Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 79
Píningsdómur 500 ára
Með mjólkursölulögunum 1934 var komið í veg
fyrir að tæknivæddur stórbúskapur fengi að dafua á
fslandi. Hátt verð á landbúnaðarvörum er afleiðing
peirrar stefnu sem þar var mörkuð.
fleiri lög og reglur sem takmarka at-
hafnafrelsi fólks leiða ekki til neins
annars en lélegri lífskjara fyrir al-
menning. Paö er nokk sama í hvaða
stjórnmálaflokki menn eru, sama
miðaldaviðhorfið er alls staðar ríkj-
andi þó vissulega séu til undan-
tekningar. I stjórnarskrá lýðveldis-
ins segir að ekki megi leggja hömlur
á atvinnufrelsi manna nema al-
mannaheill krefji og vissulega geta
verið þær aðstæður að almannaheill
krefjist takmarkanna. Á miðöldum
kröfðust yfirstéttin og bændur tak-
markanna á athafnafrelsi fólks og
fengu vilja sínum framgengt með
Píningsdómi. Afleiðingar þess eru
öllum kunnar.
Nú á dögum þiggja yfirvöld völd
sín frá almenningi, þannig að færa
má rök fyrir því að aðgerðir þeirra
séu tilkomnar að kröfu almennings.
Samkvæmt þessu er það að kröfu
almennings sem óðaverðbólga hef-
ur geysað hér undanfarna tvo ára-
tugi, vaxtaokur viðgengist, verð á
matvöru, sérstaklega íslenskum
landbúnaðarafurðum, verið óeðli-
lega hátt og síðast en ekki síst lág
laun og vinnuþrælkun. Nú hef ég
ekki trú á að þetta sé stefna nokkurs
manns, en hver er þá skýringin á
því að þetta hefur viðgengist?
Ástæðan fyrir lélegum lífskjörum,
hendstefnu og óráðsíu stjórnvalda
er fyrst fremst tilkomin vegna hags-
muna yfirstéttarinnar, þ.e. fram-
leiðenda og seljenda, við að við-
halda einokunnaraðstöðu sinni á
nær öllum sviðum þjóðlífsins. Al-
menningur, þ.e. neytendur, hefur
látið bjóða sér þetta vegna þess að
honum er talin trú um að ekki sé
annarra kosta völ. Þjóðernisstefnu,
rómantík og guð má vita hverju er
ofið saman í þennan blekkingarvef,
jafnvel íslenskir kommúnistar létu
fallerast.
Þróun undafarinna áratuga stefn-
ir í nýjan Píningsdóm og á sama
tíma sem þjóðir Evrópu taka stefn-
una fram á veginn horfa íslending-
ar til baka. Miðöldum í Evrópu er
talið Ijúka 1492, með fundi Amer-
íku, og 1992 er stefnt að sameigin-
legum markaði Evrópu og nánari
samvinnu flestra Evrópuþjóða á
nær öllum sviðum. Sú spurning
sem íslendingar standa frammi
fyrir á þessum tímamótum er hvort
þeir ætla að ganga framtíðinni á
hönd eða ljúka við að endurskapa
samfélag miðalda áður en 21. öldin
Heimildir
Þessi grein byggir á prentuðum og þekktum
heimildum sem lesendum Sagna ætti flestum
að vera vel kunnugar og er því ástæðulaust að
vera með heimildatilvísanir í svo margþvældu
efni. Helsta ritið er auðvitað ísiensk miðalda-
saga, og raunar Enska öldin einnig, eftir Björn
Þorsteinsson, bók Gísla Gunnarssonar Upp er
boðið ísaland og rit Ólafs Ásgeirssonar lðnbylt-
ing hugarfarsins. Auk þeirra má nefna bækurn-
ar; Mellan kung och allmuge eftir Harald Gustaf-
son, íslenskan söguatlas og „Sjdvarhættina"
hans Lúðvíks. Af einstökum greinum vil ég
sérstaklega benda á frábæra grein Helga Þor-
lákssonar um söguskoðun Björns Þorsteins-
sonar í afmælisriti Magnúsar Más Lárussonar
Saga og kirkja. í Sögu 1989 birtist grein eftir
undirritaðann, ásamt Gunnari Halldórssyni
og Theódóru Kristinsdóttur, sem heitir
„íhaldssemi og framfarahugmyndir fyrr á
tímum." og er þessi grein nokkurs konar við-
bót. Að síðustu er að nefna þá bók sem var
kveikjan að þessum vangaveltum en hún
heitir The European Miracle og er eftir hag-
fræðiprófessor í Ástrah'u, sem heitir því frum-
lega nafni, E.L. Jones.
SAGNIR 77