Sagnir - 01.04.1990, Page 10

Sagnir - 01.04.1990, Page 10
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir valdið og átti hiklaust að beita lík- amlegum hirtingum til þess að ná því takmarki. Blessuð börnin áttu að umbera refsingar möglunarlaust og voru auk þess „oft pínd til þess að kyssa vöndinn, þegar búið var að hýða þau."10 En gátu uppalend- ur beitt börn líkamlegum refsingum án nokkurra takmarka? Samkvæmt lögum voru hrepp- stjórar og sóknarprestar skyldaðir til að hafa eftirlit með heimilum og höfðu vald til að hlutast í heimilis- mál þætti þeim ástæða til.11 Því mætti ætla að prestar og/eða hrepp- stjórar hefðu veitt foreldrum, eða öðrum sem höfðu uppeldi með höndum, áminningu og jafnvel kært til æðri yfirvalda ef of harka- lega var farið með börn. A þessu virðist hins vegar hafa verið allur gangur. Árið 1811 kom fyrir lands- yfirrétt mál þar sem hjónin Sigurð- ur Eyjólfsson og Guðrún Kolbeins- dóttir voru dæmd fyrir að, skammarlega hafa þrifið og fóstrað börn sín, sem við gjörða skoðun fundust sum með geit- um í höfði, hálfkrept við kyrrset- ur og legur í óhollu fjóslopti, illa klædd og verkuð, eitt þeirra dáið úr vesöld 7 vetra gamalt 1807, að sóknarprestsins vitni, og annað á 8. ári, að nafni Brynjólfur hjer- um 20. júlí 1810 úr sömu.12 Við rannsókn málsins kom í ljós, að viðkomandi sóknarprestur og hreppstjórar höfðu nokkru áður en Brynjólfur dó, veitt foreldrunum áminningu fyrir illa meðferð á börn- um sínum en ekki fylgt henni frekar eftir. Af þessu tilefni hélt Landsyfir- réttur því fram, að fátækrayfirvöld- in hefðu ekki farið eftir þeim laga- skyldum „sem tilsk. um húsaga [frá 1746] . . . ásamt hreppstjórnar in- struxinu, leggja þeim á herðar í til- liti til ungdómsins uppfósturs, [og] umsjónar aðstoðar þurfandi sveit- armanna . . ,"13 Eðlilegast hefði verið að grennslast eftir birgðum umrædds heimilis „og ráðstafa óm- ögum þaðan, hverjum fátækt gjörði ei borgið, ellegar útvega þeim nauðsynlegan styrk, áður en nokk- ur manneskja horfjelli."14 í þessu tilfelli er augljóst að vanræksla við- komandi fátækrayfirvalda hefur beinlínis leitt til dauða tveggja barna. Ef hins vegar prestar og hreppstjórar sinntu eftirlitinu sam- viskusamlega, gat það bjargað lífi barna. Árið 1813 voru hjónin Ólafur Sverrisson og Vigdís Ólafsdóttir dæmd fyrir að hafa sumarið 1811, án nokkurrar bjargræðisneyðar svo svelt óegta barn nefnds Ól- afs, en stjúpbarn Vigdísar, Guð- mund að nafni, þá hjerum 1 árs gamalt, að barn þetta undir vet- urnætur virtist hormagurt orðið og með allskonar óþrifum van- rækt.15 í þessu tilviki brugðust yfirvöld skjótt við og settu barnið í fóstur þar sem því batnaði smám saman „þess fyrri vesöld". Vorið 1812 fengu hjónin Ólafur og Vigdís barn- ið aftur í sína umsjá en fór því hnignandi á sömu leið sem fyrri, unz prestur með hreppstjórum skoðuðu barn þetta, fundu það sármagurt orð- ið, með efrivör bólgna, og bláma undir þess vinstri auga, en 29. mars sáust 2 kúlur upphlaupnar á enni þess, og ofanvert við gagnaugað; var þá barn þetta frá Ólafi og Vigdísi algjörlega tek- ið . . ,16 Þetta eftirlit sem hreppstjórum og sóknarprestum var falið, hefur verið nefnt formlegt félagslegt eftir- lit og fólst einkum í því að fram- fylgja lögum og reglugerðum.17 Hins vegar er einnig talað um óformlegt félagslegt eftirlit sem byggðist aðallega á forvitni manna í garð náungans og var það oft af- skaplega vel af höndum innt! Sem dæmi um þessa tegund eftirlits má nefna, að fimm þeirra sjö mála sem vörðuðu illa meðferð á börnum og komu fyrir Landsyfirrétt á um- ræddu tímabili voru tekin til rann- sóknar vegna þess að „Ilt orð flaug um sveitina af illri meðferð þess dána . . ."1S eða það „fór að kvisast í sveitinni, að börn hinna ákærðu væru öll mögur og illa útlít- andi . . .",19 eða að „sýslumanni bárust ýmsar fregnir um það, að drengurinn hefði verið illa haldinn hjá ákærða . . ."20 o.s.frv. En þó menn hafi fylgst vel með nágrönn- um sínum, virðast þeir ekki hafa verið mikið fyrir að blanda sér í annarra manna mál. Þessi fimm áðurnefndu mál áttu það öll sam- eiginlegt að nágrannarnir létu ekki í sér heyra fyrr en eftir að börnin voru dáin. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að þó vitað væri af illri meðferð þessara barna hafi enginn séð ástæðu til að skipta sér af því eða láta viðkomandi yfirvöld vita. í tveimur málum af sjö, höfðu prestar og hreppstjórar haft afskipti af börnum sem illa var farið með og virðist í öðru tilvikinu hafa verið um mjög virkt formlegt eftirlit að ræða21 en í hinu tilvikinu er óljóst hvort afskipti fátækrayfirvalda byrj- uðu af sjálfsdáðum eða fyrir atbeina óformlegs eftirlits.22 Morð og mispyrmingar Fyrir Landsyfirrétt komu aðeins tvö mál varðandi morð á börnum (duls- mál undanskilin) og eitt mál sem hér hefur verið flokkað sem mis- þyrming á barni. Morðmálin tvö voru sérstök að því leyti, að í bæði skiptin voru fórnarlömbin óskilget- in börn á fyrsta ári og sakborning- arnir feður barnanna.231 öðru tilvik- inu þótti fullsýnt að um morð að ásettu ráði hefði verið að ræða en þar hafði faðir deytt tæplega 5 vikna gamalt barn sitt með þeim hætti „að hann lagði þumalfingur sinn á enni þess hægra megin utar- lega fyrir ofan augabrúnina, en tók hinum fingrunum aftur fyrir hnakkann og þrýsti þannig höfðinu snögglega saman."24 Móðirin virðist hafa verið saklaus þótt faðirinn héldi því fram, að hún hefði hvatt hann til verksins. Ekki kom fram nein skýring á því hvers vegna hann myrti barnið. I hinu tilvikinu reyndist ekki unnt að sanna að um morð af ásettu ráði hefði verið að ræða þótt ýmis atriði virtust benda til þess að svo hefði verið, m.a. vegna þess að hann [faðirinn] var vondur í allri aðbúð bæði við barnið og móður þess og barði hana og að hennar sögn barnið, svo á þeim sá eftir hann, að hann bannaði móðurinni, þegar hún kom að, 8 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.