Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 63 ur hafi lengi ríkt hjá almenningi á íslandi, að það væri eðlilegt og lítið við því að gera þótt aldrað fólk yrði sjóndapurt eða blint. A mínum uppvaxt- arárum kynnstist ég öldruðum blindum manni sem aldrei hafði leitað augnlæknis. En þetta við- horf gildir ekki lengur. Varla er þörf á að undir- strika að augnlækningar, eins og önnur heilbrigð- isþjónusta hefur tekið stórstígum framförum á síðustu tímum. Eins og aðrir sérfræðingar í lækn- ingum í þessu fámenna þjóðfélagi, fáum við augn- læknar okkar þekkingu að utan. Sumir augnsjúk- dómar eru þess eðlis að þeir valda sjóndepru sem verður ekki bætt, þótt beitt sé þeirri kunnáttu og tækni sem læknisfræðin hefur yfir að ráða. Alvar- leg sjónskerðing hjá ungu fólki er oftast af völdum arfgengra og meðfæddra sjúkdóma. í slíkum til- fellum er oftast ekki um neina lækningu að ræða en sérstök sjónhjálpartæki gagna þó stundum. Af- leiðingar slysa má einnig nefna sem orsök blindu hjá ungu fólki, en þá er kannski sem betur fer sjónskerðingin aðeins á öðru auganu. Fylgikvillar sykursýki í augum eru víða taldir með algengustu orsökum sjóndepru eða blindu hjá ungu og mið- aldra fólki. Skýrslur sýna að hérlendis hefur tekist að halda þessari orsök blindu í lágmarki. Ef til vill er hér að þakka vel skipulögðu eftirliti með aug- um sykursjúkra sem að mestu hefur farið fram í tengslum við augndeild Landakotsspítala en einn- ig að hluta til hér á Akureyri. Ef þess gerist þörf er á Landakoti til leysigeislatæki sem notað er við meðferð á þessum sjúklingum og hefur það gjör- breytt möguleikum þeirra á að halda sinni sjón. Oftast eru þeir sjúkdómar sem valda alvarlegu sjóntapi eða blindu tengdir hækkandi aldri. Er það eins og má vænta að aldurinn tekur hér sinn toll. Langalgengasta örsök þess að aldrað fólk miss- ir sína lessjón eru hrörnunarbreytingar í augn- botnum eða „kölkun í augnbotnum“ eins og það er einnig kallað. Pó nógu slæmt sé að geta ekki lesið, þá veldur þessi sjúkdómur einn og sér ekki algjörri blindu. Oftast nær skemmdin aðeins yfir lítinn hluta augnbotnsins og fólk bjargar sér vel við flestar athafnir daglegs lífs. í völdum tilfellum getur leysimeðferð hindrað framgang sjúkdóms- ins. Ekki er komin viðhlítandi reynsla af gagni lyfja við þessum sjúkdómi en fyrstu tilraunir gefa mönnum vonir. Gláka var áður mjög algeng orsök alvarlegrar sjónskerðingar og blindu og fylgir hér næst á eftir. Eg hef viljað einkenna gláku sem lúmskan sjúk- dóm. Oft verður fólk sjúkdómsins ekki vart fyrr en hann er kominn á hátt stig. Eftir að hún finnst hjá sjúklingnum er jafnan erfitt að sjá fyrir hvaða meðferð dugar, þar verður að prófa sig áfram. Þetta þekkja þeir vel sem sjúkdóminn hafa. Það er fullyrt að blinda af völdum gláku fari minnk- andi hérlendis. Þar er sjálfsagt ekki síst að þakka bættri almenningsfræðslu. Skipulagðar ferðir augnlækna um landið standa á gömlum merg en sú þjónusta hefur aukist til muna, og sífellt batnar það úrval lyfja sem nota má við sjúkdómnum. Á seinni árum hefur verið beitt leysigeislameðferð við gláku, oftast með góðum árangri. Ekki vil ég sleppa þessu tækifæri til að minna alla þá sem fertugir eru og eldri á að láta fylgjast með sínum augnþrýstingi, ekki síst ef vitað er um sjúkdóminn hjá nánum ættingjum. Flestir hafa heyrt getið þess sjúkdóms sem al- mennt er kallaður ský á auga. í heilbrigðu auga er augasteinninn alveg tær en verður við þennan sjúkdóm skyggður eða jafnvel ógegnsær með öllu. Enn í dag er þessi sjúkdómur algengasta orsök blindu meðal íbúa jarðarinnar þó hann sé vel læknanlegur. I hinum vestræna tæknivædda heimi hafa menn á síðustu áratugum þróað tækni til að skipta um augasteina. Hinn ógegnsæi augasteinn er fjarlægður og í staðinn er sett í augað linsa úr gerfiefni. Þróunin í framleiðslu þeirra efna sem til þarf og í aðgerðartækni er mjög ör. Ég tel mig ekki segja of mikið þó ég fullyrði að framþróunin á þessu sviði augnlækninganna er sú mikilvægasta sem orðið hefur síðustu áratugi. Leysigeislameð- ferð við augnsjúkdómum verður sífellt algengari. Fyrir þær sjúkrastofnanir sem hafa nóg fé handa á milli eru nú til á markaðnum margar gerðir leysi- tækja sem nota ljós af mismunandi bylgjulengdum sem orkugjafa. Þessi munur gefur tækjunum ólíka eiginleika og sá mismunur er hagnýttur við með- ferð á óskyldum augnsjúkdómum. Minnst hefur verið á það lítillega hér að ofan. Síðasta skrefið í þeirri framvindu eru tilraunur með stuttbylgju leysitæki (excimer laser), en það er von manna að með því tæki megi að gagni laga marga algenga ljósbrotsgalla eins og sjónskekkju og nærsýni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.