Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 39

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 39
Kona í karlaveröld Frumvarp um fóstureyðingar Óhætt er að segja að Katrín hafi verið ein af frumkvöðlum þess að viðhorfabreyting átti sér stað í þess- um málum hérlendis. Miklar þjóð- félagsbreytingar undanfarna ára- tugi kölluðu á ný viðhorf, nýjar venjur og þar með ný lög. Árið 1934 samdi Vilmundur Jónsson land- læknir frumvarp til laga um þung- unarvarnir og fóstureyðingar. Þau gáfu læknum vald til að eyða fóstri væri heilsa og líf konunnar í hættu. Auk þess skylduðu þau lækna til að fræða konur um þungunarvarnir. Eins og nærri má geta voru skoðan- ir skiptar um frumvarpið bæði inn- an og utan læknastéttarinnar. Sem dæmi má nefna lýsti Kvenréttinda- félag Islands sig fylgjandi því en Ljósmæðrafélag Reykjavíkur var á móti. Guðrún Lárusdóttir, eina þingkonan á þessum tíma, taldi frumvarpið leiða til spillingar sem ekki væri á bætandi og er afstaða hennar mjög í anda evangelískra viðhorfa nítjándu aldar.6 I umræð- um um frumvarpið á Alþingi sagði Guðrún m.a.: Á síðari árum hefir rignt yfir þjóðina allskonar óhollu lesmáli um kynferðismálin. Allskonar óþverri af þessu tægi hefir borizt inn á heimilin og inn í huga unglinganna, óhreinkað hugs- unarhátt þeirra og valdið sýk- ingu í sálarlífinu. I ræðu og riti hefir þessari kynferðismálaspeki verið haldið að þjóðinni og verið hrópuð út um landið í blöðum, bókum og útvarpi.7 Það fer ekki milli mála að Guðrún var m.a. að vísa til Frjálsra ásta Katrínar. Hugmyndir Guðrúnar áttu heima í allt öðrum hugarheimi °g við gjörólíkar þjóðfélagsaðstæð- ur en voru á fjórða áratugi tuttug- ustu aldar. Henni þótti fræðslan leiða til ills en Katrín taldi hana af hinu góða því aðeins með fræðslu væri hægt að útrýma þeim rang- hugmyndum sem hún hafði orðið áþreifanlega vör við meðal almenn- ings. Landlæknir var sama sinnis og Katrín. í greinargerð með frum- varpi sínu sagði hann m.a.: Æviágrip Katrín Thoroddsen fæddist á ísa- firði árið 1896. Hún var dóttir hjónanna Skúla Thoroddsen al- þingismanns og ritstjóra, og Theodóru Guðmundsdóttur Thor- oddsen skáldkonu. Katrín varð stúdent árið 1915 og útskrifaðist úr læknadeild Há- skóla íslands árið 1921. Næstu ár stundaði hún framhaldsnám í Noregi, Danmörku og Þýskalandi og lagði áherslu á barnasjúkdóma. Eftir að Katrín kom heim frá námi starfaði hún sem hérað- slæknir í Flateyjarhéraði á árunum 1924-1926 en settist síðan að í Reykjavík. Katrínu vegnaði vel í starfi. Árið 1940 varð hún yfir- læknir Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og frá 1955-1961 var hún yfirlæknir barnadeildar stöðvarinnar. Eftir Katrínu liggur fjöldi greina um heilbrigðismál, einkum þó um barnasjúkdóma og meðferð ung- barna. Hún átti líka þátt í samn- ingu rita um heilsuvernd og þýddi nokkur slík. Katrín ferðaðist vítt og breitt um heiminn og sótti heim Danmörku, Svíþjóð, Finnland, England, Sovétríkin og Kína. Á flestum ferðalögum sínum kynnti hún sér sérstaklega heilsuvernd barna og árið 1959 sat hún alþjóðaþing bamalækna í Kaupmannahöfn.1 Fyrir utan störf sín sem læknir tók Katrín virkan þátt í stjórnmál- um. Um þriggja áratuga skeið átti hún sæti á framboðslistum Kommúnistaflokksins, Sósíalistaf- lokksins og Alþýðubandalagsins. Hún sat í miðstjórn Sósíalista- flokksins á h'mabili og var fulltrúi flokksins í bæjarstjórn Reykjavík- ur frá 1950-1954 en óhætt er að segja að hátindur stjórnmálaferils Katrínar hafi verið seta hennar á Alþingi sem fulltrúi sósíalista árin 1946-1949.2 Katrín Thoroddsen lést árið 1970. 1 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Læknar a' íslandi 1, 2. útg., Rv. 1970, 487- 488. 2 Pjóðviljinn, 20. maí 1970, minningargrein Einars Olgeirssonar um Katrínu. SAGNIR 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.