Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 35
Vindaldan lækkar að garðsenda samkvæmt niðurstöðum öldusveigjureikninga um 20%. Má því reikna með, að vindaldan í óveðrinu hafi náð yfir 3.0 m hæð við enda garðsins. Gert er ráð fyrir því, að orka öldunnar að utan leggist línulega við orku vindöldunnar. Þannig má áætla hæð þeirrar öldu, sem myndast, þegar þessar tvær öldur sameinast. Aldan nær hámarki frá kl. 22.00 þann 16. febr. til kl. 01.00 þann 17. febrúar, og er hún þá 3.4 — 3.6 m há við garðsendann. í lok skýrslu Þorbjarnar segir: „Samanburður á þessari niðurstöðu við langtima- öldusþá fyrir brimvarnargarðinn sýnir, að þetta er rneiri ölduhœð en 100 ára aldan í sþánni. Einnig kemur fram, að sveiflutími öldunnar nú er mun lœgri en gert var ráð fyrir og mun lœgri enyfirleitl er reiknað með við hönnun strandmannvirkja á Norður-Atlants- hafi. Má af þessu draga þá ályklun, að þetta veður hafi skaþað mjög óvenjuleg ölduskilyrði við brim- varnargarðinn á Akranesi. “ Trausti Jónsson, veðurfræðingur, telur þetta af- takaveður hið versta, hvað snertir vindhraða og stefnur, sem komið hefur síðan 1950. Verra en veðrin 23. september 1973, 5. janúar 1954, 16. nóvember 1954 og 5. janúar 1952. Lágsjávað var, þegar veðrið gekk yfir; lægst var sjávarstaðan kl. 23.50, um 1.1 m, en varkominí2.1 m kl. 02.00 eftir miðnætti. Flóð var kl. 05.30 um morguninn um 3.9 m. Milli hafnargarðs og bátabryggju lágu togarinn og skipin HARALDUR BÖÐVARSSON, BJARNI ÓLAFSSON og VÍKINGUR. Þar sem menn bjuggust við hreyfingu í höfninni, voru þessi skip vöktuð. Hreyfing á þessum skipum varð talsverð, en álitin minni en í meðalbrimi á fjöru. Eftirfarandi skemmdir urðu í óveðrinu (Sjá mynd neðst á síðunni); 1. Fremstu 55 m af garði drógust út og niður fyrir flóðborð. Þessi kafli lækkaði um 6 m að jafnaði. Mælingar sýna, að lítið sem ekkert magn hafi farið niður hafnarmegin. Skemmdin náði að áfangaskilum milli áranna 1978 og 1979. 2. Um 50 steinar drógust niður fyrir fjöruborð á áfangaskilum 1977 til 1978. 3. Skemmdin, sem myndaðist í desemberveðrinu rétt ofan við beygju, jókst, og drógust um 50 steinar niður fyrir fjöruborð. 4. Skarð rofnaði í verkáfanga 1980 undan eininga- vegg framan við skarðið, sem myndaðist í desemberveðrinu. Þetta skarð, um 35 m langt, náði að áfangaskilum 1976 til 1980. 5. Auk þess sáust skemmdir á þremur öðrum stöð- um, þar sem nokkrir steinar hafa dregizt út og niður fyrir fjöruborð. Þessar skemmdir eru á verkáfanga 1976 og 1977. Skemmdirnar eru á bilinu frá + 1.0 m upp að + 4.0 m. Skemmdir á brimvarnargarðinum. Sýnt er, nvar skemmdirnar urðu, 0 merkir skemmdir, sem urðu ídesemberveðrlnu 1980, en hinar urðu 16, —17. tebrúar 1981 og mestar yzt á garðinum. Ártölin merkja áfanga í byggingu garðslns. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.