæslustöðva. Hér er fyrst og fremst átt við mæðravernd, ungbarna- og smábarnavernd og heilsugæslu í skólum. Af hálfu yfirvalda hefur þessum hluta starfseminnar verið mörkuð sérstaða með ákvörðunum um að þessi þjónusta skuli veitt neytendum hennar að kostnaðarlausu. Þetta hlýtur að teljast til marks Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Tafla. Aðalgreinar heilsuverndar samkvœmt lögum um heilbrígðisþjónustu frá 1990. Heilbrigðisfræðsla í fyrirbyggjandi tilgangi Mœðravernd Ungbarna- og smábarnavernd Heilsugœsla í skólum Ónœmisvarnir Berklavarnir Kynsjúkdómavarnir Geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarnir Sjónvernd Heyrnarvernd Heilsuvernd aldraðra Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit Félagsráðgjöf, þar með talin fjölskyldu- og foreldraráðgjöf Umhverfisvernd Atvinnusjúkdómar sbr. lögnr. 46/1980 Slysavarnir um að yfirvöld telji brýnt að allir fái notið þessarar þjónustu án tillits til efnahags. Þessi starfsemi er hópstarf og mun hér ekki fjallað um hlutverk einstakra starfsstétta heldur aðeins um starfsemina í heild. Ef við höfum í huga skilgreiningu forvarna sem áður er getið má segja að þessi heilsuvernd sé öll fyrsta og annars stigs forvarnir. Einnig má að- skilja einstaka þætti starfsins eitthvað á þessa leið. 1. Ónæmisaðgerðir: Þótt ónæmisaðgerðir séu engin skylda samkvæmt landslögum fá nánast öll börn á íslandi bólusetningar eftir sérstöku skipu- lagi. Hin almenna þátttaka, sem trúlega má að einhverju leyti þakka því að ekki er krafist gjalds fyrir þjónustuna, er hér afar mikilvæg og hefur tryggt mjög góðan árangur ónæmisaðgerða hér á landi. 2. Kembileit: Hér er átt við það þegar gerðar eru ákveðnar mælingar eða rannsóknir með reglulegu millibili eða á ákveðnum tímum með það fyrir augum að greina frávik frá eðlilegri þró- un, sem gæti þá verið ábending um sjúkleika. Hér má nefna einfalt dæmi. Öll börn eru mæld og vegin reglulega, þar sem þekkt er að frávik frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.