Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 93

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 93
Mörg merkisafmæli framundan! Fleira á þó hlut að því máli, ekki síst hönnun ritsins. Þegar útliti Sagna var gjörbreytt árið 1984 var smíðaður grunnur sem byggt hefur verið á í stórum dráttum til þessa. Engar róttækar breytingar hafa verið gerðar en þó hafa nemendur þreifað sig áfram í hönnuninni, gert tilraunir sem hafa skilað misjöfnum árangri. Þannig hefur af einhverjum ástæðum verið skipt reglulega um leturgerðir, 1984 var „Bembo" notuð, næstu tvö ár „Helvetica", því næst „Olympian Roman" og síðustu tvö ár „Chelten- ham". Þetta eru vitaskuld smámun- ir og skaða ritið lítið. Alvarlegra er þegar útlitið ber efnið nánast ofur- liði. Blessunarlega hefur lítið borið á slíku í Sögnum en hættan er fyrir hendi eins og sannaðist á áttunda árgangnum. Þar réðu risafyrirsagn- ir ríkjum sem hurfu sumar að hluta inn í kjölinn, líkt og alltof margar myndir. Einn kosturinn við Sagnir felst einmitt í því hversu myndir skipa veglegan sess en í þessum árgangi voru myndirnar gífurlega stórar, raunar svo stórar að textinn féll nánast í skuggann. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Líklega hafa nemendur lært dálítið á þessu því í næsta árgangi var snarlega breytt um stefnu, fyrirsagnirnar smækkaðar og myndir gerðar að- gengilegri. Hins vegar voru þær fremur fáar og prentuðust illa sum- ar hverjar. Auk þess voru mynda- textarnir yfirleitt rýrir og sögðu les- endum næsta fátt. í afmælisár- gangnum snýr allt annað upp á teningnum. Sjálfstæði ritstjórnar gagnvart hönnuði hefur greinilega aukist. Útlitið er látlaust en fangar lesandann engu að síður og vinnur vel með textanum. Myndir eru oft vel valdar, alúð hefur verið lögð í myndatextana og þeir tengjast meginmálinu vel. Þá er gerð tilraun með litaðan rasta í myndum og ekki er annað hægt að segja en hún hafi tekist ágætlega. Græni liturinn á kápunni myndar grunninn í flest- um myndunum og er notaður í rammagreinum, auk þess fer vel á því að nota hann í aðalfyrirsögnum. Þessi notkun á græna litnum gefur ritinu heildstæðan blæ og ber vott um smekkvísi. Glannalegar fyrirsagnir Hinn græni litur gróðursins er prýðilegt mótvægi við sumar glannalegar fyrirsagnir „Sagnarit- ara". Eitt einkenni Sagna síðustu ár- in eru krassandi aðalfyrirsagnir, „söluheiti", sem eiga að draga les- endur að textanum. í þessum efn- um sker afmælisárgangurinn sig ekkert frá fyrri heftum; „Mygluskán og hálfblautur ruddi", „Einhver smitvaldur eða pestarbrunnur...", „Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna", „Konan: „Góð guðs- gjöf til síns brúks."", „Fábjánar og afburðamenn". Slík heiti segja næsta fátt um efni viðkomandi greina. Því koma undirtitlar til sög- unnar. Þeir eiga að skýra hvað höf- undarnir ætla að fjalla um. Yfirleitt tekst það. Hins vegar gætir veru- legs ósamræmis milli undirtitils í efnisyfirliti og undirtitils í greinum. Raunar virðist það vera regla frem- ur en undantekning. í þessu efni hefur ritstjórn blaðsins brugðist bogalistin. I sjöunda árgangnum var tekið upp á því að hafa ítarlegt efnisyfir- lit, aðalfyrirsögn var birt og síðan stutt lýsing á efni viðkomandi greinar. Næsta ár var horfið frá þessu fyrirkomulagi og einungis birt greinarheiti. í níunda árgangn- um var að nokkru leyti fetað í fót- spor þeirra sem stýrðu þeim sjöunda en tilviljun virtist ráða hve- nær ítarleg lýsing fylgdi og hvenær ekki. í afmælisárgangnum eru síð- an undirtitlar með öllum greinum í efnisyfirliti en slíkan titil vantar í átta greinar inni í blaðinu! Aðeins ein grein ber sama undirtitil á báð- um stöðum. Aðrar undirfyrirsagnir standast ekki á og hafa jafnvel breytt um merkingu þegar inn í blaðið er komið. Þetta er vissulega bagalegt og alls ekki óþarfa smá- munasemi. Bæði er þetta ljóður á ritinu, og vitnar um gáleysi, og þetta gerir þeim sem vísa til greina í ritinu erfitt um vik. Auðvitað nota þeir aðalfyrirsögnina en þegar hún er jafn torskilin og raun ber vitni eru undirtitlarnir kærkomnir og þjóna mikilvægum tilgangi. Tilvís- anir og heimildaskrár geta nefni- lega hjálpað þeim sem stunda fræð- in þegar þeir lesa rit annarra. Þeir sjá tilvísun til heimildar og hugsa sem svo: „Aha, þarna er eitthvað sem ég get hugsanlega notað, eða verð a.m.k. að athuga." Þetta eiga sagnfræðinemar að vita manna best. Þegar greinaheiti segja nánast ekkert, líkt og í Sögnum, geta mark- verðar rannsóknir lent utan garðs þegar þessari aðferð er beitt. Að- standendur ritsins verða að taka sig taki og gæta þess að fullt samræmi sé milli undirfyrirsagna í greinum og efnisyfirliti. Ruglandinn er lítt traustvekjandi, veldur fyrirhöfn og vandræðum. Snúið út úr texta annarra Sagnir spegla ekki aðeins fræðilegar áherslur, nýja strauma og stefnur, hugmyndir nemenda og annað í þeim dúr heldur einnig fræðileg vinnubrögð þeirra, tæknikunnáttu og aðferðir. Uppbygging greinanna er yfirleitt með ágætum og víða er leitað fanga í heimildahandraðan- um. Þá eru frumheimildir óspart notaðar og nemendur reyna að tengja rannsóknir sínar við útlönd SAGNIR 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.