Sagnir - 01.04.1990, Side 57

Sagnir - 01.04.1990, Side 57
„Hann fékk bók en hún . . ." ur" eins og hún segir sjálf.31 Elísabet Jónsdóttir (f. 1878) segir að þegar hún áræddi að segja frá þeirri löng- un sinni að stunda bóknám við Kvennaskólann hafi faðir hennar tekið vel í það, en bræðrum hennar fannst það ekki ráðlegt. Þeir sögðu „Það er miklu hagkvæmara að stelpan fari niður á [EyrarjBakka og læri þar karlmannafatasaum, svo að hún geti saumað á okkur fötin."32 Viktoría Bjarnadóttir var sett til náms sem unglingsstúlka og var það aðallega handavinna sem hún lærði.33 Sveinbjörg Sveinsdóttir hafði un- un af bókum. Stjúpu hennar fannst hins vegar lítið vit í að stelpan sæti yfir bókum og nær væri að hún gerði eitthvað þarflegt. Þegar faðir Sveinbjargar dó bað hún stjúpu sína um að mega fá eitthvað af bók- um hans. Hún vildi ekki láta hana fá bækurnar því hún sagði að Sveinbjörg hefði margt annað að gera hjá vandalausum en að liggja í bókum.34 Hulda Á. Stefánsdóttir (f. 1897) segir að hún og bróðir hennar Val- týr hafi ekki fengið sama uppeldið. Hún varð þess fljótt áskynja að bróðir hennar var álitinn henni fremri og tekinn fram yfir hana. Hún fylltist minnimáttarkennd þegar sífellt var staglast á yfirburð- um Valtýs.3;’ Þegar til stóð að senda Valtý til Kaupmannahafnar í nám var honum haldin kveðjuveisla. Þar var hann spurður að því hvort hon- um þætti ekki leiðinlegt að systir hans þyrfti að sitja heima en hann fengi að fara um allan heim og læra. Einhver gestanna svaraði því þá til að stelpur þyrftu ekki að læra, þeirra staður væri á heimilinu.36 Vinnukona eða húsmóðir ? Þessar stúlkur óskuðu þess að hafa fæðst sem karlmenn til að geta gert það sem hugur þeirra stóð til. Þær voru hins vegar allar aldar upp með það fyrir augum að verða vinnu- konur eða húsmæður og ekkert annað. Fáar konur urðu nokkurn tíma húsmæður og því var vinnu- mennskan sá kostur sem blasti við þeim flestum. Góð vinnukona þótti sú sem vann vel, var trú sínum hús- bændum og hlýddi skipunum hús- bænda sinna. Undirgefni og auð- mýkt voru þess vegna þeir eigin- leikar sem komu stúlkum til góða sem vinnukonur. Foreldrar sem ólu upp stúlkubörn voru aðeins að hugsa um hag dætranna. Það var þeirra hagur að þeim væri innrætt auðmýkt og undirgefni strax í æsku. Sú vinnukona sem vann vel, var trú, auðmjúk og undirgefin fékk ávallt hól húsbænda sinna. Sjálfstæð og ákveðin vinnukona var hins vegar álitin hortug. Guðný Hagalín (f. 1878) var stúlka sem var meira fyrir útistörf en að sinna innistörfum. Þegar hún var tólf ára leyfði pabbi hennar henni að fara með sér á sjó. Hann tók hana líka með sér í grenjaferðir og var hún mjög upp með sér af þessu, ekki síst vegna þess að bræður hennar urðu að sitja heima á meðan. En þegar faðir hennar vildi kenna henni að skjóta var föð- ursystur hennar nóg boðið. Hún af- tók með öllu að Guðný lærði að skjóta og fannst það ekki hæfa að kenna henni bara karlaverk. Hún vildi ekki að Guðný yrði alin upp eins og strákur heldur vildi að hún fengi almennilegt stúlknauppeldi. Þótt Guðnýju sárnuðu orð frænku sinnar fékk hún engu um ráðið. Hún lærði síðan hjá móður sinni að vinna öll algeng kvennastörf s.s. að prjóna og spinna.37 Húsmóðurstarfið var framtíð þeirra og bóklegt nám gat orðið þeim of erfitt. Þetta viðhorf er að finna í grein- inni „Um hag kvenna" sem birtist í Þjóðviljanum eldri. En ef það er strákur, þá er vand- inn minni; sé hann efnilegur, og hafi faðirinn föng á að ala hann upp, eru honum allir vegir færir. Hann getur margvíslega unnið sér brauð, orðið „húsfaðir" og lifað sómasamlegu lífi. Sé hann hneigður fyrir bókina, þá má láta hann stúdéra og smíða úr hon- um embættismann með tíman- um. Ella getur hann hangið við kotið, gefið sig við verslun, sigl- ingum, iðnaði eða einhverjum öðrum atvinnuveg, sem eitthvað gefur í aðra hönd. Ef einhver dugur er í stráknum, þá er ekk- ert að óttast . . . því að vinna hans er borguð, af því að hann er strákur. En ef svo „óheppilega" vildi til að faðirinn eignaðist dóttur, hvað átti hann þá að gera við stelpuna ? Eg get að vísu menntað hana til munns og handa, kennt henni Hulda Stefánsdóttir 4 ára og Valtýr bróðir hennar 8 ára. SAGNIR 55

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.