Sagnir - 01.04.1990, Side 87

Sagnir - 01.04.1990, Side 87
Kaupkonur og búðardömur hann lést árið 1903 og rak hana í nokkur ár. Hún er titluð kaupmaður árið 1909.40 21. Kristjana Thorsteinsson fékk borg- arabréf 16. nóv. 1903. Hún var eigin- kona hins stórvirka kaupmanns og út- gerðarmanns, Th. Thorsteinsson. 22. Vigdís Teitsdóttir rak árið 1904 smáverslun á Vesturgötu 50A.41 23. Kristín Sigurðardóttir fékk borg- arabréf 5. apríl 1904 og rak vefnaðar- vöruverslun til dauðadags 1928. Versl- un hennar var fyrst á Laugavegi 11, síð- an í Fischersundi 1, þá á Hverfisgötu 30 en árið 1907 keypti hún húseignina Laugaveg 20A og þar var verslunin síð- an.42 24. Kristín Jónsdóttir. Kona með þessu nafni rekur verslun á Laugavegi 11 árið 1904 og flytur þá í Fischersund 1 en árið 1907 verslar kona með þessu nafni á Laugavegi 6.43 Spurning hvort um sömu konuna sé að ræða. 25. Lilja M. Kr. Ólafsdóttir var komin með verslun á Laugavegi 19 árið 1904 þar sem hún seldi líkkransa og jólakort og árið eftir hafði hún flutt sig á Lauga- veg 23 og var þá einnig með veitinga- stofu.44 26. Svanborg Jónsdóttir fékk borgara- bréf 19. júní 1905. Hún er titluð kaup- maður á Njálsgötu 23 árið 1909.45 27. Þuríður Sigurðardóttir opnaði Sápuverslunina í Austurstræti 6 árið 1905 og rak hana í mörg ár.46 Hún fékk borgarabréf 27. júní 1905. 28. Helga Andersen er titluð klæðsali árið 1909 og 1913 tilkynnti hún til firma- skrár að hún ræki fyrirtækið Andersen & Sön áfram.47 Hún mun hafa tekið við rekstrinum eftir að maður hennar lést árið 1905 en hann rak stóra fataverslun í Aðalstræti 16. 29-30. Gunnhildur Thorsteinsson ljós- myndari fékk borgarabréf 13. júlí 1905 og stofnaði sama ár fyrirtækið Gunn- hildur Thorsteinsson & Co ásamt systur sinni Helgu Thorsteinsson. Þær ráku Ijós- myndastofu ásamt verslun með ljós- myndavörum. Helga gekk út úr fyrir- tækinu að tveimur árum liðnum.48 31. Gunnþórunn Halldórsdóttir fékk borgarabréf 26.jan. 1905 og hóf vefnað- arvöruverslun, til að byrja með ásamt stallsystur sinni, Guðrúnu Jónassen, á Amtmannsstíg 5. Gunnþórunn rak verslun sína um áratugaskeið og var síðar m.a. á Laugavegi 12 og í Eimskipa- félagshúsinu.49 32. Sigríður Þ. Thorlacius. Hún fékk borgarabréf 12. sept. 1906 og er titluð kaupkona í Templarasundi í Niðurjöfn- unarskrá Reykjavíkur 1907 og 1908. 33. Sigríður Einarsdóttir í Ingólfsstræti 6 fékk borgarabréf 29. jan. 1906. 34. Þórunn R. Guðmundsdóttir í Þing- holtsstræti fékk borgarabréf 30. júní 1906. 35. Jórunn Guðmundsdóttir. Hún er titluð kaupkona í Niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur 1907 og kaupmaður í Bæjar- skrá Reykjavíkur 1909. 36. Guðrún Jónasson fékk borgarabréf 25. júlí 1907 og rak síðan eina þekktustu sælgætisverslun bæjarins í Aðalstræti 8. Hún var ógift. 37. Sigríður Sigurðardóttir fröken fékk borgarabréf 7. sept. 1907. Hún rak veit- ingasölu sem kölluð var Sigríðarstaðir og seinna Café og conditori Skjald- breið.50 38. Sigríður Þórðardóttir á Frakkastíg 12 var árið 1907 með sölu á prjóni. 39. Kristín Biering var með hatta- og húfubúð í Tjarnargötu 8 árið 1908 en ár- ið eftir var hún komin á Laugaveg 6.51 40. Kristín Þorvaldsdóttir fékk borg- arabréf 30. júní 1908 og rak síðan versl- un með listmuni, fyrst í húsi Jóns Sveinssonar við Kirkjutorg, síðar í Kirkjustræti 4.52 41. Guðrún Bjarnadóttir í Fiscersundi 3 fékk borgarabréf 18. nóv. 1908. 42. Helga Jónsdóttir á Amtmannsstíg 5 fékk borgarabréf 15. okt. 1909. 43. Kristín Jónsdóttir í Mýrarholti fékk borgarabréf 16. des. 1909. 44. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir fékk borgarabréf 31. maí 1910. Hún mun þá hafa tekið við rekstri hinnar þekktu matvöruverslunar Jóns Þórðarsonar í Bankastræti að manni sínum látnum. 45-46. Irma og Carla Olsen, danskar mæðgur, hófu sælgætisgerð í Reykjavík árið 1910 og opnuðu jafnframt Konfekt- búðina í Bankastræti 7. Árið 1912 var Konfektbúðin flutt í Austurstræti 17 og þar var hún enn 1914. 47. Hansína Friðriksdóttir Hólm fékk borgarabréf 5. maí 1911. 48. Kristín Árnadóttir fékk borgara- bréf 19. apríl 1911. Hún rak verslunina Sif árið 1912.53 49. Steinunn Stefánsdóttir ekkja fékk borgarabréf 21. okt. 1911. 50. Jóna Bjarnadóttir á Njálsgötu fékk borgarabréf 11. jan. 1912. 51. Steinunn Briem frú á Hverfisgötu fékk borgarabréf 28. sept. 1912. 52. Vilborg Guðnadóttir ekkja fékk borgarabréf 31. okt. 1912 og árið 1916 rak hún verslunina Gamla búðin á Skólavörðustíg 5.54 53. Margrét Árnadóttir fékk borgara- bréf 13. des. 1913. Hún var með Kon- fektbúðina Heklu við Lækjartorg. 54. Margrét Stefánsdóttir Leví fékk borgarabréf 18. mars 1913 og rak tób- aksverslun á Laugavegi 12 og síðar Laugavegi 6.55 Eftir 1920 varð Margrét hins vegar einhver þekktasti hattakaup- maður bæjarins. 55. Margrét Theodóra Rasmus var með vefnaðarvöruverslun á Laugavegi 18 ár- ið 1913 en sama ár keypti hún vefnaðar- vöruverslunina Víking á Laugavegi 5 og rak hana eftirleiðis.56 Hún fékk borgara- bréf 10. sept. 1913. 56. Guðríður Árnadóttir Bramm fékk borgarabréf 25. okt. 1913 og stofnaði síðan og rak Fatabúðina í Hafnarstræti 16. Verslun hennar varð býsna stór í sniðum og var komin með útibú á Skólavörðustíg 21 árið 1928. Hún reisti þar stórhýsi árið 1936 og þar er Fatabúð- in enn rekin.57 SAGNIR 85

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.