Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 80

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 80
Guðjón Friðriksson Kaupkonur og búðardömur Verslunarkonur í Reykjavík 1880-1917 Fram undir aldamótin 1900 einskorðaðist vinna kvenna mjög við hefðbundin heimil- isstörf í höfuðstað íslands. Flestar voru húsmæður eða vinnukonur. Margar þessara kvenna gripu þó í einhverja launavinnu þegar hún gafst, svo sem fiskvinnu. Nokkur hópur kvenna lifði í lausamennsku og voru það oft fyrrverandi vinnu- konur, útslitnar og gamlar, sem urðu að hafa ofan af fyrir sér með þvottum, saumaskap, kúarekstri, mótekju, vatnsburði, upp- og út- skipun eða annarri tilfallandi vinnu. Einu konurnar í embættis- mannastétt voru ljósmæður en í verslunar- og iðnaðarstétt voru engar ef frá eru taldar nokkrar saumakonur. Sighvatur Bjarnason segir í fyrirlestri sínum um verslun- arlífið í Reykjavík um 1870 að eng- inn kvenmaður hafi þá verið fastur starfsmaður við verslun. Þær kom- ust ekki hærra en að bera vörupoka á bakinu eða á handbörum eða þegar best lét að „sortéra" eða flokka ull í pakkhúsi.1 Eftir 1880 fór smám saman að verða breyting á þessu og einkum eftir aldamót tóku reykvískar konur að stunda störf, sem einungis karlmenn höfðu sinnt áður, og var það til merkis um nýj- an hugsunarhátt og breytingar á at- vinnuháttum þjóðarinnar. Konur í Reykjavík fóru að sinna félagsmál- um af fullum krafti upp úr 1870, fyrst með samtökum um kvenna- skóla og síðan Thorvaldsensfélag- inu sem stofnað var 1875. Það voru þó einkum konur úr efri stéttum sem tóku þátt í þessum samtökum til að byrja með. Ekkjur og aðrar konur, sem voru sjálfs sín ráðandi, fengu kosningarétt til bæjarstjórnar 1882 en engin kona nýtti sér hann fyrr en 1888. Um þær mundir bárust til íslands hugmyndir John Stuart Mill og annarra hugmyndafræðinga og smám saman fóru þær að hafa áhrif meðal kvenna og karla. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði fyrst um kvenfrelsi í Fjallkonuna 1885 og hélt opinberan fyrirlestur árið 1887. Á síðasta áratug 19. aldar fóru „femin- ískar" hreyfingar að hafa áhrif svo um munaði í höfuðstað íslands og má þar nefna stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvíta bandsins 1895. Þessar hræringar munu beint eða óbeint hafa haft þau áhrif að fá- einar konur, einkum úr efri stétt- um, fóru að stunda atvinnurekstur upp á eigin spýtur en aðrar réðu sig til starfa sem búðardömur og skrif- stofustúlkur. Þróunin varð sérstak- lega ör eftir aldamót og hélst í hendur við upphaf iðnvæðingar, aukna sérhæfingu í stækkandi bæ og meiri einstaklingshyggju. Hið gamla og íhaldsama bændaþjóðfé- lag var að víkja í höfuðstaðnum. Hér verður gerð grein fyrir því hvernig konur í Reykjavík hösluðu sér völl í verslun á árunum 1880- 1917, bæði sem sjálfstæðar kaup- konur og búðardömur. Búðir ekki við kvenna hæfi Fyrir 1880 voru búðirnar í Reykjavík eins konar allsherjarkramvörubúðir þar sem öllu ægði saman. Þetta kemur vel fram í ferðabók kaþólska prestsins Baumgartners sem ferð- aðist um Island sumarið 1883: í búðunum fæst alt: olía og kerti, tóbak og pípur, flesk og andlits- duft, sælgæti og blikkvörur, ull- ardúkar og ljereft, hanskar og skór, gleraugu og kaffi, hest- skónaglar og múskathnetur, brennivín og önglar, úr og te- skeiðar, stólar og kartöflur — sem sagt alt sem nöfnum tjáir að nefna í einum hrærigraut. Hver þessara búða er bændamarkað- ur.2 Og það sem meira var. Búðirnar voru jafnframt helstu krár bæjarins. Þar hímdu karlarnir hvenær sem 78 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.