Sagnir - 01.06.2004, Page 10

Sagnir - 01.06.2004, Page 10
inn göfugi UPPRUNI Islendínga Uppruni íslendinga hefur löngum verið mönnum íhugunarefni. Hér er œtlunin að skoða hug- myndir um „hinn göfuga uppruna íslendinga" sem komu fram ö fyrri hluta 20. aldar. Þessar hugmyndir mö tengja við þjóðernis- og kynþáttahyggju en einnig má finna ákveðnar sam- svaranir við kenningar mannfrœðinga um skyldleika þ.e.a.s. hvernig maðurinn skilgreinir sjálfan sig með tilliti til skyldleika við aðra. Fæddur áriö 1966. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði og mannfræði vorið 2003. ÍSLENSKUR AÐALL Björn Bjarnason, kennari við Kennaraskólann, birti í Skírni árið 1909 grein sem upp- haflega var ræða á samkomu Ungmennafélags Reykjavíkur það sama ár. Hann brýndi fyrir mönnum mikilvægi fþrótta og líkamlegs atgervis og tók dæmi af því hversu mjög iðkun íþrótta hafi á sínum tíma stuðlað að yfirburðarmenningu Forn-Grikkja: Næstir Grikkjum að almennri atgjörvisprýði ganga forfeður vorir á Norðurlöndum í fornöld, víkingakynslóðirnar ... En að líkamsmenningu og þeim sálareigindum, er öfl- ugri líkamsmentun fylgja að jafnaði: þreki, hugprýði og athyggjuviti, stóðu þeir svo framarlega, er fram á víkingaöldina kom, að þeir báru í því efni ægishjálm yfir öllum þjóðum álfunnar ... Þar stóðu þeir háir og beinvaxnir, bringubreiðir og fagurlokkaðir, bláeygir og snareygir, og svo hugprúðir að þeir hlógu við dauðanum og hugsuðu um það eitt, að sjá sæmdinni borgið og skila niðjunum óflekkuðum orðstír ættleggsins.1 Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að menn voru ekkert að spara stóru orðin á þessum tíma og hikuðu ekki við að vísa til glæsileika víkinganna þó svo að ekki væri með öllu ljóst hvernig þeir litu út í raun og veru. Víkingahetjurnar voru að sjálfsögðu hinir sönnu forfeður íslendinga þótt flestum mætti vera ljóst að útlit íslendinga árið 1909 jafnt sem nú væri ekki í fullu samræmi við þá ímynd eða hugmynd sem menn vildu gera sér um útlit þeirra og atgjörvi til forna. Annar þeirra manna sem hér skulu nefndir til sögunnar er sagnfræðingurinn Jón J. Aðils. Hann virtist jafn sannfærður um göfugan uppruna íslendinga en hann flutti í upphafi aldarinnar alþýðufyrirlestra sem voru síðan gefnir út í bókarformi: Islenskt þjóðerni árið 1903, Gullöld íslendinga árið 1906 og Dagrenning árið 1910. Þau rit urðu talsvert útbreidd og voru til á mörgum heimilum. Jón J. Aðils nýtti íslensk fornrit máli sínu til stuðnings. Hann rakti fyrst sögu Noregs til forna og sagði að eftir valdatöku Haraldar hárfagra „flýði flest stórmenni úr landi, sem enn þá stóð uppi. Þeir voru til- tölulega fáir af göfugri mönnum, sem gengu á hönd Haraldi konungi."2 Jón hélt síðan áfram í sama dúr og taldi upp helstu ættir landnámsmanna vestan hafs og austan: [E]r enn ótalið margt stórmenni ... Þess skal hér að eins getið, að flestir þessir ætt- leggir voru í tengdum og frændsemi hvor við annan innbyrðis, og á hina hliðina í mægðum við konunga og stórmenni á Irlandi og í eyjunum.3 Þar með eru stórhöfðingjarnir afgreiddir en hvernig var þá með allan þann fjölda ófrjálsra manna sem getið er um í fornsögunum? Um þá sagði Jón: Flestir af landnámsmönnum höfðu með sér fjölda af húskörlum og þrælum ... Það var oft af göfugum ættum, jafnvel jarlborið og konungborið, og það var víkingalífið, hnefarétturinn og óblíð örlög, sem gerðu það að verkum, að það var rifið út úr glæsi- legum lífskjörum og hnept í þrældóm.4 I huga Jóns Aðils voru það því ekki aðeins höfðingjarnir frá Noregi sem voru af göf- ugum ættum heldur einnig hinir keltnesku þrælar sem Norðmennirnir höfðu með sér. Uppruni íslendinga var sem sé göfugur hvar sem á var litið og „þjóðernið hér á landi á söguöldinni var hvorki norskt né keltneskt, heldur íslenskt, þ.e. blöndun af hvoru- tveggja."5 Islendingar höfðu því samkvæmt þessu ekki aðeins af einum göfugum upp- 8 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 H I N N G Ö F U G U P P R U N SLENDINGA j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.