Sagnir - 01.04.1990, Page 47

Sagnir - 01.04.1990, Page 47
Guðsótti og góðir siðir drýgstan þátt í því hve læsi varð til- tölulega almennt hér á landi var píetisminn. Bóklæsi varð nauðsynlegt Píetisminn var heittrúarstefna sem átti rætur sínar í lútherskum rétt- trúnaði. Fylgismenn hans lögðu áherslu á náið, innilegt samband einstaklingsins við guð sem skap- aðist við lestur heilagrar ritningar. Þess vegna náðu uppeldismarkmið píetismans ekki einungis til and- legra og trúarlegra þátta, heldur einnig til menntamála í nútíma skilningi; bóklæsi varð nauðsyn- legt. Helstu fulltrúar píetismans í Þýskalandi voru Spener og Franke. Þeir komu á fót skólum í Halle þar sem lagður var grunnur að kennslu hefðbundinna námsgreina á borð við skrift, reikning og náttúru- fræði.9 I Danmörku naut píetisminn stuðnings konunganna Friðriks IV. og Kristjáns VI. og hafði það varan- leg áhrif á uppeldislöggjöf í Dana- veldi. Fermingartilskipunin var sett í Danmörku 1736, skólatilskipunin 1739 og undir lok aldarinnar voru í Danmörku allmargir skólar.10 Þótt íslenskt samfélag hafi á margan hátt verið gjörólíkt því danska og forsendur eða vilji fyrir skipulögðu skólahaldi ekki fyrir hendi, kom fljótlega fram viðleitni til að koma á uppeldislöggjöf í anda píetismans. Fyrsti fulltrúi hans hér á landi hefur líklega verið Jón Þor- kelsson, skólameistari í Skálholti, en að undirlagi hans var danski presturinn Ludwig Harboe sendur hingað til að hafa eftirlit með kirkju- og fræðslumálum og gera umbæt- ur.11 Harboe dvaldist hér á árunum 1741-45 og gegndi fyrst biskupsem- bætti á Hólum í þrjú ár og síðan í Skálholti í eitt ár. Fyrir tilstilli Har- boes var settur fjöldinn allur af nýj- um tilskipunum, m.a. tilskipun um fermingu 1744 og húsagatilskipun- in 1746. I uppeldismarkmiðum húsagatilskipunarinnar kemur fram nokkuð raunsæisleg viðleitni til að heimfæra hinar píetísku hugmynd- ir upp á íslenskan veruleika. Nokkrar meginbreytingar á við- „Litlir fullorðnir!" Barnæskan var ekki skýrt afmörkuðfrá fullorðinsárunum ífrumstæðu sveitasamfélagi. Börn höfðu jafnmikilvægu efnahagshlutverki að gegna og fullorðnir. horfum til uppeldis koma fram með píetismanum. Reyndar var áfram gert ráð fyrir ströngum aga og skil- yrðislausri hlýðni barna og vinnu- fólks við húsráðendur, en ekki var síður lögð áhersla á að foreldrar „gangjij á undan þeirra börnum og heimilis-fólki með góðu og kristi- legu eftirdæmi og að taka sér vara fyrir öllu því, sem kann af sér að gefa nokkuð heimuglegt eður opin- bert hneyxli."12 Dagleg trúariðkun var grundvallaratriði í hinum píet- íska boðskap. Kristilegum foreldr- um bar þannig þann tíma móðurin er ólétt, inni- lega að ákalla Guð í þeirra bæn- um, að hann vilji varðveita og blessa þeirra lífs-ávöxt . . . Sér- hvör húsbóndi skal kostgæfilega áminna sín börn og hjú, so vel að uppbyrja þeirra erfiði og út- réttingar með bænum til Guðs sem og í erfiðinu staðfastlega sjálf að upplyfta þeirra hjörtum til hans, sem er brunnur og upp- spretta allrar blessunar, og inn- byrðis að tala sín að milli um guðrækilega og uppbyggilega hluti eður annað, það sem ær- legt er og rétt-kristnum manni sæmilegt.13 Leikir, sögulestur og rímnakveð- skapur voru fordæmdir sem ókristi- legt athæfi og áttu börn alvarlega að áminnast undir straff að vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégóm- legum historium eða so kölluð- um sögum og amors-vísum eða rímum, sem kristnum sómir ekki um hönd að hafa.14 Ýmsar uppeldisaðferðir alþýðunnar virðast hafa verið þyrnir í augum boðbera píetismans og skyldi SAGNIR 45

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.