Sagnir - 01.04.1990, Side 60

Sagnir - 01.04.1990, Side 60
/ Oskar Bjarnason og Unnur Karlsdóttir „Ohæfa og fordæðuskapur" á rétttrúnaðaröld Um uppruna og afleiðingar Stóradóms frf> /*<jri Djöfullinn leiðir unga elskendur í freistni. Meyfæðing í Skagafirði Snemma árs 1608 kom upp sá kvittur að hin unga og ógifta Þórdís Halldórsdóttir á Sól- heimum í Sæmundarhlíð í Skaga- firði væri eitthvað að dufla við Tó- mas Böðvarsson mág sinn og bónda á bænum. Til að þagga niður í Gróu á Leiti sór Þórdís þess eið á Seilu- þingi þá um vorið að aldrei hefði hún karlmanns kennt. En viti menn; í september, aðeins fimm mánuðum eftir hreinlífiseið sinn, elur hún stúlkubarn. Gróa sleikti út um og hélt veislu; Ijúffengar sögur að smjatta á, ó sei sei já! Nú var það yfirvaldanna að ganga á Þórdísi og fá faðerni barnsins uppgefið. En hún hélt fast við fyrri framburð um karlmannsleysi sitt og fullyrti að þetta væri meyfæðing. Þórdís var ættstór kona og flestir valdsmenn norðanlands voru skyldir eða tengdir bæði henni og Tómasi. Þeir höfðu sig lítt í frammi til að upplýsa málið. Öllu harðsæknari var Herluf Daa höfuðsmaður sem ekki lét bjóða sér að konukind, þó ættstór væri, þættist vera einhverskonar María mey. Nei, málið skyldi upp- lýst og straffað. Ef þau Tómas yrðu sek fundin áttu þau yfir höfði sér aftöku samkvæmt Stóradómi fyrir fyrsta stigs blóðskammarbrot. Hvorki gekk né rak í málinu þar til á Alþingi 1612. Þá vildi Daa láta pynta Þórdísi til að leysa frá skjóðunni um 58 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.