Sagnir - 01.04.1990, Síða 42

Sagnir - 01.04.1990, Síða 42
Arnþór Gunnarsson ENGLISH ELECTRIC' Kæliskápar Þvottavélar með og án sufiuelements Strauvélar Hra*rivélar Undanfamu áratugi höfum við stuðlað að því, að draumur húsfreyjunnar um að eignast þægileg og traust heimilis tæki gæti orðið að veruleika. 01« 14 /Æw Laugaveg I6fi. Önnum kafnar hús- mæður vilja gjarnan eiga nýtísku heimil- istæki. á þá leið að Alþingi ályktaði að fela ríkisstjórninni að auka og skipu- leggja innflutning nýrra ávaxta þannig að landsmenn ættu ávallt kost á einhverjum tegundum. í um- ræðum um málið sagði Katrín að flutningsmenn væru ekki einir um þessa skoðun því félagasamtök kvenna og lækna hefðu einnig látið samsvarandi álit í Ijós. Hún lagði áherslu á hollustu nýrra ávaxta og hvað framreiðsla þeirra væri auð- veld sem kæmi sér vel fyrir hús- mæður: „Paö er ekki annað en bera þá á borð, og það kunna húsmæð- ur, sem eru önnum kafnar, vel að meta, ef þær eiga þeirra völ ..." Sjálfsagt hafa fáir þingmanna efast um hollustu ávaxta en hverjir þeirra skyldu hafa hugsað út í hagræðið! Tillagan var samþykkt samhljóða og afgreidd sem ályktun frá Al- þingi.16 Reyndar voru einhver tor- merki á því að ríkisstjórnin fram- fylgdi ályktuninni. í fyrirspurn Katrínar um málið á næsta þingi sagði Emil Jónsson viðskiptaráð- herra að gjaldeyrisskortur hamlaði innflutningi og þannig yrði það að vera áfram,17 en þetta var á tímum hinna miklu innflutningshafta. Á sínu þriðja ári á þingi flutti Katrín breytingartillögu um að við- bótargjald af innflutningsleyfum á rafmagnstækjum til heimilisnota yrði fellt niður þar sem það hefði í för með sér umtalsverða hækkun á þeim. Katrín færði m.a. þau rök fyrir máli sínu að heimilistæki væru nauðsynleg fyrir húsmæður og þess vegna kæmi gjaldið sér afar illa fyrir þær. Ekki reyndist þingmeiri- hluti fyrir tillögunni og var hún felld.18 Katrín lagði þá fram nýja til- lögu á þá leið að viðbótargjaldið yrði lækkað. En allt kom fyrir ekki og sú tillaga var einnig felld.19 Af framangreindu má sjá að Katr- ín átti á brattann að sækja á þingi. Mestu hefur skipt að Katrín var kona (sú eina á þingi í þokkabót) sem var að bera upp frumvörp er boðuðu miklar breytingar sem karlaveldið var einfaldlega ekki til- búið að gangast undir. Pað kann einnig að hafa haft áhrif að Katrín var í fámennum stjórnarandstöðu- þingflokki gegn stjórn Stjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks. Pótt þingflokksfélagar hennar hafi greitt tillögum hennar atkvæði þá dugði það ekki til að fá þær samþykktar. Aðstaða Katrínar var því ekki öfundsverð og segja má að hún hafi átt við ofurefli að etja. Hins vegar hefur tíminn leitt í ljós að Katrín eyddi ekki kröftunum til einskis því nú hafa flest þau mál sem hún barðist fyrir hlotið viður- kenningu þings og þjóðar. Skoðanir á kvenréttindum Katrínu þótti miður hversu lítinn áhuga kvenfólk sýndi stjórnmálum. í grein sem hún skrifaði í tímaritið Melkorku árið 1944 um konur og stjórnmál kemur fram að hún taldi sósíalismann (og þá átti Katrín við sovésku útgáfuna) vera réttu leið- ina til jafnréttis á öllum sviðum. I greininni hvatti Katrín konur til að ganga til liðs við þessa frelsishreyf- ingu eins og hún kallaði sósíalism- ann. En umfram allt vildi Katrín að konur tækju virkan þátt í stjórnmál- um og mynduðu sér sjálfstæðar skoðanir. Að hennar mati stafaði af- skiptaleysi kvenna af stjórnmálum og lítil þátttaka þeirra í atvinnulíf- inu fyrst og fremst af markvissum áróðri sem dyndi á konum allt frá fæðingu. Katrín sagði: Stúlkunni verður fljótlega Ijóst, að hún er af óæðri kyntegund en bræður hennar, sem oft eru smánaðir með því, að líkja þeim við stelpur eða kvenfólk. Henni er innrætt beint og óbeint að hún sé ístöðuminni, ósjálfstæðari til orðs og æðis en drengirnir, að enginn muni stórræða af henni vænta og hún sé í alla staði ólík- leg til þess, að standa nokkurn tíma á eigin fótum. Með þessu móti, sagði Katrín, er konum stefnt markvisst inn á heim- ilin og þótt heimilisstörfin hæfðu e.t.v. sumum konum þá ættu þau alls ekki við allar. Katrín áleit reyndar að flestir foreldrar vildu mennta börnin sín en synirnir gengu þó fyrir. Síðar meir léti kven- fólkið svo hjónabandið sitja í fyrir- rúmi en langskólanámið á hakan- um. Ofan á allt þetta bættist síðan 40 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.