Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 14

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 14
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Fyrsta málið í þessum málaflokki kom fyrir Landsyfirrétt árið 1838 og varðaði nauðgun á 8 ára gamalli stúlku.44 Óvíst er að þetta mál hefði yfirleitt komist upp ef barnið hefði ekki hlotið svo slæma áverka sem raun bar vitni; fanginn, að stúlkubarnsins fram- burði, varpaði því til jarðar og drýgði losta með henni nauðugri á svo ofríkisfullan hátt, að barnið með kvöl gat dregið sig heim að bænum. Blóð rann af þess getn- aðarlimi þann dag allan og jafn- vel þá fylgjandi nótt, en barnið varð með kvölum og þjáningum að halda við rúmið í 3 daga og fann jafnvel enn þá þann 6. Maji árið eftir til verkja þar af í lífinu. Og þegar barnsins fæðingarlim- ur loksins þann 26. febr. 1836 af tilnefndum dandiskonum var skoðaður, hverra ein var yfir- setukona, funndust enn bæði innvortis og útvortis hjá barninu ljós merki til þess ofríkis, það lið- ið hafði af fangans völdum.45 Við rannsókn málsins kom í ljós að sakborningurinn, sem var vinnu- maður á viðkomandi bæ, hafði áður gert tilraun til að nauðga stúlkunni og haft í frammi annað kynferðis- legt áreiti. Hann hafði einnig „und- anfarin 3 1/2 ár lifað í hórdómi með þeirri meðákærðu [móður barns- ins] . . ." og var þarna um hans 5. og 6. hórdómsbrot að ræða. Lands- yfirréttur fann ákærða sekan um nauðgun en þótti hins vegar óþarfi að dæma hann fyrir hórdómsbrotin þar sem sakir væru þegar mjög miklar.46 Einnig var litið mjög alvarlegum augum á mál sem kom fyrir réttinn árið 1875 og varðaði nauðgunartil- raun á 15 vetra gamalli stúlku: Eptir framburði stúlkunnar sjálfrar, hafði ákærði við fjósið brugðið henni á lopt og lagt hana niður í fjósdyrnar, og mælzt til að hafa samræði við hana, og lofað henni 2 rd., ef hún gjörði eins og hann óskaði, en hún vildi ekkert við hann eiga; ekki lypti hann fötunum af stúlkunni, en meðan hann lá of- an á henni, sýndist henni hann vera að hneppa frá sjer lokunni. Hann hafði engar hótanir nje misþyrmingar í frammi við stúlkuna, og föt hennar voru órifin og hún ómeydd: en hún hljóðaði stöðugt og brauzt um; stóð ákærði þá upp og sagðist lofa henni að fara, en hjelt þó í handlegginn á henni, svo að hún varð að slíta sig af honum, sem henni tókst . . ,47 í þessu tilfelli var sakborningur hik- laust fundinn sekur um nauðgunar- tilraun48 en í nauðgunarmáli sem kom fyrir Landsyfirrétt árið 1911 var annað upp á teningnum. Máls- atvik bentu tvímælalaust til nauðg- unar, eða a.m.k. nauðgunartilraun- ar, en rétturinn var þó á öðru máli og því var viðkomandi sakborning- ur hvorki fundinn sekur um nauðg- un né nauðgunartilraun.49 Önnur mál sem komu fyrir Landsyfirrétt og vörðuðu kynferð- isafbrot gagnvart börnum voru af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna mál frá árinu 1903 er minnir dálítið á af- brot sem nú til dags eru að verða æ algengari í þéttbýli. Málsatvik voru á þá leið, að ölvaður maður réðst að nóttu til á 2 stúlkur sem voru á leið heim frá Laugunum í Reykjavík með þvott. Kastaði hann annarri þeirra til jarðar, lagðist ofan á hana, fletti upp um hana pilsum, og reif nærbux- ur hennar, svo að hún var ber fyrir, en ekki fór hann höndum um hana bera eða reyndi að taka sundur fætur hennar og ekki hnepti hann upp buxum sín- um.50 Ákærði hafði áður ráðist á siðsama stúlku í Reykjavík á svipaðan hátt og þá sleppt henni án þess að hafa unnið henni nokkuð mein. Hann hafði einnig tvisvar áður sætt refs- ingu fyrir þjófnað.51 Síðasta málið af þessu tagi kom fyrir Landsyfirrétt árið 1917.52 Þá var bóndi nokkur í Strandasýslu ákærður fyrir að hafa haft „holdlegt samræði við fábjána". Þó svo að þarna væri tvímælalaust um kyn- ferðisbrot að ræða, virðist ekki vera nein ástæða til að tala um beint kynferðislegt ofbeldi í þessu sam- bandi. Málsatvik voru þau, að bóndinn hafði eitt sinn gengið að stúlkunni, þar sem hún var ein „og sagst vilja hafa afskifti af henni og ýtt við henni um leið, hafi hún þá brosað og fleygt sér aftur á bak, hafi hann því næst haft samræði við hana."53 Landsyfirréttur komst að þeirri niðurstöðu að bóndinn væri sekur um brot sem heimfærðist undir 171. gr. hegningarlaganna, þ.e. að hann hefði komist yfir kven- mann sem var sviptur sjálfræði sínu og ekki í ástandi til að standa á móti samræðinu.54 f heild einkenndust brotin af litlu líkamlegu ofbeldi en þó átti sér oft stað einhver valdbeiting. Mesta áverka virðist 8 ára stúlka hafa hlot- ið þegar henni var nauðgað en í öðrum málum er þess yfirleitt getið að lítið eða ekkert hafi séð á fórnar- lömbunum. Helmingur afbrotanna áttu sér stað utanhúss, yfirleitt í næsta nágrenni við heimili stúlkn- anna. Kynferðisbrot: Gerendur og þolendur I öllum þeim málum sem komu fyrir Landsyfirrétt vegna kynferðis- brota gagnvart börnum, voru þol- endurnir stúlkur og gerendurnir karlmenn. Stúlkurnar voru á aldrin- um 7-16 ára en óvíst er um aldur karlanna, þó virðast a.m.k. 3 þeirra hafa verið orðnir nokkuð fullorðnir. Misjafnt var hvort ákærðu og þol- endur þekktust áður en verknaður- inn var framinn, en í öllum tilvikum virðast þeir hafa verið óskyldir stúlkunum og aldrei var um sifja- spell að ræða.55 í tveimur tilfellum höfðu sakborn- ingarnir áður verið ákærðir fyrir saurlífisbrot56 en í fjórum tilfellum var um þeirra fyrsta brot að ræða. Helmingur sakborninga sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis þegar afbrotið átti sér stað og ekki vitað hvað þeir voru að gera.57 Allir mennirnir voru taldir andlega heil- brigðir. Það er athyglisvert, að á um- ræddu tímabili skyldi aldrei koma fyrir Landsyfirrétt sifjaspellsmál er vörðuðu börn. Rannsóknir sýna, að í nútímasamfélaginu er þetta 12 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.