Sagnir - 01.04.1990, Síða 35

Sagnir - 01.04.1990, Síða 35
Fleytan er of smá, . . . Sjómenn í skinnklæðum. mikilvægasta útflutningsvara fs- lendinga á einokunartímabilinu. Þegar harðæri og langvarandi afla- brestur gengu yfir eins og átti sér stað um aldamótin 1700 lætur að líkum að mjög hefur dregið úr fisk- útflutningi. Það hefur snert hags- muni kaupmanna verulega ekki síður en hagsmuni fslendinga og væri því ekki ólíklegt að kaupmenn hefðu reynt að stuðla að bættum út- gerðarháttum í landinu, sjálfum sér til hagsbóta. Sú varð þó ekki raunin og ber að geta þess að kaupmönn- um voru settar verulegar skorður í þessu efni, þar sem innlendir ráða- menn reyndu jafnan að stugga burt þeim erlendu mönnum sem seild- ust til áhrifa í atvinnulífi í landinu. Ólíklegt er þó að einhverjir kaup- menn hefðu ekki haft sitt fram og komist til áhrifa í útgerð á íslandi ef þeir hefðu sótt það mál af verulegri festu, enda sumir þeirra auðugir og áhrifamiklir í heimalandi sínu. Sú skýring, að íhaldssemi íslenskra ráðamanna og ótti við erlend áhrif hafi komið í veg fyrir framþróun í útgerð, nægir því tæpast ein og sér til að útskýra hnignunina í þessari atvinnugrein á 18. öld. Hagsmunir kaupmanna hljóta einnig að hafa skipt máli. Nútíma Islendingum er það vafa- laust flestum Ijóst hve miklu það skiptir fyrir hag þjóðarinnar að vel takist að koma fiskafurðum í lóg á mörkuðum erlendis. Flestum mun einnig ljóst hve miklu framboð og eftirspurn ráða í þessum efnum. Aðstæður í markaðsmálum á einok- unartímabilinu voru vitaskuld mjög frábrugðnar því sem nú gerist, en þó er vafalaust að sama gilti þá og nú, að tilgangslaust var að draga fisk úr sjó umfram það sem lands- menn þurftu sjálfir til neyslu nema unnt væri að koma honum í verð erlendis. Meginþorri aflans sem á land kom á einokunartímabilinu var verkaður í skreið. Gísli Gunnarsson hefur bent á að stærsti markaðurinn fyrir íslensku skreiðina hafi verið í Þýskalandi og Ungverjalandi og auk þess meðal kaþólikka í löndum mótmælenda. Skreiðin hafi verið dýr vara en eftirsótt af efnuðum kaupendum. Verð á skreið var stöð- ugt fram um 1780, sem Gísli telur vísbendingu um annað tveggja, að þarna hafi verið um að ræða dýra lúxusvöru sem aðeins tiltölulega fá- mennur hópur efnaðara kaupenda gat veitt sér, eða að markaðssókn kaupmanna hafi verið ábótavant.36 Gefur þetta til kynna að einungis hafi verið markaður fyrir takmarkað magn af fiski frá íslandi. Á öðrum stað í riti sínu ræðir Gísli þau áhrif sem breytingar á framboði og eftir- spurn vöru hafa í föstu verðlagi. Hann bendir á að úrræði kaup- manna til að bregðast við offram- boði á íslenskum vörum og verð- lækkun í kjölfar þess, hafi einkum falist í því að flytja til landsins lakari og ódýrari varning en ella þegar von var á miklu framboði varnings á Islandi, en telur að olnbogarými þeirra til þess arna hafi verið lítið þar sem léleg vara hafi einnig verið flutt inn í góðæri. Þess er einnig getið í samtímaheimild að of mikið vöruframboð á íslandi leiði til verð- lækkunar.37 Þessar skýringar koma raunar ágætlega heim við það að svo virð- ist sem kaupmenn hafi oftast fengið allan þann fisk sem þeir töldu sig geta selt á viðunandi kjörum og neituðu að kaupa ágætan fisk af Is- lendingum þegar mikið framboð var af honum. Báru kaupmenn því gjarna við að fiskurinn væri ekki nægilega vel verkaður38 og sýnist þar vera komið annað úrræði þeirra til að bregðast við miklu framboði. Er því að sjá sem ekki hafi verið að vænta liðsinnis eða hvatningar frá kaupmönnum um að bátar væru stækkaðir svo auka mætti afla- magnið. Því svo smáir bátar? íslenskt samfélag á 18. öld var kyrr- stætt og atvinnulíf þróttlítið. Geta þess til að endurnýja atvinnutæki og stuðla að nýbreytni í atvinnu- háttum var afar takmörkuð. Þung áföll, eins og þau sem dundu yfir um aldamótin 1700, höfðu því Iang- varandi áhrif. Aflabrestur og sjóslys urðu til þess að stórum bátum fækkaði hér á landi um aldamótin 1700. Þegar afli brást varð útgerð stóru bátanna óhagkvæm og harðindin sem fylgdu aflaleysinu urðu til að hrekja fólk frá sjávarsíðunni. Rekaviðar- skortur gerði vart við sig og byrð- ingsferðir lögðust af jafnhliða því að stórum bátum fækkaði. Þá varð erfiðara að nýta þann reka sem þó barst á land. Kaupmenn virðast all- oft hafa komið sér hjá því að flytja við til landsins. SAGNIR 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.