Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 52
FINNUR JÓNSSON, verkfræöingur: NOTKUN VERÐBANKA VIÐ ÁÆTLANAGERÐ Grein þessi er útdráttur úr er- indi, sem flutt var á aðalfundi Samtaka tæknimanna sveitarfé- laga dagana 23.-25. apríl 1981 á Egilsstöðum. Nokkrir tæknimenn sveitarfélaga höfðu þá þegar kynnzt verðbanka Hönnunar hf., og var þess óskað, að bankinn væri kynntur á aðalfundinum. Uppruna bankans má rekja allt aftur til áranna fyrir 1970. Verð- bólga var þá í nokkrum vexti, og sífellt varð erfiðara að endur- reikna ný verð á reiknistokkinn. Var þá tekið til við að setja saman einingarverð á mjög kerfisbund- inn hátt til hagræðingar. Allt varð þetta svo auðveldara með tilkomu borðreiknivélanna um og eftir 1970. Ein af meginástæðum þess, að svo mikið var lagt upp úr því að eiga nýleg einingarverð, var gerð tilboða. Það hefur ávallt verið snar þáttur í rekstri stofunnar. Á þann hátt hefur einnig fengizt reynsla til baka frá þeim verktök- um, sem unnið var fyrir, þannig að unnt var að leiðrétta og lag- færa einingarverð jafnóðum. Þetta beina samband við fram- kvæmdina höfum við ætíð metið mikils, og mætti vera meira um það meðal verkfræðiráðgjafa. Eðlilega hefur stofan einnig nýtt sér bankann við áætlanagerð um eigin verkefni svo og við mats- gerðir alls konar. Með vaxandi kynnum af tölv- um og notkun þeirra varð snemma ljóst, að hagkvæmt væri að koma verðbankanum á tölvu- tækt form og nýta þannig minnis- Finnur Jónsson, verkfræðingur. og reiknieiginleika tölvanna. Það var síðla árs 1976, að ákvörðun var tekin um að setja á stofn verðbanka, sem varðveittur væri i tölvu. í raun var um þrjár verð- skrár að ræða, þ. e. á sviði hús- bygginga, þéttbýlistækni og virkjana. Uppbygging verðskránna er með þeim hætti, að sérhvert einingarverð í skránni er gert úr nokkrum svokölluðum grunn- verðum, sem eru verð á einingu fyrir ýmsa liði efnis (mótatimbur, steinsteypu, stálrör, málningu o. s. frv.), vinnu (verkamenn, tré- smiði, múrara o. s. frv.), akstur og vélavinnu (beltagröfu, bílkrana o. s. frv.). Einingarverðið er síðan summa margfelda grunnverðs og stuðla, sem sýna magn af hinum ýmsu liðum, sem felast í einingarverð- inu. Lögð var mikil vinna i út- reikning stuðlanna, en einnig var stuðzt við eigin reynslutölur fyrir ýmsa vinnu- og efnisliði. Þar sem ákvæðistaxtar eru til, er verð- lagning miðuð við þá. Hvert ein- ingarverð er samsett úr mismun- andi mörgum grunnverðum, eða allt frá einu upp í hámark tíu. Við útreikning hefur verið notað eigið tölvuforrit. Það er augljóst, að mikill flýtis- auki er að slíkum verðbanka eins og hér er lýst, þar sem nú er hægt að ganga beint að miklum fjölda nýrra einingarverða og auk þess minnkar hætta á skekkjum veru- lega. Samhliða vinnu við forrit fyrir verðbankann var útbúið forrit til að skrifa út kostnaðaráætlanir. Gerð kostnaðaráætlana fer þann- ig fram, að gefið er númer ein- ingarverðs, og magn, sem við á. Utreikningurinn er síðan marg- földun á einingarverðum og magntölum, og gefnar eru summur þ. e. millisummur eða heildarsummur eftir því, sem við á. Gerð kostnaðaráætlana með aðstoð tölvu eins og, hér er lýst er sérstaklega hagkvæm, þegar end- urnýja þarf kostnaðaráætlun að mestu óbreytta vegna breytts verðlags. Að auki má nefna, að með gerð slíkra kostnaðaráætlana fyrir ákveðið mannvirki er auðvelt að fylgjast með hækkunum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.