Sagnir - 01.04.1990, Page 61
„Óhæfa og fordæðuskapur" á rétttrúnaðaröld
ástamál sín en var hindraður í því
þar sem íslensk lög bönnuðu slíkt.
Þrjóska hljóp í hið danska yfirvald
og sama sumar reið landfógeti
norður með fingurskrúfu í fartesk-
inu. A héraðsþingi var málið enn
tekið upp og endaði með því að fó-
geti fyrirskipaði böðli að leggja
skrúfuna á fingur Þórdísi. Þórdís
gaf sig og sagði: „Ef nokkur hefur
gert það, þá er það Tómas Böðvars-
son." Tómas, sem var staddur þar
hjá, vippaði sér á bak hesti sínum,
þeysti yfir móa og mýrar og komst
með undraverðum hætti undan
þeim sem eltu, sumir sögðu með
fjölkyngi. Hann komst austur á
firði, þaðan í skip til Englands og
náðist aldrei. Málaþrefið stóð áfram
í nokkur ár og endaði Þórdís loks líf
sitt í poka á botni Drekkingarhyls í
Öxará árið 1618.1
Saga Þórdísar og Tómasar er
kannski ekki dæmigerð fyrir fórnar-
lömb Stóradóms. Það var ekki al-
gengt að óléttar stúlkur þættust
hreinar meyjar eða að menn gætu
forðað sér eins létt og Tómas. Þetta
var líka í eina skiptið sem sögum fer
af því að fólk hafi verið pyntað til
sagna eða a.m.k. hótað pyntingum.
En það voru margir fleiri, sérstak-
lega á 17. öldinni, sem komust í kast
við Stóradóm, voru líflátnir, húð-
strýktir eða, ef þeir voru svo
heppnir, sluppu með fésekt. En
hvað var Stóridómur?
A Öxarárþingi 1564 innsigluðu
lögréttumenn, lögmennirnir báðir
og hirðstjórinn yfir íslandi lög um
„hordoma frændsemis spioll og
mægda og um frijllulifi"2 sem síðar
fengu viðurnefnið Stóridómur.
Þetta er langt og mikið skjal yfir
framhjáhald, sifjaspell (einnig nefnt
blóðskömm), lausaleik og mismun-
andi refsingar handa þeim sem
gerðust uppvísir að þess háttar at-
hæfi allt eftir eðli glæpsins og fjölda
brota. Stóridómur var löggjöf
einkalífsins í ströngum anda rétt-
trúnaðarins og hans hefur verið
minnst sem einna harðneskjuleg-
ustu laga íslenskrar réttarsögu. En
hverjir báru ábyrgð á þessari hörku
og refsigleði? Var danska kúgunar-
valdið að verki sem oftar eða áttu
íslenskir embættismenn sinn þátt?
Af hverju hljóp þessi harka í refs-
ingar einmitt á þessum tíma?
Hvernig bitnaði hún á fólki? Voru
allir jafn berskjaldaðir eða var ekki
sama Jón og séra Jón?
„Ærlegir og velburðugir
menn"
Forsaga málsins er sú að 13. desem-
ber 1558 var lögleiddur í Danmörku
svokallaður „Kaldangursrecess"
m.a. um siðferðismál. Þetta voru
ein af fyrstu lögunum sem Friðrik
II. Danakonungur skrifaði undir en
hann var að föður sínum látnum
krýndur snemma sama ár aðeins 24
ára að aldri. Nú skyldu þeir dæmdir
til dauða sem héldu fram hjá í
þriðja skiptið, þ.e. urðu uppvísir að
þreföldu hórdómsbroti.3 Islending-
ar hljóta að hafa frétt af recessnum
sumarið eftir en hann hlaut ekki
lagagildi hér strax. Þess ber að gæta
að á þessum tíma hafði Alþingi
löggjafarvald til jafns við konung
og samdi oft lög fyrir Island sem
konungur fékk síðan til undirskrift-
ar.
Það virðist sem fyrsta tillagan um
nýja siðferðislöggjöf hafi komið frá
íslendingum sjálfum. Lögmennirn-
ir Eggert Hannesson og Páll Vigfús-
son skrifuðu konungi bréf 2. júlí
1559 og báðu um að Daninn Páll
Stígsson, sem gegnt hafði landfóg-
etaembætti, yrði settur hirðstjóri
yfir ísland eftir landa sinn Knút
Steinsson. í sama bréfi klöguðu þeir
að klaustur og kirkja hefðu komist
yfir jarðir sem þeim ekki bæri, báðu
um að konungur setti strangari
refsingar við skírlífisbrotum og
kvörtuðu undan því að í þáverandi
lög vantaði dauðarefsingar. Kon-
ungur brást skjótt við (á þessa tíma
mælikvarða) og árið eftir sendi
hann íslensku biskupunum bréf,
kvaðst hafa frétt að á landinu
„skule brukast stór óskickanligheit
á medal vorra vndersáta . . . með
hórerij og ödrum óchristilegum og
ótilheyrelegum giörningum" og
óskar þess að sá „vondskapur mei-
ge afleggiast". í bréfinu, sem barst
með kaupskipi þá um vorið, bað
hann biskupana að semja frumvarp
að refsingum við sifjaspellum, laus-
læti og fleira. Sama ár skrifa svo
biskuparnir konungi og biðjast
undan því að semja frumvarpið
sökum eigin fáfræði en leggja til að
„vijsustu og hálærdustu" menn
konungs taki verkið að sér og munu
þeir í öllu hlýta þeirra úrskurði.4
Afskiptaleysi biskupanna er
nokkuð merkilegt. Þarna höfðu
þeir tækifæri til að hlutast til um eitt
helsta hugðarefni kennimanna fyrr
og síðar, siðferðismál almúgans, en
biðjast undan því. Getur verið að
þeir hafi verið sáróánægðir með að
þetta dómsvald væri tekið frá kirkj-
unni eða voru þeir á móti því að
herða lögin? Það má slá því föstu að
einhver óánægja hafi verið á ferð-
inni og líklegast hafa biskuparnir
viljað hafa siðferðismálin áfram á
sinni könnu.
Konungur bað háskólakennara
við Hafnarháskóla um tillögur um
refsingar við sifjaspellum og laus-
læti á íslandi með bréfi dagsettu í
janúar 1561. Kennararnir svöruðu
rúmum hálfum mánuði síðar. Til-
lögur þeirra voru allróttækar. Þeir
vildu afnema öll afskipti kirkjunnar
af siðferðislöggjöf, setja harðar refs-
ingar við sifjaspellum og afnema
SAGNIR 59