Sagnir - 01.04.1990, Side 20

Sagnir - 01.04.1990, Side 20
Eggert Pór Bernharðsson urinn. Sumarklæddar að vetrarlagi og vetrarklæddar að sumri. Kjól- arnir með nýtísku sniði frá París, stutt pils er næðu tæplega niður í hnésbætur og flegið hálsmál niður fyrir axlir. F>ær væru í laxableikum, himinháum eða skjallhvítum silki- sokkum og hælaháum rúsleðurs- eða saffiansskóm með silfurspenn- um, þyrftu að eiga „selskabsdragt til daglig" og eins flotta kápu og frekast varð á kosið. Ekki ein spjör heimasniðin og öllu fleygt jafnóð- um og það slitnaði en nýtt keypt í staðinn. Og í kaupbæti væri fatnað- urinn ekki hollur, enda sýndu verk- in merkin; nábleik stúlkuandlit, hryggskekkja, sífelldur lasleiki, blóðleysi og tæringarvottur.4 Heimóttarlegir innbyggjarar öm- uðust ekki eingöngu við „Reykja- víkurstúlkunni". Veraldarvanir út- lendingar stungu einnig niður stíl- vopni og þeir stóðu á öðrum sjónarhóli en óbreyttir bæjarbúar. Einn ágætur íslandsvinur benti landsmönnum á ýmsar misfellur í Reykjavíkurlífinu um miðjan þriðja áratuginn. Hann tók að sjálfsögðu fram að líferni sveitafólksins væri með allt öðrum hætti. íslenskir bændur lifðu óbrotnu lystisemdar- lausu lífi, ynnu baki brotnu og leggðu oft mikið undir. Annað sneri upp á teningnum í Reykjavík og þar væri unga fólkið, hin upp- vaxandi kynslóð, í háska statt. Pað „flykkist til Kaupmannahafnar. Er heim kemur reynir það að flytja með sér siði þá — eða öllu heldur ósiði, er það hefur tamið sér að apa erlendis, í París Norðurlanda," sagði hann. „Er ömurlegt að sjá hvernig þetta fólk ber eigi skyn- bragð á hversu tilraunir þess eru bjánalegar." Vitaskuld voru dætur Reykjavíkur teknar sérstaklega fyrir: „Ungu stúlkurnar liggja í rúminu fram undir hádegi. Þá klæðast þær viðhafnarfötum, bera litasmyrsl í andlit sér og fara síðan á slangur," sagði íslandsvinurinn, og bætti við: „Þær reykja mikið, hanga á kaffihúsum og koma ekki heim fyrr en komið er fram á nótt."5 Blessunarlega voru þessar stúlkur taldar fremur fáar.6 Framtíðin var þá kannski ekki eins dökk og ætla mátti. Vetrarkáputíska kvenna eins og hún birtist í aug- lýsingum blaða tiaustið 1930. Skinnkragarnir settu rikan svip á kápurnar og áttu að verja konur gegn veðri og vindum. Rithöfundur kveður sér hljóðs Ekki máluðu allir skrattann á vegg- inn þegar „Reykjavíkurstúlkan" átti í hlut. Guðmundur Kamban, sá ágæti rithöfundur, tók upp silki- hanskann fyrir hana undir lok þriðja áratugar en fyrst greindi hann frá almennu umtali um hana: Það sem hún interesserar sig mest fyrir ... eru bíó, böll og út- lendingar. Hún sminkar sig og púðrar ... í bíó stúderar hún nýj- ustu frísúru á filmstjörnunni, hvort krullan sé vinstra eða hægra megin í enninu eða hvort hún sé nú framan við eyrað — allt til þess að geta litið eins út næsta dag. Við hverja skipkomu hremmir hún tískublöðin til að sjá hvort kjóllinn sé orðinn senti- metra lengri eða styttri, eða til að vita hvort cutex sé alveg úrelt eða nýtt naglvatn hafi rutt sér til rúms. Þriðjungur líkama hennar er sama sem óklæddur, svo að prúðir menn verða að ganga á undan henni upp stiga. Islenska búninginn þýðir nú ekki einu sinni að nefna — hún vill ekki líta við honum. Og hvernig er svo með hennar andlega at- gervi? Hvað les hún? Mest út- lenda rómana, á dönsku, norsku og ensku, góða og lélega upp og niður. Les hún gullaldarbók- menntir vorar? Miklu minna en áður. Fer hún á konserta? Já, það má hún eiga, og í leikhúsið mundi hún fara ef það væri til. Þykir henni vænt um landið sitt? Já. Hefur hún nokkurt hugboð um í hverju sérmenning vor ís- lendinga er fólgin? Nei.7 Vart var árennilegt að gerast eld- heitur málsvari slíkrar stúlku en Kamban reyndi hvað hann gat. Lýsingin að framan átti við borgar- dætur allra siðaðra þjóða og ekkert gat gert „Reykjavíkurstúlkuna" hróðugri en sá samanburður. Kamban sagðist daglega mæta í Austurstræti nokkrum ungum stúlkum sem að ytri ásýnd, lima- burði, göngufari, klæðaburði og fasprýði jöfnuðust á við stúlkur sem örkuðu hundruðum saman á „Fifth Avenue" eða fyrir framan „Café de la Paix". En hverju áttu þessar stúlkur glæsileikann að þakka? Jú, filminu. „Reykjavíkur- stúlkan" var svo tíður gestur í bíó- um að hún var aðalfjárstofn þeirra. I rökkvuðum sal bíóhúsanna lærði hún um hætti annarra þjóða. í Reykjavík kom filmið í stað ótal hluta sem aðrar þjóðir áttu fyrir — leikhús, skemmtigarða, listasöfn — og var stærsti glugginn sem sneri að heimsmenningunni. Þar fann „Reykjavíkurstúlkan" helstu fyrir- myndir sínar. „Sá sem hélt fyrir mér vöku á nóttunni var Ramon Navarro. Hann tilheyrði ekki hin- um sviplitlu fulltrúum alþýðu- menningarinnar, sem stauluðust á skautum á Austurvelli eða röltu á rúntinum," sagði ein „Reykjavík- urstúlkan" þegar hún rifjaði upp bíóstundirnar. „Nei, hann og aðrar glæsilegar stjörnur lýstu upp fá- brotna tilveru okkar í myrkum söl- um bíóanna." Og hún hélt áfram: Það kostaði 50 aura að láta draumana rætast og þá peninga sparaði ég. Áður en ég tók að vinna fullum fetum sat ég lon og don sem barnapía og þénaði peninga til að komast í bíó. Ég lá á þessum peningum sem ormur á gulli, aðeins ein hugsun komst 18 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.