Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 40

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 40
Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, formaður Hafnasambandsins og Guð- mundur J. Guðmundsson, alþingismaður og hafnarstjórnarmaður í Reykjavík. ar B. Guðmundsson, bæjarstjórn og hafnarstjórn Akraneskaupstaðar góð- ar móttökur og sagði fundi slitið. Akranesbær skoðaður Ekið var um Akranes og komið í iþróttahúsið og í Byggðasafnið að Görðum. Hvoru tveggja, íþróttahúsið og byggðasafnið, var rækilega skoðað. Flestir fóru um borð i kútter Sigur- fara, sem verið er að færa i uppruna- legt horf, en kútterinn var smíðaður í Englandi árið 1885, gerður út frá Huli til 1897, þá keyptur hingað til lands og gerður út á handfæraveiðar frá Reykjavik til 1920, að útgerðar- menn frá Klakksvik i Færeyjum keyptu hann og notuðu til ársins 1974, er hann var siðan fyrir atbeina Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi keyptur handa safninu. íslenzka járnblendifélagið á Grundartanga heimsótt Til Reykjavikur var haldið land- leiðina og komið við hjá fslenzka járnblendifélaginu hf. á Grundar- tanga. Þar voru mannvirki skoðuð, bæði verksmiðjuhús og hafnarmann- virki. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fslenzka járnblendifélagsins hf. útskýrði starfsemi verksmiðjunnar, en Sigurður Sigurðsson, oddviti Skil- mannahrepps og formaður stjórnar Grundartangahafnar og Pétur Baldursson, flutningastjóri við Grundartangahöfn, skýrðu frá starf- semi hafnarinnar ásamt Jóni Sigurðssyni. Spurt var og svarað um rekstrarfyrirkomulag hafnarinnar og aðild sveitarfélaganna að rekstri hennar. Islenzka járnblendifélagið hf. bauð síðan komumönnum til kvöldverðar, og var hann snæddur í mötuneyti fyrirtækisins. Síðan var ekið fyrir Hvalfjörð og til Reykjavikur. LJÓÐAÐ Á ÁRSFUNDI HAFNASAMBANDSINS Við umræður um grjótvarnargarða á 12. ársfundi hafnasambandsins kom fram, að erfitt væri víða um land að afla grjóts, sem fullnægði þeim kröfum, sem gerðar væru um stærð og styrkleika einstakra steina. M. a. var bent á, að þennan vanda væri við að etja i Grimsey. Þar vantaði gott grjót í öldubrjótinn, að sögn Alfreðs Jóns- sonar, oddvita. Ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri i sam- gönguráðuneytinu, hafði fram að færa tillögu í málinu: Sérhvert fljótandi far, sem fer til Alfreðs í var, skal sem skatt í einn brjót skaffa jarlinum grjót. Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður, hafði orð SVEITARSTJÖRNARMÁL á þvi við Alfreð á siðari degi fundarins, að hann myndi hafa verið kátur kvöldið áður. Alfreð svaraði: Vist á stundum var ég hálfur varla þarf slíkt til synda að telja, en þú ert oftast eins og kálfur. Verðurðu kannske seinna belja? Alfreð, oddviti í Grímsey, kvartaði undan því við hafnamálastjóra, að óréttlát væri skiptingin á kostnaði við að draga dýpkunarskipið Gretti milli einstakra hafna. Þannig hefði kostnaður Grimseyinga verið þungbær af því að þeir hefðu þurft svo langan drátt. Ef til vill ætti hafnabótasjóður að koma til sögunnar í slikum tilvikum og létta hafnarsjóðum kostnaðinn. Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði, orðaði þetta þannig: Telja verður réttlátt að hafa á þann háttinn að hafnabótasjóður reyni aö milda kostnað þann, grípi inni í málið og greiði niður dráttinn, ef gerist hann of langur fyrir pólaroddvitann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.