Sagnir - 01.04.1990, Side 52

Sagnir - 01.04.1990, Side 52
Steinunn V. Óskarsdóttir „Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna" Fyrir 60-80 árum var almennt álitið bæði hér á landi og annarsstaðar, að konan ætti eigi önnur hlutverk í mannfélaginu en þau að ala börn og annast þau í uppvextinum. Ást konunnar og fórnfýsi sungu skáldin lof og dýrð. Vitsmuni og hæfileika karlmannsins bar að æfa og þroska. En konunni reið mest á að vera kærleiksrík, fórnfús og auðmjúk hvað sem að höndum bæri.1 Þessi orð voru flutt af frú Svöfu Þórleifsdóttur skóla- stjóra árið 1938. Hún gagn- rýnir í sama fyrirlestri uppeldi stúlkna og álítur að það hafi miðað að því að gera stúlkurnar undir- gefnar og auðmjúkar.2 Svafa, sem var fædd árið 1886 í Öxarfirði, hafði mikla reynslu af barnakennslu og skrifaði margar greinar í blöð og tímarit um uppeldismál. Hafði Svafa rétt fyrir sér? Voru stúlkur meðvitað aldar öðruvísi upp en drengir um aldamótin? I þessari grein er reynt að svara þessum spurningum og eru heim- ildir mínar aðallega minningarrit kvenna sem fæddar voru á árunum 1850-1900. Eins og þeir þekkja sem fengist hafa við kvennasögu þarf að leita mikið og lengi, oft án árang- urs, að heimildum um sögu kvenna. Minningarrit kvenna sem fæddar voru á tímabilinu 1850-1900 skipta ekki mörgum tugum. Guðmundur Hálfdánarsson sagnfræðingur hefur gert mjög ná- kvæma og vandaða úttekt á barna- vinnu á þessu sama tímabili. Heim- ildirnar hans eru 129 sjálfsævisögur fólks sem fæddist á árunum 1846- 1899. Þar af eru þó aðeins 14 sjálfs- ævisögur kvenna eða einungis 11% 50 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.