Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 65 Krabbameinsleit á Akureyri síðastliðin 25 ár. Þessi þjónusta mæltist vel fyrir og var þátttaka í skoðun framúrskarandi góð. Þannig jókst þriggja ára mæting kvenna á Dalvík úr 60% árið 1983 í 78% árið 1987 og þriggja ára mæting kvenna á Ólafsfirði jókst úr 60% árið 1983 í 92% árið 1987, sem var næst besti árangur á landsvísu það árið. Aðsóknin í skoðun á Akureyri var nokkuð minni þessi ár, en jókst þó aðeins, úr 60% árið 1983 í 65% árið 1985. í byrjun ársins 1986 fóru kvensjúkdómalæknar á Akureyri að veita þá þjónustu, að taka krabbameinssýni í eigin mót- töku (á stofu) og jók það nokkuð mætinguna. Þannig jókst þriggja ára mætingin í73% árið 1986. Síðla árs 1984 stóð Krabbameinsfélag Akureyr- ar fyrir því, að keypt var leghálsspeglunartæki, tæki til að að kanna nánar frumubreytingar og gáfu konur sem héldu „Krúttmagakvöld" hér á Akureyri það árið ágóðann af þeim skemmtunum til þeirra kaupa, auk þess gaf Akureyrardeild Sjúkraliðafélags Islands einnig peninga til þessa verkefnis. Tækið var svo fært leitarstöðinni að gjöf 1. október 1984. Síðan þá hafa kvensjúk- dómalæknar hér á Akureyri, framkvæmt nánast allar leghálsspeglanir fyrir upptökusvæði krabba- meinsleitarinnar hér á Akureyri, auk þess annast þeir oft leghálsspeglanir fyrir leitina annars staðar á Norður- og Austurlandi. í júlí 1987 gerði Krabbameinsfélag íslands verktakasamning við Heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytið um skipulega leghálskrabba- meins- og brjóstakrabbameinsleit. Markmið þessarar leitar var að draga úr þessum sjúkdóm- um og fækka dauðsföllum af völdum þeirra í sam- ræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar um krabbameinsvarnir. Þannig var Krabba- meinsfélag íslands gert ábyrgt fyrir samræmingu og framkvæmd leitarinnar. Krabbameinsfélagið skyldi þannig annast eftirlit með framkvæmd og tilhögun leitarinnar í samvinnu við heilsugæslu- lækna og aðra sérfræðinga að höfðu samráði við héraðslækna. Þessi samningur breytti nokkuð framkvæmd leitarinnar hér á Akureyri. Áður hafði leitin verið rekin þannig, að hún var auglýst rækilega að hausti í upphafi vetrarstarfsins og var þá gjarnan gert skoðunarátak, leitarstöðin höfð opin daglega í viku í stað þess að vera opin einn dag í viku. Blöð og útvarp voru fengin til að fjalla um leitina og gildi þess fyrir konur að mæta reglulega í skoðun. Skilaði þessi umfjöllun yfirleitt ágætri mætingu. Með tilkomu þessa samnings var tekið upp inn- köllunarkerfi, sem byggði á því, að allar konur á aldrinum 20-69 ára, fengu sent bréf með boði um að mæta í skoðun, en fram til ársloka 1987 tak- markaðist leitarstarfið við konur á aldrinum 25- 69 ára. Stefnt var að því, að skoða allar konur á tveggja ára fresti, konur 20-69 ára með legháls- skoðun og innri þreifingu, konur 35 og 40-69 ára með brjóstaröntgenmyndatöku og konur 20-39 ára með brjóstaþreifingu. Brjóstaröntgenmynda- töku fyrir konur 35 ára var svo hætt snemma á árinu 1993. í samræmi við þennan samning var gert sam- komulag um krabbameinsleit á Akureyri á fundi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.