Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 87

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 87
Kaupkonur og búðardömur hann lést árið 1903 og rak hana í nokkur ár. Hún er titluð kaupmaður árið 1909.40 21. Kristjana Thorsteinsson fékk borg- arabréf 16. nóv. 1903. Hún var eigin- kona hins stórvirka kaupmanns og út- gerðarmanns, Th. Thorsteinsson. 22. Vigdís Teitsdóttir rak árið 1904 smáverslun á Vesturgötu 50A.41 23. Kristín Sigurðardóttir fékk borg- arabréf 5. apríl 1904 og rak vefnaðar- vöruverslun til dauðadags 1928. Versl- un hennar var fyrst á Laugavegi 11, síð- an í Fischersundi 1, þá á Hverfisgötu 30 en árið 1907 keypti hún húseignina Laugaveg 20A og þar var verslunin síð- an.42 24. Kristín Jónsdóttir. Kona með þessu nafni rekur verslun á Laugavegi 11 árið 1904 og flytur þá í Fischersund 1 en árið 1907 verslar kona með þessu nafni á Laugavegi 6.43 Spurning hvort um sömu konuna sé að ræða. 25. Lilja M. Kr. Ólafsdóttir var komin með verslun á Laugavegi 19 árið 1904 þar sem hún seldi líkkransa og jólakort og árið eftir hafði hún flutt sig á Lauga- veg 23 og var þá einnig með veitinga- stofu.44 26. Svanborg Jónsdóttir fékk borgara- bréf 19. júní 1905. Hún er titluð kaup- maður á Njálsgötu 23 árið 1909.45 27. Þuríður Sigurðardóttir opnaði Sápuverslunina í Austurstræti 6 árið 1905 og rak hana í mörg ár.46 Hún fékk borgarabréf 27. júní 1905. 28. Helga Andersen er titluð klæðsali árið 1909 og 1913 tilkynnti hún til firma- skrár að hún ræki fyrirtækið Andersen & Sön áfram.47 Hún mun hafa tekið við rekstrinum eftir að maður hennar lést árið 1905 en hann rak stóra fataverslun í Aðalstræti 16. 29-30. Gunnhildur Thorsteinsson ljós- myndari fékk borgarabréf 13. júlí 1905 og stofnaði sama ár fyrirtækið Gunn- hildur Thorsteinsson & Co ásamt systur sinni Helgu Thorsteinsson. Þær ráku Ijós- myndastofu ásamt verslun með ljós- myndavörum. Helga gekk út úr fyrir- tækinu að tveimur árum liðnum.48 31. Gunnþórunn Halldórsdóttir fékk borgarabréf 26.jan. 1905 og hóf vefnað- arvöruverslun, til að byrja með ásamt stallsystur sinni, Guðrúnu Jónassen, á Amtmannsstíg 5. Gunnþórunn rak verslun sína um áratugaskeið og var síðar m.a. á Laugavegi 12 og í Eimskipa- félagshúsinu.49 32. Sigríður Þ. Thorlacius. Hún fékk borgarabréf 12. sept. 1906 og er titluð kaupkona í Templarasundi í Niðurjöfn- unarskrá Reykjavíkur 1907 og 1908. 33. Sigríður Einarsdóttir í Ingólfsstræti 6 fékk borgarabréf 29. jan. 1906. 34. Þórunn R. Guðmundsdóttir í Þing- holtsstræti fékk borgarabréf 30. júní 1906. 35. Jórunn Guðmundsdóttir. Hún er titluð kaupkona í Niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur 1907 og kaupmaður í Bæjar- skrá Reykjavíkur 1909. 36. Guðrún Jónasson fékk borgarabréf 25. júlí 1907 og rak síðan eina þekktustu sælgætisverslun bæjarins í Aðalstræti 8. Hún var ógift. 37. Sigríður Sigurðardóttir fröken fékk borgarabréf 7. sept. 1907. Hún rak veit- ingasölu sem kölluð var Sigríðarstaðir og seinna Café og conditori Skjald- breið.50 38. Sigríður Þórðardóttir á Frakkastíg 12 var árið 1907 með sölu á prjóni. 39. Kristín Biering var með hatta- og húfubúð í Tjarnargötu 8 árið 1908 en ár- ið eftir var hún komin á Laugaveg 6.51 40. Kristín Þorvaldsdóttir fékk borg- arabréf 30. júní 1908 og rak síðan versl- un með listmuni, fyrst í húsi Jóns Sveinssonar við Kirkjutorg, síðar í Kirkjustræti 4.52 41. Guðrún Bjarnadóttir í Fiscersundi 3 fékk borgarabréf 18. nóv. 1908. 42. Helga Jónsdóttir á Amtmannsstíg 5 fékk borgarabréf 15. okt. 1909. 43. Kristín Jónsdóttir í Mýrarholti fékk borgarabréf 16. des. 1909. 44. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir fékk borgarabréf 31. maí 1910. Hún mun þá hafa tekið við rekstri hinnar þekktu matvöruverslunar Jóns Þórðarsonar í Bankastræti að manni sínum látnum. 45-46. Irma og Carla Olsen, danskar mæðgur, hófu sælgætisgerð í Reykjavík árið 1910 og opnuðu jafnframt Konfekt- búðina í Bankastræti 7. Árið 1912 var Konfektbúðin flutt í Austurstræti 17 og þar var hún enn 1914. 47. Hansína Friðriksdóttir Hólm fékk borgarabréf 5. maí 1911. 48. Kristín Árnadóttir fékk borgara- bréf 19. apríl 1911. Hún rak verslunina Sif árið 1912.53 49. Steinunn Stefánsdóttir ekkja fékk borgarabréf 21. okt. 1911. 50. Jóna Bjarnadóttir á Njálsgötu fékk borgarabréf 11. jan. 1912. 51. Steinunn Briem frú á Hverfisgötu fékk borgarabréf 28. sept. 1912. 52. Vilborg Guðnadóttir ekkja fékk borgarabréf 31. okt. 1912 og árið 1916 rak hún verslunina Gamla búðin á Skólavörðustíg 5.54 53. Margrét Árnadóttir fékk borgara- bréf 13. des. 1913. Hún var með Kon- fektbúðina Heklu við Lækjartorg. 54. Margrét Stefánsdóttir Leví fékk borgarabréf 18. mars 1913 og rak tób- aksverslun á Laugavegi 12 og síðar Laugavegi 6.55 Eftir 1920 varð Margrét hins vegar einhver þekktasti hattakaup- maður bæjarins. 55. Margrét Theodóra Rasmus var með vefnaðarvöruverslun á Laugavegi 18 ár- ið 1913 en sama ár keypti hún vefnaðar- vöruverslunina Víking á Laugavegi 5 og rak hana eftirleiðis.56 Hún fékk borgara- bréf 10. sept. 1913. 56. Guðríður Árnadóttir Bramm fékk borgarabréf 25. okt. 1913 og stofnaði síðan og rak Fatabúðina í Hafnarstræti 16. Verslun hennar varð býsna stór í sniðum og var komin með útibú á Skólavörðustíg 21 árið 1928. Hún reisti þar stórhýsi árið 1936 og þar er Fatabúð- in enn rekin.57 SAGNIR 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.