Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 37
TÓLFTI ÁRSFUNDUR HAFNASAMBANDS SVEITARFÉLAGA haldinn í Reykjavík og á Akranesi 23. og 24. október 1981 Tólfti ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík og á Akranesi og á leiðinni þar á milli um borð í m/s Akraborg dagana 23. og 24. október 1981. Fundinn sátu 80 fulltrúar frá 36 af 58 aðildarhöfnum sambandsins, gestir frá ýmsum stofnunum, sem fara með málefni hafnanna, svo og frá samtökum útvegsmanna, sjómanna og farmanna. Gunnar B. Guðmundsson, formaður hafnasambandsins, setti fundinn með ræðu, og er hluti hennar birtur á eftir þessari frásögn ásamt kafla úr skýrslu formanns til fundarins. Fundarstjóri var Björgvin Guð- mundsson, borgarfulltrúi og for- maður hafnarstjórnar Reykjavíkur, og honum til aðstoðar formaður sambandsins. Fundarritari var Einar 1. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, og honum til aðstoðar settur Unnar Stefánsson, ritstjóri. Steingrímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins og ræddi m. a. um gjald- skrár hafna og áætlanir um hafnar- framkvæmdir. Taldi hann rétt, að þeim yrði komið i svipað horf og vegaáætlunum, að þær yrðu af- greiddar á Alþingi. Hann taldi meira samræmi þyrfti að vera milli upp- byggingar hafna og skipakaupa og taldi vert íhugunar að stefna á hverju ári að hafnarframkvæmdum á færri stöðum en stærri áföngum í einu. I fundarbyrjun voru kjörnar kjör- nefnd og allsherjarnefnd fundarins. Gunnar B. Guðmundsson flutti síðan skýrslu um störf stjórnar, sem haldið hafði 7 bókaða fundi á starfsárinu. Hluti af skýrslu formanns er birtur á eftir þessari frásögn, eins og áður seg- ir. Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði, gjaldkeri hafna- sambandsins, skýrði ársreikninga sambandsins. Var þeim vísað til alls- herjarnefndar fundarins og sam- þykktir siðar á fundinum. Niður- stöðutölur rekstrarreiknings sam- bandsins frá 27/8 1980 til 20/10 1981 voru kr. 89.590.— og efnahagsreikn- ings kr. 47.024.33. Fjárhagsstaða og gjaldskrár hafna Gylfi Isaksson, verkfræðingur, flutti erindi um fjárhagsstöðu og gjaldskrár hafna og skýrði út greinargerð um það efni, er hann hafði tekið saman og lögð var fram á fundinum fjölrit- uð. Ólafur Steinar Valdimarsson, skrif- stofustjóri i samgönguráðuneytinu, flutti framsöguerindi um endurskoð- un hafnalaganna. Skýrði Ólafur frá ýmsum atriðum, sem til umræðu væru í nefndinni, sem nú endurskoð- ar lögin. Nefndi hann m. a., að hlut- verk ráðgjafarnefndarinnar um hafnamál yrði lögfest, að fram- kvæmdir yrðu í auknum mæli í höndum sveitarfélaganna, að hlut- deild ríkisins í hafnargerðarkostnaði yrði aukin og að greiðari leið yrði farin til að breyta gjaldskrám hafna. Óskaði hann álits fundarmanna á þessum hugmyndum og öðrum, er hann drap á, s. s. um hlutverk hafna- bótasjóðs og um landshafnir. Aðalsleinn Júlíusson, hafnamála- stjóri, flutti framsöguerindi um fjög- urra ára áætlanir um hafnargerðir, einkum þá áætlun, sem nú er unnið að fyrir árin 1981 —1984. Erindi hafnamálastjóra er birt aftar í þessu blaði. Almennar umræður fóru síðan fram um efni framsöguerindanna, og svöruðu framsögumenn fyrirspurn- um fundarmanna. Árgjöld til Hafnasambandsins Páll Záphóníasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hafði orð fyrir allsherjarnefnd fundarins, sem mælti með því, að tillaga stjórnarinnar um árgjöld hafna til sambandsins næði Við borðið sitja fsfirðingar, talið frá vinstri: Símon Helgason, Sturla Halldórsson, Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri og Guðmundur H. Ingólfsson; aftar sér á Jóhann Einvarðsson, alþingismann og lítillega á Alfreð Jónsson, Sigurð Hjalta- son, Stefán Reykjalín og Alexander Stefánsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.