Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 83
Kaupkonur og búðardömur hannyrðaverslun, sú fyrsta sinnar tegundar í höfuðstaðnum. Frú Augusta varð þannig fyrst kaup- kvenna í Reykjavík. Byrjaði hún verslun sína í litlu þakherbergi í Þingholtsstræti 18 og verslaði aðal- lega með svuntur, slifsi og annað sem hæfði íslenska búningnum. Pantaði hún efnið í þetta að mestu leyti frá París og saumaði síðan sjálf og seldi. Smátt og smátt færði hún út kvíarnar og fór að selja alls konar handavinnu. Um tíma var verslun- in í Skólastræti 1 en árið 1901 keypti hún stórt og myndarlegt timburhús í Aðalstræti 12 og þar var verslunin um langan aldur/ Augusta Svends- en tók sér í byrjun 17 ára aðstoðar- stúlku í búðina, Guðrúnu Heil- mann að nafni, og taldi hún sig seinna fyrstu búðardömu í Reykja- vík, en sennilega hafa þær Gabríella og Sigríður þó verið á undan henni.8 Fleiri kaupkonur fyrir aldamót Önnur kaupkonan, sem ég hef rek- ist á, er Ragnheiður Zoéga, kona Brynjólfs H. Bjarnasonar hótelhald- ara og síðar kaupmanns. Hún aug- lýsti í Fjallkonunni árið 1888 að hún seldi prestakraga og „úthöggvin lík- föt" á Vesturgötu 17 en þar rak maður hennar hótel um þær mund- ir. Hin þriðja er Ingibjörg Johnson sem byrjaði að versla í húsi sínu eft- ir 1892. Hún var eiginkona Þorláks Ó. Johnsons kaupmanns sem um þær mundir missti heilsuna en verslun hans hafði þá liðið undir lok og fjölskyldan orðin eignalaus að mestu. Kom í hlut Ingibjargar að sjá heimilinu farborða. Keypti hún silkiefni frá Sviss og Þýskalandi, sneið sundur og bjó til slifsi og svuntur sem hún seldi í dagstofu sinni. Síðar færði hún verslun sína á neðri hæð, við eitt lítið borð, en varninginn fékk Ingibjörg þá með aðstoð Edinborgarverslunar.9 Versl- un Ingibjargar Johnson varð brátt ein þekktasta hannyrðaverslun Reykjavíkur. Rak Ingibjörg hana til dauðadags 1920 en þá tóku dætur hennar við. Ingibjörg keypti sér ekki borgarabréf, sem kaupmönn- um bar að hafa, fyrr en við andlát manns hennar 1917 en fram til þess tíma mun hún hafa notast við borg- arabréf Þorláks.9 Konurog verslunarmannafélög Eftir 1890 varð æ tíðara að kvenfólk væri ráðið til afgreiðslustarfa í versl- unarbúðum í Reykjavík, einkum vefnaðarvörudeildum þeirra, en kaup þeirra var þó lægra en karl- mannskaup við sömu störf. Þannig var Guðrún Heilmann ráðin árið 1897 til Brydeverslunar í Hafnar- stræti 1-3, sem var ein stærsta versl- un bæjarins, og vann þar í nokkur ár. Hún fékk í kaup 30 krónur á mánuði en síðast var kaup hennar komið í 45 krónur.10 Hjörtur Hans- son réðist til sömu verslunar árið 1902 og vann þar til 1915. Hann fékk fyrst 50 krónur á mánuði, síð- an var kaupið hækkað í 80 krónur en var að lokum orðið 150 krónur.11 Á ljósmynd af starfsfólki Thom- sensverslunar vorið 1900 eru þrjár konur en 18 karlar. Árið 1907 voru 18 afgreiðslumenn í Bryde-búð, þar af voru átta konur.12 Verslunarmannafélag Reykjavík- ur var stofnað 1891 af kaupmönn- um og verslunarþjónum í samein- ingu og var það því ekki verkalýðs- félag heldur fremur eins konar karlaklúbbur. Það er fyrst árið 1900 sem kona var tekin inn í félagið eftir umræður um það á félagsfundi um hvort slíkt væri nokkur hæfa.13 Það var frú Laura Hansen, ekkja eins stofnanda félagsins og fyrrverandi formanns þess. Hún var tekin inn sem kaupmaður en afgreiðslustúlk- ur fengu ekki inngöngu í félagið fyrr en um 1924. Árið 1908 var gerð tilraun til að stofna verslunar- mannafélag sem hreint verkalýðsfé- lag og var það nefnt Freyr. Tekið var fram í frétt um stofnunina að einungis verslunarþjónar, karlar og konur, fengju inngöngu í félagið.14 Sennilega hefur félagið lognast fljótlega út af en árið 1913 var Versl- unarmannafélagið Merkúr stofnað af nokkrum nýútskrifuðum nem- endum Verslunarskólans og átti það einnig að vera stéttarfélag. Merkúr starfaði með krafti í mörg ár og 1924 voru um 150 félagar í því, þar af 40 konur.15 Skriða eftir aldamót í Bæjarskrá Reykjavíkur 1909 eru alls 39 konur taldar upp í verslunar- stétt. Þar eru 26 konur titlaðar búð- armeyjar, tíu kaupmenn, ein klæð- sali, ein verslari og ein verslunar- stjóri. Þarna mun þó langt í frá að öll kurl séu komin til grafar því að einungis húsráðendur eða fólk, sem að öðru leyti var sjálfs sín, er talið upp í Bæjarskrá. Þar vantar því allar eiginkonur og heimasætur. SAGNIR 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.