Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 19

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 19
„Ó, vesalings tískunnar þrælar. Hlaðin útlendum kaunum? „Reykjavíkurstúlkan" er ung í sög- unni. Hún er fóstruð af bænum, af þéttbýlinu. Af þeim sökum átti hún erfitt uppdráttar. Pjóð, sem hafði alið allan sinn aldur í strjálbýli, lifað þar og hrærst og mótast af hefðum sveitasamfélagsins, þurfti tíma til að tileinka sér hina nýju hætti fjöl- býlisins og laga sig að þeim. „Reykjavíkurstúlkan" var eins kon- ar tákn þess að ný menning var að nema land á Islandi, menning sem þorri eyjarskeggja þekkti lítt eða ekkert til, menning sem hægt var að lesa um í vafasömum „móðblöð- um" frá útlöndum, menning sem virtist þrífast best í erlendum borg- um og eiga lítið skylt við íslenskt þjóðerni. Utlenda tískukonan var jafnvel sögð ímynd þessarar fram- andlegu menningar, meira að segja holdtekja sjálfrar spillingarinnar sem þótti fylgja flestum erlendum stórborgum. Þjóðlegri sveitamenn- ingu íslendinga stafaði ógn af út- lendum móð. Amast var við því ef fáeinar dætur höfuðstaðarins reyndu að líkja eftir erlendum stall- systrum sínum í klæðaburði og út- liti. Með því móti m.a. yrði íslensk menning svipt einangrunarvörn sinni og slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra fyrir þjóðina. En þrátt fyrir varnaðarorð héldu ungu stúlkurnar áfram að tileinka sér tískunýjungar. Margt breyttist þó í meðförum milli landa og innanlands voru fyrir- myndirnar fáar. „Reykjavíkurstúlkan" var sem á milli vita í leit að stíl og samræmi. A vissan hátt þótti hún eins og bær- inn, sem framan af öldinni var of stór, fyrir þá sem nýkomnir voru úr sveitinni, til að hafa á sér þorpsbrag þar sem hljóður friður ríkti og sveitasæla sameinaðist bæjarlífi í bróðerni, en of lítill til þess að hafa yfir sér stórborgarbrag, með gnæf- andi húsum, þjótandi járnbrautum og sífelldri umferð um göturnar. Og stúlkan olli oft vonbrigðum eins og bærinn. Þeir sem komu úr sveit- unum söknuðu friðarins, kyrrðar- innar, hljóðra kvölda og hreinna morgna. Þeir söknuðu ýmissa sveitaeinkenna. Hinir, sem komu utan úr veröldinni, söknuðu stór- Tvær hressar stúlkur klæddar eftir nýjustu tísku. Myndin var tekin á Kolviðarhóli árið 1926 ( skemmtiför prentsmiðjunnar ísafoldar í Reykjavík. borgarlífsins, söknuðu skemmti- lundanna og leikhúsanna, hljóm- leikanna og alls þessa iðandi, enda- lausa fólksstraums sem gefur stórborgunum sífellt líf og tilbreyt- ingu.3 „Reykjavíkurstúlkan" vissi ekki almennilega í hvorn fótinn hún átti að stíga; átti hún að feta í spor saklausu sveitastúlkunnar sem ísland hafði alið um aldir eða var vænlegra að stíga skrefið í átt að heimsmenningunni? Hún valdi síð- ari leiðina og þess vegna varð hún til. Reykjavrk breyttist úr þorpi í blómlegan bæ á fyrstu áratugum 20. aldar. Ibúum fjölgaði snarlega, voru hálft sjöunda þúsund þegar öldin leit dagsins ljós en nærri þrjá- tíu þúsund í lok þriðja áratugarins. í samanburði við erlendar borgir var Reykjavík þó giska smá. Hún kúrði í Kvosinni og teygði anga sína út frá henni, vestur í bæ, inn í Skuggahverfi, upp í Þingholt. Fáir gerðu sér grein fyrir því hvert sam- félagið stefndi. En þrátt fyrir smæð- ina var Reykjavík risavaxin í ís- lensku samhengi. Hún bar höfuð og herðar yfir aðra staði á Islandi, var langsamlega stærsti bærinn. Veitti svigrúm til margbreyttara mannlífs en áður hafði þekkst í landinu. Bauð upp á nýja mögu- leika. Enn skorti hana þó ýmis auð- kenni borgarlífs. Engu að síður fóru ýmsir að líta á hana sem borg. Sjá einkenni þess að bærinn var að breytast. Einkum á fjórða áratugn- um. Settu sig í borgarstellingar tals- vert áður en bærinn komst nálægt því að geta kallast borg, í það minnsta í sama skilningi og al- mennt var litið á slík fyrirbrigði í út- löndum. Þannig tók borgin á sig mót í hugum manna. En breyting- arnar á bænum voru ekki bara hug- lægar. Þær hafði fólk fyrir augun- um á degi hverjum. Sumar smáar, aðrar stórtækar. „Reykjavíkurstúlk- an" var ein vísbendingin um breytt mannlíf á íslandi. Og því var um hana rætt. Hún skar sig úr fjöldan- um og speglaði samfélagsþróunina á ýmsan hátt. En oft mátti hún þola gagnrýni. íslendingar voru ekki ýkja umburðarlyndir í garð þeirra sem þræddu ótroðnar slóðir. Sam- félagið var enn of smátt. Því fékk „Reykjavíkurstúlkan" að kynnast. Auðvitað bauluðu sveitalegir Reykvíkingar á þriðja áratugnum á slíkar stúlkur. Þeir einblíndu á útlit þeirra, orðfæri og klæðaburð, sögðu orðin skiljast að mestu ef at- hygli væri beitt en hreimurinn og látbragð allt væri útlendum kaun- um hlaðið. Allar hreyfingar líkam- ans, höfuð-, handa- og fótaburður, væru sem uppdreginn apaköttur væri þar á ferð. Þá var það búning- Ætli þessar stúlkur hafi lesið nýjustu „móðblöðin" frá útlöndum og klætt sig samkvæmt þeim? Mynd- in er frá árinu 1926 og tekin í Austurstræti í Reykjavík. SAGNIR 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.