Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 54

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 54
Steinunn V. Óskarsdóttir Eftir því sem barnahópurinn stækkaði þurfti Guðrún að sinna fleiri skyldum. Tíu ára gömul var hún höfð ein heima um sláttinn að gæta bræðra sinna, sex, tveggja og eins árs. Auk þessa var í hennar verkahring að búa um rúmin, sópa baðstofupallinn út úr dyrum, moka fjósið og hafa lokið þessu þegar móðirin kom af engjum til búverka. Guðmundur bróðir hennar var aft- ur á móti látinn reka kýrnar á morgnana og fara svo á engjar.10 Karlmenn einhvers konar „sparispíss" ? Ólöf Sigurðardóttir (f. 1857) segir að matarverk og barnagæslu hafi bæði stúlkur og drengir annast á sínu heimili. Petta er í raun eina frá- sögnin sem ég hef rekist á þar sem beinlínis er sagt að drengir hafi sinnt sömu störfum og stúlkur. Ennfremur segir hún að börnin hafi verið látin sinna heyvinnu 7-8 ára gömul og að stúlkur hafi slegið til jafns við drengi.11 Pað hefur greini- lega verið algengara að stelpur sinntu störfum stráka en að strákar tækju að sér barnagæslu og inni- störf. Þannig segjast þó nokkuð margar stúlkur hafa annast hjásetu ásamt bræðrum sínum eða öðrum drengjum á bænum.12 Helga M. Níelsdóttir (f. 1903) var látin gæta fjár og sinnti útiverkum með föður sínum. Hún segir þó að Steingrímur bróðir sinn hafi verið tíu árum yngri en hún og þess vegna hafi þetta lent á henni. Orða- lagið bendir til að eðlilegra hafi þótt að strákar önnuðust þessi verk.13 Það kemur víða fram að oft lang- aði stelpur til að gera það sem strák- ar voru að fást við. Viktoría Bjarna- dóttir (f. 1888) á Tálknafirði var ódæl í æsku og vildi gera það sama og strákar. Hún segist ekkert hafa hugsað út í það að henni bæri að haga sér vel vegna þess að hún væri kvenkyns.14 Steinunn Þórarinsdóttir (f. 1884) segir að faðir sinn hafi oft kallað sig til verka með sér utanhúss og látið hana hjálpa sér. Hún segir frá því með stolti að hún hafi þótt „karl- mannsígildi" til verka eins og sagt var um duglegt kvenfólk.15 Hvergi hef ég rekist á það í heim- ildum að strákar hafi sóst eftir því að ganga í störf stelpna þ.e. barna- gæsluna og innistörfin. Það gefur ef til vill vísbendingu um að störf stelpnanna hafi ekki þótt eftirsókn- arverð. Það þótti ekki samboðið virðingu karlkynsins að ganga í kvenmannsstörfin. Til er saga um mann í Húna- vatnssýslu sem hafði lært fatasaum og fór um sveitina og aðstoðaði húsmæður við sauma. Hann varð fyrir aðkasti vegna þessa því fólk var óvant því að karlmenn sinntu saumaskap. Auk þess fékkst hann ekki til að vinna karlmannsverk þegar hann var ekki að sauma. Vegna þessa fékk hann viðurnefnið Valdimar „saumakona". Hann þótti skrítinn.16 Verkaskipting kynjanna var þó mismunandi eftir landshlutum. T.d. var algengara að konur gengju að slætti á Vesturlandi og í Eyjafirði en annars staðar á landinu. Það fór því eftir því hvar á landinu stúlkur fæddust hvaða störf þóttu hæfa að þær ynnu. Barnagæslu og innistörf- um sinntu þær allar án tillits til bú- setu.17 Björn Jóhannsson (f. 1891) í Hrútafirði segir að innivinna drengja á vetrum hafi ekki verið mikil. Þó hafi það komið fyrir að þeir væru látnir aðstoða kvenfólkið við ullarvinnuna.18 Það sama átti við um innivinnu fullorðinna karl- manna eins og eftirfarandi frásögn sýnir vel. Þegar ég var smástelpa í sveit- inni í gamla daga, uppgötvaði ég að karlmenn væru einhvers kon- ar „sparispíss". Ég heyrði full- orðna fólkið nota þetta orð yfir ýmislegt sem sjaldan var notað eða hlíft við hversdagsbrúkun, eins og þar stendur. Svo undar- legt sem það kann að virðast, fór það ekki framhjá mér hversu mikill munur var á vinnusemi karla og kvenna, minnsta kosti að vetrinum. Karlarnir lágu oft hálfa dagana og alla vökuna uppi í rúmum með hendur undir hnakka og ýmist góndu spek- ingslega út í loftið eða sváfu og hrutu svo yfirgnæfði rokkhljóðið hjá stúlkunum.19 Stelpurnar segjast oft hafa þurft að sinna innivinnu og segir Bríet Bjarnhéðinsdóttir (f. 1856): Fyrsti órétturinn sem eg rakst á var undirokun konunnar. Eg Um duglegar stúlkur var oft sagt að þær væru „karlmannsígildi" til verka. 52 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.