Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 66
66 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri þann 13. maí 1988. Þetta samkomulag gerði Krabba- meinsfélag Islands við starfandi kvensjúkdóma- lækna, röntgenlækna og stjórn FSA annars vegar og heilsugæslulækna og stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar hins vegar. Pannig var gerður samningur við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri um að annast sameiginlega innköllun kvenna í brjósta- og leghálskrabba- meinsleit. Pessar skoðanir skyldu í byrjun vera aðskildar, þannig að leghálsskoðanir og brjósta- þreifing skyldu vera áfram á Heilsugæslustöðinni á Akureyri í umsjá kvensjúkdómalækna, en brjóstaröntgenmyndatökur færu fram á röntgen- deild FSA. Stefnt skyldi að því að þessar skoðanir færu fram samtímis á FSA strax og hentugt hús- næði væri fyrir hendi. Að þeirri sameiningu hefur enn ekki orðið, þrátt fyrir viljayfirlýsingu og áskorun kvensjúkdómalækna og röntgenlækna FSA þar að lútandi. Á miðju ári 1987 barst Krabbameinsfélagi Ak- ureyrar vegleg minningargjöf að upphæð kr. 500.000 frá frú Margréti Halldórsdóttur til minn- ingar um eiginmann hennar Tryggva Jónsson. Með hennar samþykki, var ákveðið að þeim pen- ingum skyldi varið til söfnunar fyrir nýju brjósta- röntgenmyndatökutæki fyrir röntgendeild FSA. í lok janúar 1988 var svo boðað til blaðamanna- fundar, þar sem sjúkrahúsinu var formlega afhent gjafabréf fyrir fyrrnefndu tæki og má segja, að þá hafi hin raunverulega söfnun hafist. Formaður Krabbameinsfélags Akureyrar Jón- as Franklín kvensjúkdómalæknir, en hann tók við formennsku í félaginu 1986, og gjaldkeri þess Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur héldu þann vetur marga fjáröflunar- og kynningarfundi og gekk söfnunin vel. Halldóra var svo ráðin til félagsins, sem starfsmaður þess haustið 1988. Pau Jónas og Halldóra héldu svo áfram söfnuninni þá um haustið með þeim árangri, að hægt var að greiða upp og afhenda tækið formlega 21. janúar 1989. Þannig hófust 16. janúar 1989 reglubundnar brjóstaröntgenmyndatökur hér á Akureyri, en skipuleg leit að brjóstakrabbameini með röntgen- myndatækni hófst hjá Krabbameinsfélagi íslands í Skógarhlíð í nóvember 1987. Fyrsta árið var 1571 kona mynduð hér á Akureyri og greindust 15 konur með brjóstakrabbamein. Ári síðar voru 559 konur myndaðar og greindust sjö konur með brjóstakrabbamein. Tveggja ára mæting í brjóst- aröntgenmyndatöku var í árslok 1990 68%. Síðan hefur mætingin í brjóstaröritgenmyndatöku hér á Akureyri verið nokkuð jöfn, 986 konur myndaðar árið 1991, 884 konur árið 1992 og 948 árið 1993. Alls hafa þannig greinst 42 konur hér á Akureyri með brjóstakrabbamein síðastliðin fimm ár. Tveggja ára mæting í árslok 1993 var 60% og hafði mætingin þá heldur dregist saman. Þegar litið er til baka yfir þessi 25 ár krabba- meinsleitar á Akureyri má skipta starfseminni í fimm tímabil. Fyrsta tímabilið spannar fyrstu 10 árin rúmlega (1969-1979), en þá var leitin rekin af Krabbameinsfélagi Akureyrar og Bjarni Rafnar yfirlæknir veitti leitinni forstöðu og sá nánast al- farið einn um allar skoðanir. Annað tímabil leit- arinnar spannar næstu þrjú árin (1980-1982), þá var leitin með óbreyttu sniði nema hvað Heilsu- verndarstöðin á Akureyri sá um reksturinn. Breyting varð á rekstri leitarinnar á næsta þriggja ára tímabili (1983-1985), en þá störfuðu að jafnaði tveir kvensjúkdómalæknar við leitina, farið var í skoðunarferðir til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og Heilsugæslustöðin 'á Akureyri annaðist rekstur- inn. Fjórða tímabilið spannar einnig þriggja ára tímabil (1986-1988), en auk skoðana á leitarstöð- inni á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði, tóku kven- sjúkdómalæknar á Akureyri umtalsvert magn sýna. Síðan þá (1989-1994) hefur leitin verið fast- mótuð, beitt hefur verið innköllunarkerfi, þrír kvensjúkdómalæknar hafa að jafnaði starfað við leitina og boðið hefur verið upp á brjóstaröntgen- myndatöku fyrir konur á aldrinum 40-69 ára, auk leghálsskoðunar og innri þreifingar og brjósta- skoðun fyrir konur á aldrinum 20-39 ára. Unnið úr ársskýrslum Krabbameinsfélags ís- lands, Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrenn- is og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.