Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 7
SAMTALIÐ Frá hátíðarfundi bæjarstjórnar Grindavík- ur að morgni 10. apríl er haldiö var upp á 20 ára afmæli kaupstaðarréttindanna. sem Svavar Ámason, fyrrum oddviti, var kosinn fyrsti heiðursborgari bæjarins, við opnuðum málverkasýn- ingu á verkum Gunnlaugs Schevings, gengum til kirkju, drukkum afmæliskaffi, þar sem 1100 manns nutu af- mælisveitinga, og að lokum var hátíðardagskrá í íþróttahúsinu með tónlistarívafi og ræðuhöldum, þar sem tónlistin var sérstaklega tileinkuð Sigvalda Kalda- lóns og 15 ára dvöl hans í bænum minnst með þeim hætti. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, alþingismenn og fleiri góðir gestir heiðruðu bæinn með nærveru sinni og jók það enn á hátíðleika afmælisdagsins.“ - Hverjar hafa verið helstu framkvcemdir bœjarins ú síðustu árum? „Á undanfömum árum hafa framkvæmdir bæjarins sérstaklega beinst að uppbyggingu íþróttamannvirkja og lokaáfangi í því átaki er opnun nýrrar sundlaugar, en það mannvirki hefur verið í smíðum sl. tvö ár og tekið drjúgan skerf af framkvæmdafé bæjarsjóðs án þess að bærinn þyrfti að hleypa sér í verulegar skuldir. Þar áður höfðu verið gerðir tveir stórir grasvellir og reist íþróttahús sem tekið var í notkun 1985, en frá þeim tíma hefur íþróttalífið blómgast sem best sést á árangri körfuboltaliðs bæjarins. Grasvellimir eru nýrri og bíða menn nú spenntir eftir árangri knattspymuliðs bæjarins. Fyrr en varir verður ábyggilega kominn upp hópur sundfólks sem á eftir að gera garðinn frægan.“ - Margir ungir menn héðan hljóta að vera til sjós og aðrir í erfiðisvinnu i landi. Hverjir liafa umframorku til að stunda svona miklar íþróttir? „Eg verð að segja að fólk nýtir tímann vel milli ver- tíða og átakaverkefna á sjónum. Sjósóknin byggir á Sinfóníuhljómsveit íslands á afmælistón- leikunum I iþróttahúsinu. 69

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.