Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 8
TVÆR RAÐSTEFNUR í LOK FEBRÚARMÁNAÐAR — um hagkvæmari orkunotkun við rekstur húsnæðis 25. febrúar Samband íslenzkra sveitarfélaga og orku- sparnaðarnefnd efna til ráðstefnu um hagkvæmari orkunotkun við rekstur húsnæðis. Verður hún hald- in í ráðstefnusal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 25. febrúar og hefst kl. 9.15 árdegis. Ráðstefnan er ætluð tæknimönnum sveitarfélaga og umsjónarmönnum opinberra bygginga. Verða á henni flutt fjölmörg erindi, er varða orkunotkun bygginga, bæði vegna upphitunar, lýsingar og loft- ræstingar. Lýst verður aðgerðum til þess að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við rekstur hús- næðis. Ráðstefnunni lýkur síðdegis sama dag, en þá verður opnuð sýning hjá Byggingaþjónustunni, þar sem sýndar verða nýjungar, er varða orkusparnað. — um störf byggingarfulltrúa 26. febrúar Samkvæmt byggingarlögunum er byggingarfull- trúinn framkvæmdastjóri byggingarnefndar og hef- ur því daglegt eftirlit með öllum byggingarfram- kvæmdun sveitarfélags síns. Á hann er einnig hlaðið allri skýrslugerð vegna byggingarmála í sveitarfé- laginu. Víða er svo komið, að byggingarfulltrúinn sinnir vart öllu öðru en ýmiss konar skýrslugerð og er því orðinn eins konar skýrslugerðarþræll hins opinbera, þar sem hver stofnunin á fætur annarri heimtar sömu upplýsingarnar á sínum eigin eyðublöðum. Sígilt dæmi um þetta eru stærðarreikningar húsa, þar sem í gangi eru allt að 10 mismunandi reglur. Mjög brýnt er því orðið að samræma allt þetta, þannig að byggingarfulltrúinn þurfi ekki að vera að margvinna sömu upplýsingarnar. Sambandið hyggst því gangast fyrir ráðstefnu um störf byggingarfulltrúanna, þar sem þessi mál verða tekin fyrir. Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við Fasteignamat ríkisins, en hugmyndir eru uppi um, að skýrslugerð um byggingarframkvæmdir verði samræntd þannig, að aðrar opinberar stofnanir geti látið sér nægja sérunnar útskriftir úr skrám Fast- eignamatsins. Slíkt yrði augljóslega til að létta á byggingarfulltrúunum, sem þá geta notað hinn sparaða tíma í annað þarfara. I þessu samhengi yrði rætt, hvernig áhrif lögin urn skráningu og mat fast- eigna hafa haft á starfsemi byggingarfulltrúans svo og hvernig hann tengist öðrum aðilum innan og utan sveitarfélagsins, sem eru að vinna með skrán- ingu fasteigna. Nú, þegar tölvan er almennt að halda innreið sína í stærri sveitarfélögin, er ekki vitað með vissu, hvaða áln if hún hefur á störf byggingarfulltrúans. Annað höfuðatriðið með ráðstefnunni er því að ræða þessi áhrif og það, í hvern farveg eigi að beina þróuninni í átt til aukinnar hagræðingar. Með því að gera dag- bók byggingarfulltrúanna tölvutæka skapast t. d. möguleiki á því, að tilkynningarskyldan til Fast- eignamatsins geti gerzt vélrænt strax við samþykkt húss í byggingarnefnd. Myndu Fasteignamatinu þá berast upplýsingar urn byggingarstig húsanna á tölvumiðli, t. d. mánaðarlega. Þetta myndi tryggja sveitarfélagið fyrir tekjumissi vegna ntun ntinni hættu á því, að hús kæmist ekki til skila. Fleiri atriði verða rædd. Ráðstefnan verður haldin daginn eftir ráðstefn- una um orkusparnað föstudaginn 26. febr. á Hótel Esju, 2. hæð og hefst kl. 9.15. Gera má ráð fyrir, að þar verði flestir byggingarfulltrúar landsins saman komnir, þannig að hægt er að ná báðum ráðstefn- unum í einni og söntu ferðinni. Ráðstefnan er einnig opin öllum trúnaðarmönn- um FMR, þótt þeir séu ekki byggingarfulltrúar. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.