Sagnir - 01.04.1990, Page 21
„Ó, vesalings tískunnar þrælar."
Hetjur hvíta tjaldsins heilluðu marga
„Reykjavíkurstúlkuna". í kvikmynda-
húsum bæjarins birtist peim in.a.
framandlegur heimur, glæsilegur
klæðnaður, hjartaknúsarar og glæsi-
kvendi. Að ofan til vinstri er Marlene
Dietrich í gervi söngkonunnar Lolu á
„Bláa englinum". Að ofan til hægri
kyssir Rudolf Valentino á hönd unaðs-
sprunds líkt og sönnum „kavaler"
sæmir. Þar fyrir neðan dansa Fred
Astaire og Ginger Rogers eins og þeim
var einum lagið en til vinstri er John-
ny Weissmuller sem Tarsan, konung-
ar apanna, með frumskógardísina
Maureen O'Sullivan í fanginu.
að: missa ekki af neinni mynd.
Ég var bíósjúk.
Ný veröld opnaði sig, og því-
lík veröld! Greta Garbo, Marlene
Dietrich, Fred Astaire, Nelson
Eddy og Jeanette MacDonald ...
Og Deanna Durbin sem þá var
upp á sitt besta. Hún var algjör
gudinne. Ég greiddi mér eins og
hún, saumaði kjólana eins og
hennar kjóla og reyndi að hreyfa
mig eins og hún. Eða allir dans-
ararnir: Fred Astaire, Ginger
Rogers ... Og Tarzan-myndirnar
með Johnny Weissmuller og
Maureen O'Sullivan! Pað voru
meiri ósköpin.
Frumskógurinn, dýralífið,
hálfnaktar hetjur og hroðaleg
óargadýr; skuggaleg fátækra-
hverfi og ófyrirleitnir þorparar;
glæst salarkynni, vel klæddir
herramenn og dulúðugar hefð-
armeyjar. Var lífið svona í út-
löndum? ... Mér hraus aðeins
hugur við tvennu varðandi pen-
ingaleysi, að komast ekki í bíó og
geta ekki verið nokkurn veginn
móðins klædd. En eiginlega sá
mamma um tískuhliðina, hún
fékk oft afganga og búta í
saumavinnunni og hjá vinkon-
um sínum sem unnu í búðum.
Úr þessum restum saumaði
mamma dýrindis klæði sem
hvaða kvikmyndastjarna sem
var hefði verið fullsæmd af.8
Frá útlöndum kom fleira sem
„Reykjavíkurstúlkan" hafði áhuga
á. Erlendir karlmenn gerðu þá reyk-
vísku afar afbrýðisama, en hvers
vegna hændust ungu stúlkurnar að
þeim? Kamban spurði fjórar stúlkur
að því: Sú fyrsta sagði: „Af því að
þeir eru kurteisari." Önnur í röð-
inni svaraði: „Af því að þeir eru
kurteisari." Sú þriðja: „Af því að
þeir eru kurteisari." Og loks svaraði
stúlka númer fjögur bálvond: „Af
því að ungu herrarnir í Reykjavík
taka í nefið!" Pað voru því ekki síst
herrarnir sem þurftu að taka sig á.
En hvað með búning „Reykjavík-
urstúlkunnar"? Víst var hann stutt-
ur en ef sú mótbára var hins vegar
réttmæt að klæðnaðurinn ætti ekki
við í köldu loftslagi Reykjavíkur átti
hún ekki síður við um ýmis önnur
lönd. Því að í mörgum löndum þar
sem hann tíðkaðist var veturinn
talsvert, og víða margfalt, kaldari
en á íslandi. Gat það verið að kjól-
arnir hafi breytt loftslaginu á ís-
landi? Því velti Kamban fyrir sér.9
Hárið - Tákn
nútímakonunnar
Pá var það útlitið. Öldum saman
hafði hárið verið eins konar sér-
djásn konunnar, sem ekki mátti
missa sig en nú var það orðið of
langt. Til þess að tolla í tískunni
varð að klippa það stutt. Drengja-
kollur var lausnarorðið við lítinn
SAGNIR 19