Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 62
62 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Loftur Magnússon Ágrip af sögu augnlækninga á Norðurlandi Ég vona að það verði fróðleiksfúsum til ánægju, að ég dreg hér saman það helsta, sem finna má í heimildum um sögu augnlækninga á Akureyri og í nálægum byggðum. Sú frásögn er að sjálfsögðu einnig hluti af sögu augnlækninga alls landsins. Varla er hægt að telja að augnlækningar hafi verði stundaðar hér á landi fyrr en Björn Olafsson kom til landsins frá Kaupmannahöfn 1890 þá út- lærður sem fyrsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Hann settist fyrst að á Akranesi sem héraðs- læknir, en lagði jafnframt stund á sína sérgrein. Frá Alþingi var honum fljótlega veittur styrkur til að ferðast kringum landið svo almenningur ætti auðveldara með að nálgast þjónustu hans. Varð hann fljótt landsþekktur fyrir lækningar sínar. Eitt af hans fyrstu velheppnuðu læknisverkum fékk mikla umfjöllun og er frásögn af því varð- veitt. Er hún í stuttu máli sú, að 1891 leitaði til hans Jóhanna Matthíasdóttir frá Kjörseyri við Hrútafjörð. Hún var þá 46 ára en hafði í mörg ár verið mjög sjóndöpur. Segir sagan að hún hafi aldrei séð börnin sín þegar hér var komið. Hún hafði skýmyndun á báðum augum sem Björn fjar- lægði með góðum árangri. Eftir það sá hún til að lesa og sauma og hélt sjóninni til dauðadags, en hún dó í hárri elli. Á ferðum Björns um landið var Akureyri ekki undanskilin. Sumarið 1896 fór Björn um Austfirði og til Akureyrar og skoðar í þeirri ferð 250-300 manns sem til hans leituðu með augnsjúkdóma. I maí það vor hafði Guðmundur Hannesson sest að á Akureyri sem héraðslæknir. Hann var þá nýkominn að utan úr námsferð til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann hafði meðal annars kynnt sér augnsjúkdóma hjá sama læriföður og Björn nam augnlækningar hjá á sínum tíma. Geta má nærri að þeir kollegarnir hafi borið saman bækur sínar á þessum fundi á Akureyri sumarið 1896 fyrir tæpum 100 árum. Guðmundur Hannesson var einstaklega fjölhæfur og áræðinn og skýrslur frá honum til landlæknis sýna að hann gerði fjölda augnaðgerða sem aðeins var á færi þeirra sem Höfundur er sérfræðingur í augnlækningum. nokkuð höfðu lært í greininni. Þetta var þó aldrei stór þáttur í starfi hans og sinnti hann augnlækn- ingum aðeins á meðan hann var héraðslæknir á Akureyri. Ekki er minnst á það í þeim gögnum sem ég hef handbær, að Björn hafi farið aðra ferð til Akureyrar meðan Guðmundur Hannesson sat þar. Líklegt má telja, að honum hafi þótt sín frekar þörf annars staðar, meðan sá sem honum komst næst í þekkingu á augnsjúkdómum starfaði á Akureyri. En 1909, eða tveimur árum eftir að Guðmundur Hannesson flytur suður, kemur Björn til Akureyrar og dvelur þar frá 16. maí til 28. júní. Skoðaði hann þá 287 augnsjúklinga og greindi 31 þeirra með gláku. Petta var jafnframt hans síðasta ferð út á land þessara erinda því hann lést sviplega í október það sama ár. Árið 1910 tók Andrés Fjeldsted við þeim starfa að ferðast um landið til augnlækninga. Ekki er lengra síðan en svo, að margir muna það að hafa á barnsaldri eða á sínum unglingsárum farið til hans í skoðun. Hann lést 1923. Sama ár hlaut sérfræði- viðurkenningu í augnlækningum Helgi Skúlason. Líklegt er að á árunum 1923-1928 hafi hann verið eini læknirinn á landinu með þessi réttindi. Hann var starfandi læknir í Reykjavík til 1927 en flutti þá til Akureyrar og skilaði þar mestum hluta síns ævistarfs en þar vann hann til 1967 eða í 40 ár. Mér er sagt að Helgi Skúlason hafi verið sér- stakur og litríkur persónuleiki. Hann vann sínum sjúklingum vel og lét sér ekki nægja að mæla sjón þeirra en sinnti einnig hlutverki gleraugnasmiðs- ins, seldi umgjarðir og slípaði í þær gler eftir þörf- um. Augnlækningaferðir fór hann einnig, aðal- lega um Norðurland, á árunum 1922-1967. Helgi var einn af stofnfélögum Læknafélags Akureyrar 1934 og var lengi ritari þess. Uppkomnum Norð- lendingum er í fersku minni að Gissur Pétursson, Akureyringur að uppruna, starfaði hér sem augn- læknir á árunum 1967-1975. Þeir sem seinna komu og enn starfa hér heyra ekki til sögunni. Um framvindu augnlækninga á seinni árum Sé rýnt í gamlar heimildir og með hliðsjón af persónulegri reynslu finnst mér sá hugsunarhátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.