Sagnir - 01.04.1990, Síða 92

Sagnir - 01.04.1990, Síða 92
Eggert Þór Bernharðsson 9. árgang Sagna sagði ritdómari að helsti veikleiki blaðsins í áranna rás væri sá að blaðið hefði orðið vett- vangur kaflabrota úr misjafnlega merkilegum B.A.-ritgerðum. Hann hélt því fram að slíkar ritgerðir væru venjulega mun minni vísinda- leg þrekvirki en höfundar þeirra héldu á meðan þeir skrifuðu þær og sjaldnast mjög prenthæfar. Að vísu mætti gera þær góðar með mikilli ritstjórnarvinnu. Margt til í þessu. En hvort sem ritstjórninni er að þakka eða ekki er kaflabrotið í af- mælisárgangnum mjög prenthæft og markvert framlag til sögu 18. og 19. aldar. Og raunar sýnir útgáfa Sagnfræðistofnunar H.í. síðustu ár að margar B.A.-ritgerðir nemenda hafa ótvírætt fræðilegt gildi. En það þarf ekki B.A.-ritgerð til þess að rannsóknir séu merkilegar. A ein- stökum námskeiðum er unnið mik- ilvægt starf eins og Sagnir bera vott um. Langflestar ritgerðirnar sem þar birtast eru námskeiðsritgerðir og þó þær séu stuttar eru þær ekki síður athyglisverðar og vel unnar. Greinin í afmælisárgangnum, þar sem velt er upp spurningunni hvernig menn geymdu hey til forna, sýnir það t.d. glögglega. Raunar greinir það afmælisárgang- inn frá fyrri heftum hversu rík áhersla er lögð á margar stuttar greinar. Að vísu hefur blaðið aðeins einu sinni verið lengra í blaðsíðum talið, enda talsvert í það lagt í tilefni af tímamótunum. Atján höfundar leggja til efnið í afmælisheftið, flestir nemendur. Á fyrstu árum tímaritsins voru B.A.- nemendur og kennarar fyrirferðar- miklir í hópi „Sagnaritara", síðan kom skeið þar sem cand. mag.- nemar létu verulega til sín taka en undanfarin ár hafa nemendur á B.A.-stigi aftur orðið æ fyrirferðar- meiri: Yfirleitt eru B.A.-nemendurnir komnir talsvert áleiðis í námi áður en þeir birta eftir sig efni í tímarit- inu. I flokknum „aðrir" eru aðallega þeir sem skrifa umsögn um blaðið, þeir sem gera athugasemdir við greinar árið áður, þeir sem rita inngang að þemum, þeir sem skrifa greinar vegna tímamóta í sögunni og þeir sem fengnir eru til að greina frá reynslu sinni sem starfandi sagnfræðingar á vinnumarkaði. í þessum flokki eru einkum kennar- ar. Þá teljast einnig til „annarra" nemendur sem nýlokið hafa B.A.- prófi, eru í þann veginn að hasla sér völl á vinnumarkaði og byggja greinar sínar á því sem þeir hafa gert í náminu. Eiginlegar greinar og rannsóknir eru því að langmestu leyti í höndum nemenda. Sagnir eru þannig ákaflega mikilvægur vett- vangur nemenda til þess að sýna hvers þeir eru megnugir. Þar brjóta þeir ísinn og birta rannsóknir sínar. Eftir því sem árgöngunum hefur fjölgað hafa þeir orðið sjálfstæðari í efnistökum og sjálfstraust þeirra aukist. Afmælisárgangurinn ber þess glöggt vitni. Viðhorfa- og hug- arfarssaga hefur ekki verið stunduð mikið hérlendis og því eru nemend- ur að vissu leyti að þræða lítt troðn- ar slóðir. Slíkri áræðni ber að fagna. Og þannig tengir blaðið nemendur við söguáhugafólk í landinu, kynn- ir því ýmislegt nýstárlegt og á sinn þátt í því að þekking okkar á sög- unni vex. Aðlaðandi útlit Nemendur brjóta ekki aðeins mikil- vægan ís með því að birta rann- sóknir sínar í Sögnum. Þeir fá einnig ákveðna skólun í því að koma efni frá sér á skýran og skilmerkilegan hátt. Eitt höfuðeinkenni ritsins undanfarin ár er hversu kröfur um Höfundar efnis í Sögnum 1985-89 (6.-10. árg) 6. árg. 7. árg. 8. árg. 9. árg. 10. árg B.A. nem. 5 5 9 5 9 C.M. nem. 7 4 2 3 5 Aðrir 2 4 2 7 4 Samtals 14 13 13 15 18 90 SAGNIR framsetningu og stíl hafa harðnað enda markmiðið að reyna að ná til almennra söguáhugamanna og fjölga í þeim hópi. Sjaldnast eru námskeiðsritgerðir tækar til útgáfu án breytinga á stíl og framsetningu. Jafnvel þótt rannsóknir standi fylli- lega fyrir sínu fræðilega þarf yfir- leitt að endurbæta þær. Stundum nánast að endurskrifa frá grunni. í þeim efnum reynir verulega á rit- stjórnina. Þannig spegla Sagnir ekki hina dæmigerðu námsritgerð. Hún er að jafnaði mun tormeltari en sú útgáfa sem kemur fyrir almenn- ingssjónir og hefur farið um hendur ritstjórnarmanna. Hins vegar er ekki slegið af fræðilegum kröfum þótt framsetningin sé létt dálítið. Aðstandendur blaðsins hafa vakn- að til vitundar um mikilvægi þessa þáttar í sögurituninni og raunar hefur orðið vakning í sagnfræði- náminu síðustu tíu ár hvað þetta varðar. Ekki er annað að sjá en bærilega hafi til tekist í afmælisár- gangnum að koma efninu þannig til skila að lesendur hafi ánægju af. ■S3BS~S*B BOKMENNTIR í Sagnfrœöistúdentar gera þaö gott Si6ttiáí9a«9"Sa9nafj Sagntræiingarkomandilima
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.