Sagnir - 01.04.1990, Síða 45

Sagnir - 01.04.1990, Síða 45
Guðsótti og góðir siðir Þannig hljóðaði aðalinntak fyrstu eiginlegu uppeldis- löggjafar okkar íslendinga, húsagatilskipunarinnar frá 1746. Tilskipunin átti eftir að verða lífseig og hélt lagagildi sínu allt upplýsing- artímabilið, þótt áherslur íslensku upplýsingarfrömuðanna væru vissulega um margt ólíkar þeim heittrúarhugmyndum sem húsaga- tilskipunin byggðist á. En hverjar voru þær erlendu hugmyndastefnur sem einkum höfðu mótandi áhrif á stefnumörk- un í uppeldismálum á íslandi fyrr á öldum? Hvernig tókst valdhöfum að aðlaga þær íslenskum veruleika hins kyrrstæða bændaþjóðfélags? Og síðast en ekki síst — náðu þær að einhverju marki að móta viðhorf íslensks almennings til barna og uppeldismála? „Vöndurinn gjörir gott barn" Fáar heimildir eru til um uppeldis- mál og -aðferðir fyrr á tímum. Frá fornu fari hlýtur uppeldið þó eink- um að hafa falist í því að miðla menningararfinum og að venja börn við dagleg störf. En með Lút- her og siðaskiptunum er mörkuð opinber stefna í uppeldismálum. Fjölskyldan var í huga Lúthers hornsteinn þjóðfélagsins og framan af var hann þeirrar skoðunar að far- sælast væri að kristileg uppfræðsla væri í höndum foreldra, en ekki klerka eins og áður hafði verið. Það var ekki fyrr en eftir bændaupp- reisnirnar að Lúther fór að draga í efa hæfni ódællar alþýðu til að hafa svo vandasamt verk með höndum og lagði til að stofnsettir yrðu skólar sem ælu börn upp í góðri trú.2 Lúther var þekktur fyrir biblíu- þýðingu sína, og til að boðskapur- inn kæmist „rétt" til skila skrifaði hann Kverið (Der kleine Kathechis- »ius) sem útskýrir ritninguna, því eins og hugtakið rétttrúnaður gefur hl kynna var ekki gert ráð fyrir fleiri en einum túlkunarmöguleika hei- lagrar ritningar. Kverið var skrifað á alþýðlegu máli og lagði Lúther áherslu á að almenningur lærði það utanbókar, en gerði ekki kröfu um bóklæsi. Lúther var frumkvöðull í umræðu um uppeldis- mál. Kver hans hið minna var ætlað til trúarlegrar uppfræðslu ungdómsins. Þótt Lúther legði tölverða áherslu á að foreldrar væru börnum sínum góð fyrinuynd, hvatti hann þá til að beita hörku og líkamlegum refsing- um til að tryggja að guðsorð kæmist til skila.3 Sú áhersla sem Lúther lagði á kristilega uppfræðslu hefur trúlega farið að hafa áhrif hér á íslandi fljót- lega eftir siðaskiptin. Einu lögin sem sett voru um uppeldi ung- dómsins á þessum tíma vörðuðu trúarlega uppfræðslu. Kirkjuor- dinanzia Kristjáns III var fyrst lög- leidd hér 1541. Þriðji hluti hennar er nokkurs konar námsskrá fyrir lat- ínuskóla í Danaveldi, en af henni er Ijóst að forvígismenn rétttrúnaðar gerðu ekki greinarmun á uppeldi og trúarlegri fræðslu. Þar segir m.a.: wier skulum kienna worum baurnum ad ottast og elska gud oc dýrka hann þui skal laugar- deiginum j huerri wiku hallda til þess ad baurnin meigi þaa sier- deilis nema oc læra þad sem saunnum heilagleika oc kristel- igum lærdomi tilheyrer suo ad baurnin meigi almenniliga weni- ast suo til Gudz otta oc lockast til sannrar truar oc godra sida.4 Hér verður að taka fram að þegar talað er um ungdóm í íslenskum skjölum frá þessu tímabili, er ekki aðeins átt við börn, heldur einnig vinnuhjú og uppkomin börn bænda sem bjuggu í foreldrahús- um. Lög um trúarlega uppfræðslu íhuga Lúthers var kjarnafjölskyldan hornsteinn þjóðfélagsins ogframan aflagði hann dherslu á að trúarleg uppfræðsla væri í höndum foreldra, í stað kennivalds. SAGNIR 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.