Sagnir - 01.04.1990, Page 84

Sagnir - 01.04.1990, Page 84
Guðjón Friðriksson Starfsfólk í Thomsensverslun vorið 1900. Þarna eru prjár búðardömur ( hópi 21 verslunarpjóns. Þær eru f.v.: Eiín Magnúsdóttir, Lovísa Bartcls og Ingileif Bartels. Sem dæmi má taka tvær kaupkon- ur. Augusta Svendsen er talin upp af því að hún var ekkja en Ingibjörg Johnson ekki þar sem maður henn- ar var á lífi. Fyrir utan þær Augustu Svend- sen, Ragnheiði Zoéga og Ingibjörgu Johnson hef ég fundið eitt dæmi um kaupkonu fyrir aldamót. Pað var Marie Hansen sem var komin með blómaverslun árið 1897. Ég tel þó víst að fleiri konur hafi stundað smáverslun frá heimilum sínum á ýmsri vöru. Vorið 1900 auglýsti t.d. Bríet Bjarnhéðinsdóttir að hún hefði fatasnið til sölu heima hjá sér. Aðrar höfðu matvæli til sölu, sem þær framleiddu sjálfar, svo sem kál, og til er munnleg heimild um að frú María Kristín Thoroddsen, kona Sigurðar Thoroddsens verkfræð- ings, hafi búið til kjötfars heima hjá sér og selt.16 Eftir aldamót varð æ algengara að konur stunduðu kaupmennsku. Til er skrá yfir útgefin borgarabréf á ár- unum 1900-1917 og voru á þeim tíma gefin út alls 536 slík bréf, af þeim fengu konur 64 eða um 12% allra bréfanna.17 Ekki er þó víst að allar konurnar hafi notfært sér borgarabréfin og í nokkrum tilfell- um voru þetta konur manna sem orðið höfðu gjaldþrota en þeir hugðust halda áfram verslun undir nafni eiginkvenna sinna. Verslun- arstörf meðal kvenna voru orðin nokkuð algeng um 1910. Pá voru 6434 konur í Reykjavík, þar af 3791 á aldrinum 20-70 ára og má giska á að ekki færri en 100 þeirra hafi stundað verslunarstörf eða a.m.k. 3% kvenna á vinnualdri. Reykjavík var um þessar mundir í mjög örum vexti. Árið 1900 voru 5802 íbúar en 1917 voru þeir orðnir 15020 og hafði íbúatalan nær því þrefaldast á aðeins 17 árum.18 Þróun í átt til sérverslunar og deildskiptrar verslunar var ör um aldamót og má segja að konur hafi þar helgað sér viss svið í verslun þar sem þær urðu mikilsráðandi eða jafnvel allsráðandi. Par má nefna álnavöru, fatnað, snyrtivöru, skartgripi, búsáhöld, blóm, mjólk og brauðvörur. Þetta voru þeir vöruflokkar sem konur voru kunn- ugastar úr heimilisstörfum. Flestar voru verslanir þeirra í fremur smá- um stíl og stundum inni á heimil- um. Mjólku rsöl uko nurnar Sérstakar mjólkurbúðir þekktust ekki fyrir aldamót. Efnaðir bæjar- búar áttu sjálfir sínar kýr, en aðrir fóru á mis við mjólkurneyslu að mestu leyti. Samgöngur leyfðu ekki að flutt væri mjólk til bæjarins að neinu marki. Þeir sem voru aflögu færir með mjólk munu þó hafa selt hana út af heimilum sínum og kom það oftast í hlut kvenna eða bama 82 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.