Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 44
reglum og merkingu siglingaleiða sér strandgæzlan bandaríska, og í hverri höfn er deild frá þessari stofnun, sem sér um framkvæmdina hver á sínu svæði. I Washington er deild í verzlunarráðuneyt- inu, er nefnist Maritime Administration (venjulega kölluð Marad), sem er stjórnvöldum þar til ráðu- neytis um siglingamál og hefur til ráðstöfunar fjár- magn, sem meðal annars er varið til að styrkja skipabyggingar, til rannsókna og þróunarstarfsemi, sem tengist siglingum og sjóflutningum, þar með taldar hafnir. I samgönguráðuneytinu er lítil deild, sem nefnist hafnadeild, sem einkum hefur fjallað um byggingu stórolíuhafna í Mexíkóflóa, en sú deild hefur ekki yfir neinu fjármagni að ráða til notkunar i rann- sóknir eða í þróunarskyni. Almenningur og hafnirnar Ég hefi áður í þessum hópi getið þess, að til eru samtök, sem nefnast Alþjóða hafnasambandið (International Association of Ports and Harbours). Á vegum þess eru starfandi nefndir um margvísleg málefni. Frá því ég sótti fund þessara samtaka í Frakklandi árið 1979, hafa mér reglulega borizt gögn einnar nefndar, sem ber nafnið samskipta- nefnd (Public Affaires Committee). Að undanförnu hefir nefnd þessi einkum helgað sig því verkefni að kanna, hvort og þá hvers vegna skoðanir almennings og þá einnig stjórnmálamanna hafi snúizt gegn mikilvægi og þýðingu hafna og hafnað mikilvægi þeirra fyrir afkomu þjóðarbúsins og velsæld hins almenna borgara. Athuganir þessar hafa leitt í ljós, að eftir því sem fjölmenni eykst í því sveitarfélagi, þar sem höfn er, þeim mun minni verður áhugi almennings á starf- semi hafnarinnar og skilningur á mikilvægi hennar fer þverrandi. Hér á landi eru tengsl hins almenna borgara við höfn sveitarfélagsins almennt svo náin, að þessara sjónarmiða er ekki tekið að gæta, nema þá helzt í Reykjavík, en þar hafa vissulega heyrzt raddir um, að stækkun hafnarinnar á ákveðnum tíma væri óþörf svo og að bygging hafnarmann- virkja hér eða þar spilltu umhverfi hins almenna borgara. Víða um lönd eru hópar fólks, sem berjast fyrir náttúruvernd,mengunarvörnum, verndun sögulegra eða náttúrulegra minja og mörgu fleiru, sem hafa í áróðri sínum gert hafnarstarfsemi að skaðvaldi á mörgum þessum sviðum og þannig tekizt að koma inn hjá almenningi skoðunum, sem eru móti hafnar- starfsemi almennt. Ýmsir stjórnmálamenn og menn, sem teljast hafa hlotið löglegan smekk á þessu og hinu sviði og því verið kjörnir til starfa við að skipu- leggja umhverfi almennings, hafa jafnvel tekið þátt í þessum áróðri með þó nokkrum árangri. Eg nefni aðeins nokkur innlend dæmi máli minu til stuðnings: Kunnust eru dæmin um fiskimjölsverksmiðjurn- ar. Hér áður og fyrrum lyftist brúnin á ibúunum, þegar fyrirtæki þessi störfuðu, því að þá var vitað, að velsæld var í vændum. Nú má ekki sjást reykur í nánd við byggt ból, ef af honum má finna fiski- mjölslykt, og yfirvöld loka stórum framleiðslufyrir- tækjum að kröfu umhverfisnefndarmanna. Skreiðarhjallar í námunda við byggð eru óæski- legir. Sjávarmengun í höfnum, meðal annars frá fisk- verkunarstöðvum, getur verið alvarleg, en þegar ekki má lagfæra fjörur til þess að byggja þar upp aðstöðu fyrir smábáta sökum þess að fjörulíf, ormar, kuð- ungar og skeljar bíði tjón af, þá er orðinn vandi að lifa. Hávaði frá hafnarstarfsemi er óumflýjanlegur. Kranar, skipasmíðar, umferð, allt eru þetta óhjá- kvæmilegir þættir í hinni daglegu hafnarstarfsemi. Kvartanir út af öllum þessum atriðum eiga sér stað. Hafnasambandið hefur einkum hingað til lagt áherzlu á að kynna þýðingu hafna og mikilvægi jaeirra fyrir afkomu einstakra byggðarlaga og þjóð- arbúsins í heild fyrir stjórnmálamönnum og þannig leitazt við að tryggja jákvæð sjónarmið þeirra manna, sem fara með fjárveitingar og leyfisveiting- ar. Þeir hópar manna, sem telja hafnarstarfsemi óalandi og óferjandi, hvar og hvernig sem hún er rekin, hafa einnig aðgang að stjórnmálamönnum og sveigja skoðanir þeirra að sínum. Það gæti því orðið nauðsynlegt, að Hafnasambandið beitti sér fyrir frekari og aukinni kynningu á hafnarslarfsemi meðal a/mennings því að afstaða hans vegur þyngst á vogarskálunum. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.