Sagnir - 01.04.1990, Síða 66
Óskar Bjarnason og Unnur Karlsdóttir
ingsregluna eins og sést á miklum
deilum um skilgetni barna fjór-
menninga árin á eftir sem voru ekki
settar niður fyrr en með dómi 1558.
í Stóradómi var tekin upp reglan frá
Alþingissamþykktinni og skapaði
hann Islandi sérstöðu meðal mót-
mælendaþjóða í þessum efnum,
sem varð ekki rofin fyrr en með
konungstilskipun frá 1585 um að
leyfa skyldi hjúskap þeirra sem
voru mægðir eða skyldir í þriðja og
fjórða.27 Andstöðunni við þessu
bréfi lýsir Guðbrandur Hólabiskup
skemmtilega:
... og þá það sama bréf var
upplesið í lögréttu, hrinu menn
þar á móti með lófataki, og
klöppuðu það út — hvað aldrei
hefir í fornum sögum eðr nýjum
skeð fyrri —, og sögðust aldrei
skyldu þar undir gánga. Og enn
nú finnast nokkrir, sem láta
heyra af sér, að þá menn, sem
svo eru getnir, skuli þeir aldrei
skilgetna dæma, með mörgum
fleirum heimskuorðum, sem ég
vil ekki herma.28
Inga Huld Hákonardóttir telur hina
geysilegu áherslu á sifjaspell vera
séríslenskt fyrirbrigði sem eftirfar-
andi tölur staðfesti: Á einum ára-
tugi (1641-50) komu upp 113 sifja-
spellsmál á Islandi en á Norður-Jót-
landi aðeins 22 á 200 ára tímabili!29
Parna hefur tog um jarðir verið á
ferðinni en þegar börn skyldmenna
Dómendur að störfum. Úr Jónsbókar handriti frá
st'ðari hluta 16. aldar, svonefndri Reykjabók.
urðu allt í einu skilgetin og þar með
arfgeng varð óhjákvæmilega ein-
hver röskun á jarðeignum. Pessi
íhaldssemi Islendinga hlýtur að telj-
ast til einkenna fámenns bænda-
samfélags þar sem jarðeign skipti
öllu máli og auðvelt var að kunna
skil á ættmennum sínum og vensla-
fólki. Uti í heimi hins vegar jókst á
þessum tíma fólksfjöldi, þéttbýli og
hreyfanleiki fólks ört og erfiðara
hefur orðið að rekja skyldleika fólks
langt aftur í ættir. Hugtakið sifja-
spell hlaut því að þrengjast. Pað er
athyglisvert í þessu sambandi að
um þetta leyti báðu Færeyingar um
að vera dæmdir eftir Stóradómi
fremur en dönskum lögum.30
Annað sérkenni Stóradóms mið-
að við dönsk lög eru fastákveðnar
sektir án tillits til kyns og efna þess
seka. í Danmörku voru sektir látnar
fara eftir eignum afbrotamannsins,
t.d. helmingur, fjórðungur eða einn
sjöundi partur var dæmdur af hon-
um. Höfundar Stóradóms, lögréttu-
mennirnir 24 sem voru örugglega í
tölu betri bænda landsins, hafa
þarna greinilega gætt hagsmuna
efnamanna, því eins og bitur al-
þýðumaður skrifaði hátt í öld síðar:
„Hvad ætlar þu rijkismanninn
drægi vmm eina 6 dali, honum er
þad ecki meira straff enn tekid sie j
haunk vr hrosstagli hans."31 í Dan-
mörku borguðu konur helmingi
minna fyrir sama brot, en hér skipti
kyn þess brotlega engu máli enda
hefur Inga Huld kallað Stóradóm
„fyrstu jafnréttislöggjöf" Islend-
inga.32 Sjaldnast voru þó íslenskar
konur, fremur en danskar stöllur
þeirra, borgunarmenn fyrir sektir
sínar enda voru margfallt fleiri kon-
ur húðstrýktar vegna fátæktar en
karlar.33 Þarna fær jafnréttishugtak-
ið býsna kaldhæðnislega merkingu.
Loks má benda á hinar stórlega
hertu refsingar við frillulífisbrotum
sem sagt var frá hér að framan.
Valdsmenn hafa viljað nota tæki-
færið til að draga úr óskilgetni og
létta ómegð af hreppunum. Hér
skín í gegn hugarfar staðnaðs þjóð-
félags þar sem fólksfjölgun var álit-
in óeðlileg og beinlínis hættuleg þar
sem hún byði heim harðindum.34
Af ofansögðu má ráða eins og
reyndar af aðdraganda Stóradóms
að hann er ekki algjörlega útlent
kúgunartæki sem var þröngvað
uppá íslendinga að þeim forspurð-
um heldur höguðu íslenskir valds-
menn samingu hans talsvert eftir
eigin nefi.
Framkvæmd laganna
Heimildir vantar um að Stóradómi
hafi verið beitt að ráði fyrstu áratug-
ina. Guðbrandi biskupi Þorlákssyni
virðist hafa þótt valdsmenn sinnu-
lausir um að beita dómnum sem
skyldi og bað um konungsbréf þess
efnis að eftir honum skyldi farið
undanbragðalaust. Biskup segir að
menn hafi komið:
. . . til að rengja Stóradóm og vé-
fengja hann, vildu heldr hafa
peníng, en refsa og straffa eptir
Guðs lögum og dæmdum dómi
og af kóngl. maj. samþykktum,
og vildu svo inn leiða agaleysi,
synd og skammir inn í landið,
Guði til stygðar, þá meðkenni eg
að eg bað kóngl. maj. að gjöra
áminníng sínum umboðsmönn-
um, að synd og last væri straff-
að.
Biskup ógnaði með reiði guðs ef
dauðarefsingar yrðu felldar niður
því þær væru syndurum víti til
varnaðar.35 Þess má geta að eitt-
hvað varð biskupi þó hált á svelli
eigin siðgæðis því að sjálfur átti
hann barn í lausaleik áður en hann
varð biskup.36
Már Jónsson hefur bent á að var-
hugavert sé að taka skrif biskupsins
sem merki þess að valdsmenn hafi
hikað við að beita Stóradómi, þau
séu liður í persónulegum deilum
Guðbrands við Jón lögmann Jóns-
son enda hafi biskupinn ekki nefnt
nema eitt dæmi máli sínu til stuðn-
ings. Stórar yfirlýsingar voru gefnar
út í hita leiksins.37 Það er þó vel
hugsanlegt að embættismenn hafi
tregðast við að beita lögunum af
fullri hörku til að byrja með. Sú em-
bættismannastétt sem þá ríkti mátti
muna tímana tvenna, bæði
kaþólska og lútherska, og líklega
verið ófús að rjúka upp til handa og
fóta og fara að aflífa fólk fyrir brot
sem fram að þessu höfðu ekki talist
dauðasök. Þeir hefðu þá eflaust
64 SAGNIR