Sagnir - 01.04.1990, Page 78
Jón Ólafur ísberg
samstaða næðist milli þeirra sem
töldu sig tapa, þ.e. landeigenda,
bænda, kirkjuvaldsins, kóngs og
síðast en ekki síst Hansakaup-
manna.
Samvinna tókst milli þessara að-
ila seint á 15. öld eftir töluverð átök
og áfangar á þeirri leið eru meðal
þekktari atburða íslandssögunnar
s.s. drápið á Jóni Gerrekssyni,
„brottrekstur" Guðmundar Arason-
ar, Langaréttarbót og víg Björns
hirðstjóra Þorleifssonar.
Píningsdómur staðfesti sam-
komulag þessara aðila og hagsmun-
ir þeirra voru tryggðir. Hansakaup-
menn höfðu náð undirtökunum í
verslun og boluðu Englendingum,
með stuðningi Islendinga, smám
saman í burtu. Að vísu höfðu Þjóð-
verjar einnig vetursetu, réðu fólk í
vinnu og gerðu út, en tekið var fyrir
það þegar Englendingar höfðu
verið flæmdir brott og lögum komið
yfir búðsetufólkið. Píningsdómur
var fyrsti áfanginn í framhaldslífi
miðalda hér á landi. Stöðugt varð
að standa vörð um þá hagsmuni
sem þar voru tryggðir og kemur
það glögglega fram í dómum síðari
alda, t.d. marköngla- og ormadóm-
um íslenskra valdsmanna, lögum
konungsvaldsins, t.d. einokunar-
Með Thor Jensen, og fyrirtæki hans Kveldúlfi, og
Guðnntndi ríka Arasyni á Reykhólum er margt
líkt.
versluninni og banni við lausa-
mennsku, sem voru sett með
stuðningi og að óskum fslendinga,
og síðast en ekki síst í skrifum yfir-
stéttarmanna og hugmyndafræði-
legra fylgifiska þeirra, t.d. Ólafs
Stefánssonar á 18. öld og Baldvins
Einarssonar á 19. öld.
Píning og píningur
Píningsdómur hélt velli í um 400 ár
og má segja að afnám vistarbands-
ins marki endalokin. Verulegt
hættuástand (fyrir Píningsmenn)
skapaðist seint á 18. öld með um-
bótatilraunum danskra stjórnvalda,
sem nutu stuðnings fámenns hóps
upplýstra Islendinga, s.s. Skúla
Magnússonar og Jóns Eiríkssonar,
en þær miðuðu að því að draga ís-
land upp úr miðaldafeninu og end-
urskipuleggja stjórnsýslu og at-
vinnuhætti til samræmis við það
sem var að gerast í Danmörku og
annars staðar í Evrópu. Þessar til-
raunir mistókust að mestu en þær
lögðu grunnin að síðari breyting-
um. Merkilegasta nýjungin var tví-
mælalaust stofnun kaupstaðar í
Reykjavík og að hún skyldi gerð að
stjórnsýslumiðstöð, sem síðar átti
eftir að vaxa og dafna. Yfirstéttin
gerði sér vissulega grein fyrir hvað
var að gerast og hvert framhaldið
yrði ef umbótatilraunirnar skiluðu
árangri. Snúist var til varnar með
gengdarlausum áróðri í ræðu og riti
gegn lausamönnum, lötu vinnu-
fólki og þurrabúðarpakki, eins og
fram kemur í sumum ritum upplýs-
ingarmanna, Armanni á Alþingi og
síðar umræðum á Alþingi. En allt
kom fyrir ekki og að lokum varð
kerfið að láta undan, eftir að stór
hluti landsmanna hafði flúið vestur
um haf. Píningsdómur var þó ekki
öllum gleymdur.
Eftir stutt en farsælt frjálsræðis-
tímabil komu kreppur í hinum
ýmsu greinum, og loks hin alþjóð-
lega kreppa á fjórða áratugnum.
Meðan allt gekk vel voru menn
ánægðir með að vera lausir við höft-
in en þegar eitthvað bjátaði á var
krafsað í pilsfaldinn. Bændur urðu
fyrstir fyrir barðinu á kreppu þegar
markaðir fyrir sauði, og síðar salt-
kjöt, lokuðust. Árið 1919 var síldar-
Frjdlshyggjupostullinn ]ón Sigurðsson áttaði sig
fljótt á pvi að evrópsk frjálshyggja átti ekki upp á
pallborðið meðal íslenskra bænda.
krakkið fræga og margir útgerðar-
menn fóru á hausinn. Ríkisstjórnir
sem þá voru við völd töldu það ekki
í sínum verkhring að setja lög sem
skertu athafnafrelsi manna til þess
að vernda þá fyrir eigin vitleysis-
gangi. En fljótt skipast veður í lofti.
Áður en ísland varð lýðveldi hafði
verið stofnuð síldareinkasala, ein-
okunarverslun með saltfisk og
tæknivædd stórbú í landbúnaði
bönnuð. Fleiri lög og reglugerðir
hafa síðan fylgt í kjölfarið.
Einkaframtak og einstaklings-
frelsi hafa oft verið skilgreind sem
sjúkdómur, mein í þjóðarlíkaman-
um, í fyrri alda heimildum og svo
virðist sem það viðhorf hafi lítið
breyst þó orðalagið sé annað. Nú er
svo komið að kvótakerfi er bæði í
landbúnaði og sjávarútvegi, einok-
un í útflutningi og óeðlilegar höml-
ur á athafnafrelsi fólks. Ríkisvaldið
er vald skussanna, sem sér til þess
að draga máttinn úr þeim sem geta
og vilja. Þeir sem fiska fá ekki að
róa, nema upp á náð annarlegrar
kvótastjórnunnar og þeir sem fram-
leiða góða vöru og vilja selja erlend-
is eða innanlands eru beittir óeðli-
legum þvingunum. Þetta ástand
minnir óþægilega mikið á gamla
bændasamfélagið, nema nú höfum
við ekki Danina til að kenna um það
sem aflaga fer.
Stefna stjórnvalda undanfarinna
áratuga hefur beðið skipbrot. Sífellt
76 SAGNIR