Sagnir - 01.04.1990, Side 9

Sagnir - 01.04.1990, Side 9
Dáin úr vesöld Um aldur barna I upphafi er nauðsynlegt að skil- greina þann aldurshóp sem hér er til umfjöllunar svo að auðveldara sé að gera sér grein fyrir og skilja við- horf löggjafans til barna og afbrota gegn þeim. I tímans rás hefur hug- takið „börn" verið notað í afskap- lega víðtækri merkingu. Eins og Loftur Guttormsson hefur bent á, getur oft verið erfitt að segja ná- kvæmlega til um skilin milli æsku og fullorðinsára: Gera verður ráð fyrir því að sú flokkun, sem almenningi var töm, hafi einkum mótast af reynslu hans af breytingum er urðu á félagslegri stöðu einstak- linganna með aldrinum. I Ijósi þessara breytinga — sem voru vitaskuld nátengdar uppvextin- um í líffræðilegu tilliti — hefur „aldurinn" öðlast merkingu í vit- und manna. Eins hefur merking- in ugglaust litast af þeirri reynslu að menn stöldruðu mis- jafnlega lengi við, ef svo mætti segja, á einstökum skeiðum æv- innar, einkum hinum fyrri. Pví er ekki undarlegt þótt almenn aldursheiti eins og „æska" eða „ungdómur" væru notuð í mjög rúmri og losaralegri merkingu.3 Algengt var að börn kæmust í „full- orðinna manna tölu" þegar þau fermdust. Yfirleitt voru þau þá 14- 15 ára en stundum eldri. Löggjafinn virðist líka hafa litið svo á, að eftir að þessum aldri var náð, væru börn jafn sakarhæf og fullorðið fólk. Þetta má greinilega sjá í þeim refsi- lögum sem giltu á 19. öld, t.d. frá árinu 1840: Steli barn millum 10 til 15 ára að aldri, straffist það annaðhvort með vendi af fángaverði undir fógetans tilsjón, ellegar með fángelsi frá 1 til 4 vikna.4 og einnig, Um þjófnað, framinn af úngum manneskjum millum 15 til 18 ára. - Þótt þær almennu for- skriptir um ströff fyrir þjófnað og hylmíngu eigi að vera heim- færanlegar til þess, er náð hefir 15 ára aldri, svo á samt . . . við straffsmátans ákvörðun sérleg limfeldni að auðsýnast úngum manneskjum, sem eru millum þessa og 18 ára aldurs, að svo miklu leyti afbrotsins ásigkomu- lag eður önnur breytni hins seka ekki kunna að vitna um slíka hneigíng til misgjörða, að straung hegníng sé nauðsyn- leg . . .5 Það virðist auðsætt, að löggjafinn leit svo á, að einhvers konar skil yrðu þegar börn hefðu náð 15 ára aldri. Þau voru þá væntanlega komin til vits og ára og ábyrg gerða sinna. Sömu viðhorf birtast í refsi- lögum frá árinu 18696 nema þar sem fjallað er um afbrot á móti skírlífi: Hver, sem tælir stúlkubarn, sem er á aldurskeiði frá 12 til 16 ára, til saurlífis, skal sæta fangelsi, ekki vægara en 2 mánaða ein- földu fangelsi, eða hegningar- vinnu allt að 4 árum ef miklar sakir eru/ Hérna er talað um 16 ára stúlku sem barn, þannig að ekki var algilt að litið væri á 15 ára aldurinn eins og hann skildi á milli barns og fullorð- innar manneskju. Því afmarkast aldurshópurinn þannig, að efri mörkin eru miðuð við 16 ára aldur en neðri mörkin við ungabörn, þó ekki nýbura. Eru þeir undanskildir vegna þess að „ofbeldi" gagnvart þeim taldist oft til dulsmála, þ.e fæðingunni var leynt og börnin stundum deydd af ásettu ráði. Um málafjölda og málaflokkun Landsyfirréttur starfaði frá árinu 1802 uns Hæstiréttur tók við störf- um hans árið 1920. A þessu tímabili komu fyrir réttinn 16 mál er snertu börn á aldrinum 0-16 ára.8 Skipta má þessum málum í 2 flokka. Ann- ars vegar eru mál sem falla undir líkamlegt ofbeldi (ill meðferð, mis- þyrmingar og morð) og hins vegar mál sem varða kynferðisafbrot (nauðgun, nauðgunartilraun og annað kynferðislegt áreiti). Sjá töflu 1. Meirihluti málanna flokkast und- ir líkamlegt ofbeldi (10 mál af 16) og oftast komu fyrir mál sem lutu að illri meðferð á börnum (6 mál af 16). Mál er vörðuðu kynferðisbrot voru færri og enginn einn málaflokkur kom þar áberandi oftar fyrir en ann- ar. En lítum nánar á mál sem flokk- ast undir lfkamlegt ofbeldi gagnvart börnum. Ill meðferð Uppeldi barna einkenndist löngum af ströngum aga og jafnvel hörku. Veraldleg og andleg yfirvöld lögðu áherslu á að „aga ungviðið" og ætl- uðust til að foreldrar hirtu börn sín og innrættu þeim ótta og auð- sveipni við yfirboðara sína.9 Ýmsar tilskipanir varðandi þetta litu dags- ins ljós en frægust er líklega Hús- agatilskipunin frá árinu 1746. Þar var lögð áhersla á að temja börnum skilyrðislausa hlýðni við foreldra- Tafla 1. Tegundir mála sem komu fyrir Landsyfirrétt á tímabilinu 1802-1919 varðandi ofbeldi gagnvart börnum undanskildir). í aldursflokknum 0-16 ára (nýburar Líkamlegt fjöldi Kynferðislegt fjöldi ofbeldi mála ofbeldi mála ill meðferð 7 nauðgun 2 misþyrmingar 1 nauðgunartilraun 1 manndráp 2 kynferðisl.áreiti 2 annað 0 annað 1 alls: 10 alls: 6 Heimild: Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-1873 I.-XI, Rv. 1916-1986. — Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1875-1919 I.-X, Rv. 1911-1920. SAGNIR 7

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.