Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 12
HEILBRIGÐISMÁL Bláa lóniö. Ljósm. Kristinn Benediktsson. Starfsemi Heilsufélagsins við Bláa lónið hf. Grímur Sœmundsen, lœknir og framkvœmdastjóri Heilsufélagsins við Bláa lónið hf. Heilsufélagið við Bláa lónið hf. (HBL) var stofnað í júní 1992. Stofnaðilar voru íslenska heilsufé- lagið hf. og Grindavíkurbær. Tilgangur félagsins er uppbygging gjaldeyrisskapandi heilsuferðaþjón- ustu og almennrar ferðaþjónustu við Bláa lónið. Einnig framleiðsla á heilsu- og fegrunarvörum úr hráefn- um tengdum lóninu til útflutnings. í lok júní 1993 var hlutafé í HBL aukið í 30 milljónir króna og gerðust þá öll önnur sveitarfélög á Suður- nesjum, Hitaveita Suðumesja, ís- lenskir aðalverktakar sf. og Delta hf. hluthafar að félaginu. Á hluthafa- fundi, sem haldinn var þann 11. nóvember 1993, var ákveðið að auka hlutafé félagsins enn frekar, eða úr 30 milljónum í 100 milljónir króna. Þróun meöferöarþjónustu við Bláa lónið HBL hefur unnið markvisst að undirbúningsstarfi til að unnt væri að hefja markaðssetningu ferða fyrir er- lenda psoriasissjúklinga til meðferð- ardvalar við Bláa lónið og einnig að skapa aðstöðu fyrir íslenska psorias- issjúklinga til að nýta lækningamátt Bláa lónsins í baráttunni við sjúkdóm sinn. Félagið hefur stutt vísindarann- sóknir Bláa lónsnefndar heilbrigðis- ráðuneytisins, en á vegum nefndar- innar og sérfræðinga hennar dvöldu 30 Þjóðverjar til meðferðar vegna psoriasis í Bláa lóninu um þriggja vikna skeið í ágúst 1992. 74

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.