Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 23
Framkvæmdir á árinu 1979 Verkið hófst aö nýju 27. apríl og því lauk 7. sept- ember 1979. Garður var lengdur um 76 m, auk þess sem gengið var frá fláa að innanverðu og króna hækkuð og lag- færð á verkhlutanum frá 1978. Mælingar sýndu, að ekki þyrfti að ganga betur frá fláanum að utanverðu á sama kafla. Alls var ekið úr námum ca. 115.000 tonnum af grjóti eða ca. 57.000 m1 2 3í garði. Af þessu magni voru 20.000 tonn sett út í garðfláann með pramma, neðan sjávarkóta +2. Verulegur hluti þessa magns var kjarni, sem útlagður var neðan — 4 m dýpis. Að öðru leyti var útlagt með grjótprammanum flokkað milligrjót allt að 5 tonn að þyngd, en opnun pramma skammtaði stærðina. I ljós kom á miðju sumri, að náma sú, sem nýtt hafði verið frá 1976, myndi ekki gefa þá flokkun á grjóti, sem sótzt var eftir. Bezti hluti hennar var á þrotum, og eftir var gólfið í eldri námu, sem kurlað- ist fullmikið við sprengingar. Ráðizt var í að opna nýja námu skammt frá holtinu, þar sem þró Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness er. Arangur var sæmilegur í þessari nýju námu og í fullu samræmi við árangur liðinna ára. Kostnaður pr. m3 garðs varð 3026 kr. og skiptist þannig: Akstur 37%, vinnsla 43%, garður 9%, annað 11%. Tækjaútgerðin 1979 var sú sama og árið áður að viðbættum vélpramma og 25 tonna Lorraine-krana Hafnamálastofnunarinnar, sem sérstaklega var not- aður við garðútlagninguna. Framkvæmdin 1979 þótti takast frekar vel, enda fengust hagstæð ein- ingaverð úr verkinu. Skýring þess, hvers vegna hér tókst svo vel til, er: 1. Einstaklega gott og stillt veður allan fram- kvæmdatímann. 2. a) Útlagnir kápuklæðningar með grjótpramma gerðu það að verkum, að verkið gekk verulega hrað- ar en áður með tilheyrandi aukinni nýtni á tækjum, bílum og mönnum. b) Grjótprammaútlagningin leiddi til þess, að neðan — 4 m dýpis var hægt að leggja út með kjarnagrjóti. Þetta þýddi verulega hagkvæmari rekstur námunnar og var því verulega ríkur þáttur til lækkunar einingaverðs, þar sem garðurinn er grundaður á — 12 m dýpi. 3. Að verkið komst snemma árs í gang og að því lauk fyrir hinar miklu hækkanir, sem urðu í sept. á vinnu tækja, bíla og manna. Sé litið til baka yfir sl. 4 ár, þá eru komin í allan garðinn, sem orðinn er 330 m langur og nær 122 m fram fyrir hafnargarðsenda, 425.000 tonn eða 212.00 m3. Flokkuðu grjótl í námu mokað á bíla. Heildarkostnaður þessara fjögurra ára við grjót- garðinn færður upp til verðlags ársins 1981 yrði vart undir 20 millj. nýkróna. Grjótframkvæmdir 1980 Á árinu 1980 fóru svo fram endurbætur á grjót- vörn framan einingaveggs. Verkið hófst 21. júní og lauk 11. ágúst. Verkið hófst á því, að byrjað var að færa út grjót, sem fyrir var í garðinum. I garðinn var síðan ekið 6500 m3 af grjóti, en af þessu grjóti voru um það bil 3000 m3 kjarni. Lengd þessa uppgerða garðs var 200 m. I námu voru sömu tæki og áður, en á garði var notuð JcB 807 beltagrafa til upphleðslu á grjótinu. Kostnaður pr. m3 var 6200 kr., en í þeim kostnaði var auk þess forfærsla á 2000 m3. SVEITARSTJÖRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.