Sagnir - 01.04.1990, Síða 39
Kona í karlaveröld
Frumvarp um fóstureyðingar
Óhætt er að segja að Katrín hafi
verið ein af frumkvöðlum þess að
viðhorfabreyting átti sér stað í þess-
um málum hérlendis. Miklar þjóð-
félagsbreytingar undanfarna ára-
tugi kölluðu á ný viðhorf, nýjar
venjur og þar með ný lög. Árið 1934
samdi Vilmundur Jónsson land-
læknir frumvarp til laga um þung-
unarvarnir og fóstureyðingar. Þau
gáfu læknum vald til að eyða fóstri
væri heilsa og líf konunnar í hættu.
Auk þess skylduðu þau lækna til að
fræða konur um þungunarvarnir.
Eins og nærri má geta voru skoðan-
ir skiptar um frumvarpið bæði inn-
an og utan læknastéttarinnar. Sem
dæmi má nefna lýsti Kvenréttinda-
félag Islands sig fylgjandi því en
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur var á
móti. Guðrún Lárusdóttir, eina
þingkonan á þessum tíma, taldi
frumvarpið leiða til spillingar sem
ekki væri á bætandi og er afstaða
hennar mjög í anda evangelískra
viðhorfa nítjándu aldar.6 I umræð-
um um frumvarpið á Alþingi sagði
Guðrún m.a.:
Á síðari árum hefir rignt yfir
þjóðina allskonar óhollu lesmáli
um kynferðismálin. Allskonar
óþverri af þessu tægi hefir borizt
inn á heimilin og inn í huga
unglinganna, óhreinkað hugs-
unarhátt þeirra og valdið sýk-
ingu í sálarlífinu. I ræðu og riti
hefir þessari kynferðismálaspeki
verið haldið að þjóðinni og verið
hrópuð út um landið í blöðum,
bókum og útvarpi.7
Það fer ekki milli mála að Guðrún
var m.a. að vísa til Frjálsra ásta
Katrínar. Hugmyndir Guðrúnar
áttu heima í allt öðrum hugarheimi
°g við gjörólíkar þjóðfélagsaðstæð-
ur en voru á fjórða áratugi tuttug-
ustu aldar. Henni þótti fræðslan
leiða til ills en Katrín taldi hana af
hinu góða því aðeins með fræðslu
væri hægt að útrýma þeim rang-
hugmyndum sem hún hafði orðið
áþreifanlega vör við meðal almenn-
ings.
Landlæknir var sama sinnis og
Katrín. í greinargerð með frum-
varpi sínu sagði hann m.a.:
Æviágrip
Katrín Thoroddsen fæddist á ísa-
firði árið 1896. Hún var dóttir
hjónanna Skúla Thoroddsen al-
þingismanns og ritstjóra, og
Theodóru Guðmundsdóttur Thor-
oddsen skáldkonu.
Katrín varð stúdent árið 1915 og
útskrifaðist úr læknadeild Há-
skóla íslands árið 1921. Næstu ár
stundaði hún framhaldsnám í
Noregi, Danmörku og Þýskalandi
og lagði áherslu á barnasjúkdóma.
Eftir að Katrín kom heim frá
námi starfaði hún sem hérað-
slæknir í Flateyjarhéraði á árunum
1924-1926 en settist síðan að í
Reykjavík. Katrínu vegnaði vel í
starfi. Árið 1940 varð hún yfir-
læknir Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og frá 1955-1961 var
hún yfirlæknir barnadeildar
stöðvarinnar.
Eftir Katrínu liggur fjöldi greina
um heilbrigðismál, einkum þó um
barnasjúkdóma og meðferð ung-
barna. Hún átti líka þátt í samn-
ingu rita um heilsuvernd og þýddi
nokkur slík.
Katrín ferðaðist vítt og breitt um
heiminn og sótti heim Danmörku,
Svíþjóð, Finnland, England,
Sovétríkin og Kína. Á flestum
ferðalögum sínum kynnti hún sér
sérstaklega heilsuvernd barna og
árið 1959 sat hún alþjóðaþing
bamalækna í Kaupmannahöfn.1
Fyrir utan störf sín sem læknir
tók Katrín virkan þátt í stjórnmál-
um. Um þriggja áratuga skeið átti
hún sæti á framboðslistum
Kommúnistaflokksins, Sósíalistaf-
lokksins og Alþýðubandalagsins.
Hún sat í miðstjórn Sósíalista-
flokksins á h'mabili og var fulltrúi
flokksins í bæjarstjórn Reykjavík-
ur frá 1950-1954 en óhætt er að
segja að hátindur stjórnmálaferils
Katrínar hafi verið seta hennar á
Alþingi sem fulltrúi sósíalista árin
1946-1949.2
Katrín Thoroddsen lést árið
1970.
1 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson:
Læknar a' íslandi 1, 2. útg., Rv. 1970, 487-
488.
2 Pjóðviljinn, 20. maí 1970, minningargrein
Einars Olgeirssonar um Katrínu.
SAGNIR 37