Sagnir - 01.04.1990, Síða 33

Sagnir - 01.04.1990, Síða 33
Fleytan er of smá, . . . hafi reki verið allmikill svo að ís- lendingar hafi jafnvel verið aflögu- færir með rekavið. En rekinn var svipull og vitað er til þess að sum ár brást hann alveg og rekaleysi gat jafnvel staðið mörg ár í senn. Þann- ig mun einmitt hafa verið ástatt um aldamótin 1700 og svo virðist sem rekaleysi hafi verið nokkuð algengt víða um land á fyrri hluta 18. aldar. Ein heimild skýrir frá því að reka- brestur hafi stuðlað að því að jarðir legðust í eyði árið 1702 og önnur frá árinu 1744 lýsir því að síðastliðin 20 ár hafi reki brugðist í Vestur-Skafta- fellssýslu.16 Ólafur Olavius, sem ferðaðist um Island sumurin 1775-1777, rannsak- aði m.a. rekavið á fjörum og reyndi nokkuð að áætla magn hans. Raun- ar vildi svo til að um það leyti sem Olavius fór um landið var reki held- ur með minna móti víðast hvar. Hann lýsti þó allvíða talsvert mikl- um rekavið á fjörum, t.d. í Barðsvík á Hornströndum en þar taldi hann að svo mikill rekaviður lægi að nægt gæti til að fylla 100 lesta skip.17 Par, sem reki var nálægt byggð, segir Olavius að menn hafi nýtt hann til ýmissa smíða, m.a. báta- smíða, svo sem í Furufirði og á Skaga norður.18 Helsta vandamálið við nýtingu rekaviðarins, samkvæmt frásögn Olaviusar, var að ekki voru til nægi- lega stór skip eða bátar til að sækja við á rekafjörur. í sama streng tók Niels Horrebow, sem dvaldi á Is- landi árin 1749-1751 og kannaði landshætti.19 Petta flutningavanda- mál höfðu menn áður leyst með svonefndum byrðingum, en það voru stór skip, sem á voru sett borð ofan á stokkana til að hækka þau og þau síðan hlaðin viði. Var þá hægt að flytja talsvert magn í hverri ferð. Notkun þessara skipa virðist hafa lagst af að mestu snemma á 18. öld20 og helst það í hendur við fækkun stórra báta. Ætla má að þegar byrðingsferðir lögðust af hafi möguleikar manna á að nýta rekavið til bátasmíða minnkað verulega. En gjöfulustu rekafjörurnar lágu víðsfjarri helstu verstöðvunum þar sem bátanna var mest þörf. Prátt fyrir rekaviðinn er ljóst að mikil nauðsyn var að timbur væri flutt inn til landsins, enda reki mis- mikill eftir árum og sum árin afar lítill. Bent hefur verið á að þegar saman fóru miklir skipsskaðar og lítill reki, hafi rekaviðurinn ekki dugað til að fylla í skörðin.21 Ekki liggur ljóst fyrir hversu mik- ið timbur var flutt til íslands tíma- bilið 1690-1770, en víst er að alloft var kvartað undan því að innflutt timbur væri lélegt.22 Olavius skýrir frá því að menn taki rekavið fram yfir innflutt timbur til bátasmíða sem bendir til þess að um heldur lélegan varning hafi verið að ræða.23 Einnig bar á því að kaupmenn kæmu sér undan verslun með timb- ur, enda þótti þeim það erfitt í flutningi og hagnaður af því lítill.24 Athyglisvert er að líta á verðþró- un á innfluttu timbri milli kaup- setninganna 1684 og 1702, en sú síðarnefnda var í gildi til ársins 1776. Með henni lækkaði flestur innfluttur varningur nokkuð í verði. P>ar á meðal lækkaði skipa- viður um 10-25% og veiðarfæri um 10-12%.Verðlækkunin á vafalaust rætur að rekja til hallærisins, sem ríkti á íslandi um þessar mundir, er merki um viðleitni stjórnvalda til að bæta ástandið. Líklegt er þó að hvað timbur snerti hafi þessi verð- lækkun ekki komið að tilætluðum notum, jafnvel verkað gagnstætt vegna tregðu kaupmanna til að flytja það. Þegar verð lækkaði hefur orðið enn minni hagnaður af timb- urflutningum. Þar sem verð á innfluttu timbri lækkaði í byrjun 18. aldar, verður okurverði á því ekki kennt um fækkun stórra báta, miklu heldur því að framboð hafi ekki verið nægjanlegt og gæðin rýr. Aflabrestur og sjóslys Á seinustu árum 17. aldar, eða frá og með árinu 1686, varð mikill afla- brestur við ísland sem stóð að heita mátti samfellt til ársins 1704 eða í 17 ár.26 Það segir sig sjálft að svo langur Rekaviðurinn bætti skógleysið upp.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.